Tvö mörk tekin af West Ham gegn Aston Villa Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. mars 2024 16:10 Jarrod Bowen biðlar til dómara að láta sigurmarkið í uppbótartíma standa. Fékk ekkert fyrir sinn snúð. John Walton/PA Images via Getty Images West Ham og Aston Villa skildu jöfn, 1-1, í 29. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Aston Villa var hættulegri aðilinn í leiknum en West Ham skoraði tvö mörk sem voru dæmd ógild. Aston Villa situr í 4. sæti deildarinnar með 56 stig, þremur stigum á undan Tottenham sem á leik til góða. West Ham er í 7. sætinu með 44 stig, þremur stigum á eftir Man Utd sem á leik til góða. West Ham komst yfir á 29. mínútu þegar Vladimír Coufal gaf boltann inn í teig á Michail Antonio sem kom á fljúgandi ferð og stangaði hann í netið. Antonio kom boltanum aftur í netið í upphafi seinni hálfleiks en markið var dæmt af eftir myndbandsskoðun vegna þess að Antonio handlék boltann áður en hann skaut honum í netið. Heimamenn féllu langt til baka í seinni hálfleik, vörðu forystuna og sóttu hratt í skyndisóknum. Aston Villa leitaði óðum að jöfnunarmarkinu og fann það loksins á 79. mínútu. Moussa Diaby gerði þar vel og kom boltanum fyrir markið á Nicoló Zaniolo sem kom honum í netið. Aukin harka færðist í leikinn í kjölfarið. Markaskorarinn Zaniolo og Edson Alvarez tókust á, ýttu hvor í annan og uppskáru báðir gult. Örskömmu síðar reif svo Douglas Luiz í Mohamed Kudus, sem svaraði með því að slá frá sér en hitti ekki, og báðir fengu gult spjald. Zaniolo var svo heppinn að vera ekki rekinn af velli í uppbótartíma þegar hann fleygði boltanum frá sér í pirringi. Tomas Soucek hélt að hann hefði tryggt sigurinn í uppbótartíma en aftur var mark dæmt af West Ham vegna þess að boltinn fór í hönd. Langan tíma og marga álitsgjafa þurfti til að skera úr um lögmæti marksins en eftir um sex mínútur sammældust dómarar um að markið ætti ekki að standa. Vonbrigðin leyndu sér ekki hjá David Moyes og lærisveinum hans. Enski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Aston Villa situr í 4. sæti deildarinnar með 56 stig, þremur stigum á undan Tottenham sem á leik til góða. West Ham er í 7. sætinu með 44 stig, þremur stigum á eftir Man Utd sem á leik til góða. West Ham komst yfir á 29. mínútu þegar Vladimír Coufal gaf boltann inn í teig á Michail Antonio sem kom á fljúgandi ferð og stangaði hann í netið. Antonio kom boltanum aftur í netið í upphafi seinni hálfleiks en markið var dæmt af eftir myndbandsskoðun vegna þess að Antonio handlék boltann áður en hann skaut honum í netið. Heimamenn féllu langt til baka í seinni hálfleik, vörðu forystuna og sóttu hratt í skyndisóknum. Aston Villa leitaði óðum að jöfnunarmarkinu og fann það loksins á 79. mínútu. Moussa Diaby gerði þar vel og kom boltanum fyrir markið á Nicoló Zaniolo sem kom honum í netið. Aukin harka færðist í leikinn í kjölfarið. Markaskorarinn Zaniolo og Edson Alvarez tókust á, ýttu hvor í annan og uppskáru báðir gult. Örskömmu síðar reif svo Douglas Luiz í Mohamed Kudus, sem svaraði með því að slá frá sér en hitti ekki, og báðir fengu gult spjald. Zaniolo var svo heppinn að vera ekki rekinn af velli í uppbótartíma þegar hann fleygði boltanum frá sér í pirringi. Tomas Soucek hélt að hann hefði tryggt sigurinn í uppbótartíma en aftur var mark dæmt af West Ham vegna þess að boltinn fór í hönd. Langan tíma og marga álitsgjafa þurfti til að skera úr um lögmæti marksins en eftir um sex mínútur sammældust dómarar um að markið ætti ekki að standa. Vonbrigðin leyndu sér ekki hjá David Moyes og lærisveinum hans.
Enski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira