Fyrsti sigur Burnley síðan á Þorláksmessu Smári Jökull Jónsson skrifar 16. mars 2024 17:05 David Fofana fagnar marki sínu í dag ásamt liðsfélögum og stuðningsmönnum Burnley. Vísir/Getty Burnley vann í dag sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni á þessu ári þegar liðið lagði Brentford á heimavelli. Þá krækti Luton Town í mikilvægt stig í fallbaráttunni. Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í byrjunarliðinu hjá Burnley sem tók á móti Brentford á heimavelli sínum. Strax á 9. mínútu leiksins dró til tíðinda þegar Sergio Reguilon fékk rauða spjaldið í liði gestanna fyrir brot á Vitinho sem var sloppinn einn í gegnum vörn Brentford. Einhvern veginn fór atvikið framhjá dómaranum Darren Bond en VAR tók í taumana, dæmdi víti og Reguilon var rekinn útaf. Jakob Bruun Larsen tók vítaspyrnuna og skoraði af öryggi. Gestirnir svo sannarlega komnir í brekku. Sergio Reguilon fékk rautt spjald fyrir þetta brot á Vitinho.Vísir/Getty Staðan í hálfleik var 1-0 en á 62. mínútu skoraði David Fofana annað mark heimamanna og kom Burnley í 2-0. Á 84. mínútu tókst gestunum að minnka muninn þegar Kristoffer Ajer skoraði með skalla og leikurinn galopinn. Brentford hafði þá nýverið gert þrefalda skiptingu, þar á meðal var Bryan Mbuemo sem spilaði þar sem sinn fyrsta leik síðan 6. desember. Brentford tókst að koma boltanum í netið á lokasekúndum leiksins en markið var réttilega dæmt af þar sem brotið var á Arijanet Muric markverði Burnley. 2-1 urðu lokatölur leiksins en þetta er fyrsti sigur Burnley í deildinni síðan á Þorláksmessu. Liðið er nú átta stigum frá öruggu sæti í deildinni. Jóhann Berg kom ekkert við sögu í leiknum. Luton jafnaði á ögurstundu Luton Town tók á móti liði Nottingham Forest á heimavelli sínum í útjaðri Lundúna. Hinn ólseigi Chris Wood kom gestunum í Forest yfir á 34. mínútu eftir sendingu Morgan Gibbs-White og staðan í hálfleik var 1-0. Heimamenn settu pressu á lið Forest í síðari hálfleiknum en virtust ekkert sérlega líklegir til að jafna metin. Það gerðu þeir þó þegar komið var fram á lokamínútu leiksins. Luke Berry skoraði þá með skoti úr teignum eftir hornspyrnu og tryggði Luton Town mikilvægt stig í fallbaráttu ensku deildarinnar. Luton er í 18. sæti og tekst með stiginu að koma í veg fyrir að Nottingham Forest fari sex stigum fram úr þeim í töflunni. Arnór í leik með liði Blackburn.Nick Potts/PA Images via Getty Images Í ensku Championship-deildinni var Arnór Sigurðsson í byrjunarliði Blackburn sem gerði markalaust jafntefli gegn Middlesbrough á útivelli. Arnór var tekinn af velli á 66. mínútu en Blackburn er í 17. sæti deildarinnar og aðeins þremur stigum fyrir ofan Huddersfield sem er í fallsæti. Þá var Jón Daði Böðvarsson í byrjunarliði Bolton sem tapaði 1-0 á útivelli gegn Derby County í þriðju efstu deild. Jón Daði var tekinn af velli á 77. mínútu og aðeins mínútu síðar skoraði Derby eina mark leiksins. Liðin eru í 2. og 3. sæti deildarinnar og í harðri baráttu um sæti í næst efstu deild. Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í byrjunarliðinu hjá Burnley sem tók á móti Brentford á heimavelli sínum. Strax á 9. mínútu leiksins dró til tíðinda þegar Sergio Reguilon fékk rauða spjaldið í liði gestanna fyrir brot á Vitinho sem var sloppinn einn í gegnum vörn Brentford. Einhvern veginn fór atvikið framhjá dómaranum Darren Bond en VAR tók í taumana, dæmdi víti og Reguilon var rekinn útaf. Jakob Bruun Larsen tók vítaspyrnuna og skoraði af öryggi. Gestirnir svo sannarlega komnir í brekku. Sergio Reguilon fékk rautt spjald fyrir þetta brot á Vitinho.Vísir/Getty Staðan í hálfleik var 1-0 en á 62. mínútu skoraði David Fofana annað mark heimamanna og kom Burnley í 2-0. Á 84. mínútu tókst gestunum að minnka muninn þegar Kristoffer Ajer skoraði með skalla og leikurinn galopinn. Brentford hafði þá nýverið gert þrefalda skiptingu, þar á meðal var Bryan Mbuemo sem spilaði þar sem sinn fyrsta leik síðan 6. desember. Brentford tókst að koma boltanum í netið á lokasekúndum leiksins en markið var réttilega dæmt af þar sem brotið var á Arijanet Muric markverði Burnley. 2-1 urðu lokatölur leiksins en þetta er fyrsti sigur Burnley í deildinni síðan á Þorláksmessu. Liðið er nú átta stigum frá öruggu sæti í deildinni. Jóhann Berg kom ekkert við sögu í leiknum. Luton jafnaði á ögurstundu Luton Town tók á móti liði Nottingham Forest á heimavelli sínum í útjaðri Lundúna. Hinn ólseigi Chris Wood kom gestunum í Forest yfir á 34. mínútu eftir sendingu Morgan Gibbs-White og staðan í hálfleik var 1-0. Heimamenn settu pressu á lið Forest í síðari hálfleiknum en virtust ekkert sérlega líklegir til að jafna metin. Það gerðu þeir þó þegar komið var fram á lokamínútu leiksins. Luke Berry skoraði þá með skoti úr teignum eftir hornspyrnu og tryggði Luton Town mikilvægt stig í fallbaráttu ensku deildarinnar. Luton er í 18. sæti og tekst með stiginu að koma í veg fyrir að Nottingham Forest fari sex stigum fram úr þeim í töflunni. Arnór í leik með liði Blackburn.Nick Potts/PA Images via Getty Images Í ensku Championship-deildinni var Arnór Sigurðsson í byrjunarliði Blackburn sem gerði markalaust jafntefli gegn Middlesbrough á útivelli. Arnór var tekinn af velli á 66. mínútu en Blackburn er í 17. sæti deildarinnar og aðeins þremur stigum fyrir ofan Huddersfield sem er í fallsæti. Þá var Jón Daði Böðvarsson í byrjunarliði Bolton sem tapaði 1-0 á útivelli gegn Derby County í þriðju efstu deild. Jón Daði var tekinn af velli á 77. mínútu og aðeins mínútu síðar skoraði Derby eina mark leiksins. Liðin eru í 2. og 3. sæti deildarinnar og í harðri baráttu um sæti í næst efstu deild.
Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira