Magnaður leikmaður með mikið vopnabúr: „Ekki eins og það sé einhver aukvisi að dekka hann“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. mars 2024 15:30 Dúi fékk verðskuldaða vatnsgusu frá félögunum eftir leik vísir / anton brink Dúi Þór Jónsson átti hreint út sagt magnaðar lokamínútur þegar hann tryggði Álftanesi sigur gegn uppeldisfélagi sínu, Stjörnunni, síðastliðinn fimmtudag. Álftanes vann 86-77 eftir æsispennandi leik þar sem Stjarnan leiddi nær allan tímann. Dúi tók við taumunum þegar Álftanes jafnaði leikinn um miðjan fjórða leikhluta kom að 14 af síðustu 19 stigum Álftaness, dekkaður af Ægi Þór landsliðsfyrirliða. „Þeir mega þakka Stjörnumanninum sem er alinn upp í Ásgarði, Dúa Þóri Jónssyni, fyrir þennan sigur. Síðustu þrjár mínúturnar í þessum leik, það eru bara einhverjar bestu þrjár mínútur hjá leikmanni á tímabilinu“ sagði þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson. „Tók yfir leikinn. Kemur að öllum körfunum frá 73-74, öllum körfum Álftaness. Hann skorar, gefur stoðsendingu, stelur boltanum, meira að segja með frákast á einhverjum tímapunkti. Tekur ruðning líka. Kemur að öllu“ sagði Ómar Örn Sævarsson“ „Gott að nefna það fyrir unga leikmenn, hann er náttúrulega uppalinn í Stjörnunni, er að spila fyrir þá en fær eiginlega ekki tækifæri. Fer á Akureyri, spilar svo með Álftanesi í 1. deildinni og kemur tilbúinn. Í staðinn fyrir að vera lítill í sér því hann fær ekki tækifæri með sínum uppeldisklúbb fer hann bara og öðlast reynslu Þið sáuð bara þarna, hann var ekki lítill, hann var ekki hræddur og ekki eins og það sé einhver aukvisi að dekka hann, Ægir Þór Steinarsson, landsliðsfyrirliði, var með hann“ hélt Ómar svo áfram. „Hann er vanur að skjóta fleiri þriggja stiga skotum en hann gerði í gær. Hann er með ansi mikið vopnabúr, getur farið að körfunni og klárað með hægri eða vinstri. Að gera þetta á móti Ægi, sem er einn okkar ef ekki bara albesti varnarbakvörður á landinu, það er bara magnað“ bætti Teitur Örlygsson þá við. Þá var dregin upp mögnuð tölfræði af lokamínútum Dúa í leiknum en hann bjó til 14 af síðustu 19 stigum Álftaness, stal bolta, greip frákast og tók ruðning þar að auki. Sjón er sögu líkust og innslagið allt má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Magnaðar lokamínútur Dúa Þórs Subway-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
Álftanes vann 86-77 eftir æsispennandi leik þar sem Stjarnan leiddi nær allan tímann. Dúi tók við taumunum þegar Álftanes jafnaði leikinn um miðjan fjórða leikhluta kom að 14 af síðustu 19 stigum Álftaness, dekkaður af Ægi Þór landsliðsfyrirliða. „Þeir mega þakka Stjörnumanninum sem er alinn upp í Ásgarði, Dúa Þóri Jónssyni, fyrir þennan sigur. Síðustu þrjár mínúturnar í þessum leik, það eru bara einhverjar bestu þrjár mínútur hjá leikmanni á tímabilinu“ sagði þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson. „Tók yfir leikinn. Kemur að öllum körfunum frá 73-74, öllum körfum Álftaness. Hann skorar, gefur stoðsendingu, stelur boltanum, meira að segja með frákast á einhverjum tímapunkti. Tekur ruðning líka. Kemur að öllu“ sagði Ómar Örn Sævarsson“ „Gott að nefna það fyrir unga leikmenn, hann er náttúrulega uppalinn í Stjörnunni, er að spila fyrir þá en fær eiginlega ekki tækifæri. Fer á Akureyri, spilar svo með Álftanesi í 1. deildinni og kemur tilbúinn. Í staðinn fyrir að vera lítill í sér því hann fær ekki tækifæri með sínum uppeldisklúbb fer hann bara og öðlast reynslu Þið sáuð bara þarna, hann var ekki lítill, hann var ekki hræddur og ekki eins og það sé einhver aukvisi að dekka hann, Ægir Þór Steinarsson, landsliðsfyrirliði, var með hann“ hélt Ómar svo áfram. „Hann er vanur að skjóta fleiri þriggja stiga skotum en hann gerði í gær. Hann er með ansi mikið vopnabúr, getur farið að körfunni og klárað með hægri eða vinstri. Að gera þetta á móti Ægi, sem er einn okkar ef ekki bara albesti varnarbakvörður á landinu, það er bara magnað“ bætti Teitur Örlygsson þá við. Þá var dregin upp mögnuð tölfræði af lokamínútum Dúa í leiknum en hann bjó til 14 af síðustu 19 stigum Álftaness, stal bolta, greip frákast og tók ruðning þar að auki. Sjón er sögu líkust og innslagið allt má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Magnaðar lokamínútur Dúa Þórs
Subway-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira