Aron Jó hafði áhrif á valið um að skipta yfir til Bandaríkjanna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. mars 2024 11:45 William Cole Campbell ætlar að feta í fótspor Arons Jóhannssonar og leika fyrir bandaríska landsliðið frekar en það íslenska. Vísir/Getty Svo virðist sem Aron Jóhannsson, leikmaður Vals, hafi haft mikil áhrif á það að William Cole Campbell, leikmaður unglingaliðs Borussia Dortmund, hafi valið að spila frekar fyrir bandaríska fótboltalandsliðið en það íslenska. Greint var frá ákvörðun Williams Cole Campbell fyrir rúmri viku síðan, en hann er í dag leikmaður nítján ára liðs Borussia Dortmund í Þýskalandi. Faðir hans er Bandaríkjamaður en móðir hans er Rakel Björk Ögmundsdóttir sem skoraði sjö mörk í aðeins tíu landsleikjum fyrir Ísland í upphafi aldarinnar. Cole gat því spilað fyrir báðar þjóðirnar. Cole æfði hjá unglingaakademíu Atlanta United í Bandaríkjunum en kom ungur til FH. Hann lék sinn fyrsta leik með Hafnarfjarðarliðinu aðeins fimmtán ára gamall, en lék þó aðeins þrjá leiki í efstu deild á Íslandi, þar af einn með Breiðabliki. Þá á Cole að baki sjö leiki fyrir sautján ára landslið Íslands þar sem hann hefur skorað tvö mörk. Hann hefur hins vegar valið að spila frekar fyrir bandaríska landsliðið en það íslenska og virðist sem Aron Jóhannsson, sem tók samskonar ákvörðun á sínum tíma hafi haft mikil áhrif á ákvörðun hins unga Cole. Tom Bogert, sem fjallar um bandarísku MLS-deildina og bandaríska karlalandsliðið hjá The Athletic, greinir frá því á samfélagsmiðlinum X að Cole hafi fengið ráðleggingar frá Aroni er þeir léku gegn hvorum öðrum. „Ég spilaði á móti Aroni Jóhannssyni. Hann dró mig afsíðis og sagði að ég yrði að íhuga að spila fyrir Bandaríkin. Hann sagði að það hafi verið ákvörðun sem hann myndi taka aftur,“ segir í færslu Bogert. Borussia Dortmund rising talent Cole Campbell (18) on switching to represent the United States from Iceland:“I played against Aron Johansson. He pulled me aside & said that I MUST consider playing for the USA. He said it was a decision he would do all over again.” pic.twitter.com/8ObjTBtS9Z— Tom Bogert (@tombogert) March 15, 2024 Landslið karla í fótbolta Bandaríski fótboltinn Þýski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Greint var frá ákvörðun Williams Cole Campbell fyrir rúmri viku síðan, en hann er í dag leikmaður nítján ára liðs Borussia Dortmund í Þýskalandi. Faðir hans er Bandaríkjamaður en móðir hans er Rakel Björk Ögmundsdóttir sem skoraði sjö mörk í aðeins tíu landsleikjum fyrir Ísland í upphafi aldarinnar. Cole gat því spilað fyrir báðar þjóðirnar. Cole æfði hjá unglingaakademíu Atlanta United í Bandaríkjunum en kom ungur til FH. Hann lék sinn fyrsta leik með Hafnarfjarðarliðinu aðeins fimmtán ára gamall, en lék þó aðeins þrjá leiki í efstu deild á Íslandi, þar af einn með Breiðabliki. Þá á Cole að baki sjö leiki fyrir sautján ára landslið Íslands þar sem hann hefur skorað tvö mörk. Hann hefur hins vegar valið að spila frekar fyrir bandaríska landsliðið en það íslenska og virðist sem Aron Jóhannsson, sem tók samskonar ákvörðun á sínum tíma hafi haft mikil áhrif á ákvörðun hins unga Cole. Tom Bogert, sem fjallar um bandarísku MLS-deildina og bandaríska karlalandsliðið hjá The Athletic, greinir frá því á samfélagsmiðlinum X að Cole hafi fengið ráðleggingar frá Aroni er þeir léku gegn hvorum öðrum. „Ég spilaði á móti Aroni Jóhannssyni. Hann dró mig afsíðis og sagði að ég yrði að íhuga að spila fyrir Bandaríkin. Hann sagði að það hafi verið ákvörðun sem hann myndi taka aftur,“ segir í færslu Bogert. Borussia Dortmund rising talent Cole Campbell (18) on switching to represent the United States from Iceland:“I played against Aron Johansson. He pulled me aside & said that I MUST consider playing for the USA. He said it was a decision he would do all over again.” pic.twitter.com/8ObjTBtS9Z— Tom Bogert (@tombogert) March 15, 2024
Landslið karla í fótbolta Bandaríski fótboltinn Þýski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira