Mike Pence snýr enn bakinu í Trump Eiður Þór Árnason skrifar 15. mars 2024 23:32 Mike Pence telst ekki lengur einn dyggasti bandamaður Trumps. AP/Alex Brandon Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna í ríkisstjórn Donald Trumps hyggst ekki styðja framboð hans til forseta að þessu sinni. „Það ætti ekki að koma neinum á óvart að ég mun ekki lýsa stuðningi við Donald Trump í ár,“ sagði Pence í viðtali á sjónvarpsstöðinni Fox News en þetta er í fyrsta sinn sem hann upplýsir um afstöðu sína frá því að Trump varð væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins. Pence sóttist einnig eftir því að verða forsetaefni flokksins fyrir komandi kosningar en dró framboð sitt gegn Trump til baka áður en innanflokkskjör hófst í fyrra. Pence: I will not be endorsing Donald Trump pic.twitter.com/YJIuTBjzNR— Acyn (@Acyn) March 15, 2024 Flokksforingjar ætlast til þess að forsetaframbjóðendaefni sem hljóti ekki náð fyrir augum flokksmanna snúi bökum saman þegar líða fer að forsetakosningum og hvetji stuðningsfólk sitt til að styðja fulltrúa repúblikana. Til að mynda voru þátttakendur í forvali flokksins látnir heita því að styðja að endingu við forsetaefnið. Pence kemur fast á hæla annarra hátt settra aðila innan ríkisstjórnar Trumps sem neita að lýsa yfir stuðningi við nýjustu atlögu þessa fyrrverandi yfirmanns þeirra að Hvíta húsinu. Á meðan flestir þingmenn Repúblikanaflokksins og aðrir hátt settir fulltrúar hans fylkja liði bakvið Trump hefur hávær minnihluti lagst gegn framboði hans, að því er fram kemur í umfjöllun AP-fréttaveitunnar. Pence var lengi talinn einn tryggasti bandamaður Trumps áður en hann sneri baki við honum og neitaði að taka þátt í tilraunum hans til að halda í völd eftir tapið gegn Joe Biden í forsetakosningunum árið 2020. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Mike Pence hættur við forsetaframboðið Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er hættur við framboð sitt til forseta Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fara á næsta ári. Honum hefur gengið illa að afla fylgis og fjárbirgðir framboðsins minnka stöðugt. 28. október 2023 18:46 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
„Það ætti ekki að koma neinum á óvart að ég mun ekki lýsa stuðningi við Donald Trump í ár,“ sagði Pence í viðtali á sjónvarpsstöðinni Fox News en þetta er í fyrsta sinn sem hann upplýsir um afstöðu sína frá því að Trump varð væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins. Pence sóttist einnig eftir því að verða forsetaefni flokksins fyrir komandi kosningar en dró framboð sitt gegn Trump til baka áður en innanflokkskjör hófst í fyrra. Pence: I will not be endorsing Donald Trump pic.twitter.com/YJIuTBjzNR— Acyn (@Acyn) March 15, 2024 Flokksforingjar ætlast til þess að forsetaframbjóðendaefni sem hljóti ekki náð fyrir augum flokksmanna snúi bökum saman þegar líða fer að forsetakosningum og hvetji stuðningsfólk sitt til að styðja fulltrúa repúblikana. Til að mynda voru þátttakendur í forvali flokksins látnir heita því að styðja að endingu við forsetaefnið. Pence kemur fast á hæla annarra hátt settra aðila innan ríkisstjórnar Trumps sem neita að lýsa yfir stuðningi við nýjustu atlögu þessa fyrrverandi yfirmanns þeirra að Hvíta húsinu. Á meðan flestir þingmenn Repúblikanaflokksins og aðrir hátt settir fulltrúar hans fylkja liði bakvið Trump hefur hávær minnihluti lagst gegn framboði hans, að því er fram kemur í umfjöllun AP-fréttaveitunnar. Pence var lengi talinn einn tryggasti bandamaður Trumps áður en hann sneri baki við honum og neitaði að taka þátt í tilraunum hans til að halda í völd eftir tapið gegn Joe Biden í forsetakosningunum árið 2020.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Mike Pence hættur við forsetaframboðið Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er hættur við framboð sitt til forseta Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fara á næsta ári. Honum hefur gengið illa að afla fylgis og fjárbirgðir framboðsins minnka stöðugt. 28. október 2023 18:46 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Mike Pence hættur við forsetaframboðið Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er hættur við framboð sitt til forseta Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fara á næsta ári. Honum hefur gengið illa að afla fylgis og fjárbirgðir framboðsins minnka stöðugt. 28. október 2023 18:46