Ísraelsher ræðst aftur inn á al Shifa sjúkrahúsið í Gasaborg Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. mars 2024 07:14 Reykur stígur til himins frá Gasa í gærkvöldi. AP/Ariel Schalit Ísraelsher hefur ráðist inn á al-Shifa sjúkrahúsið í Gasaborg og fregnir borist af byssubardögum inni og umhverfis sjúkrahúsið. Herinn segir um að ræða hnitmiðaða aðgerð en sjúkrahúsið hafi verið notað sem stjórnstöð Hamas. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem er undir stjórn Hamas, segir eld hafa brotist út við innganginn að sjúkrahúsinu og valdið köfnun meðal barna og kvenna. Búið sé að skera á allar samskiptaleiðir og fólk sé fast inni á bráðadeildum. Ráðuneytið segir aðgerðirnar þegar hafa valdið dauða og meiðslum og það sé engin leið til að koma fólki út, þar sem skotið sé á alla sem nálgast. Á sama tíma segir herinn að skotið hafi verið á hermenn frá byggingunni þegar þeir freistuðu þess að ráðast inn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ísraelsher ræðst inn á al-Shifa, sem er stærsta sjúkrahús Gasa. Eftir áramót hefur herinn ítrekað gert árásir á skotmörk þar sem áður var talið að búið væri að uppræta Hamas. Daniel Hagari, talsmaður hersins, segir aðgerðirnar nú ekki krefjast þess að heilbrigðisstarfsmenn og sjúklingar séu fluttir á brott en þeim verði gert það kleift engu að síður. Fjöldi fólks sem hefur neyðst til að flýja heimili sín hefst nú við í nágrenni við sjúkrahúsið en Hagari segir að þegar herinn um kringdi svæðið hafi verið skotið á hermenn frá byggingunni. Þeir hafi skotið til baka og virst hæfa skotmörk sín. Samkvæmt vitnum og lýsingum á samfélagsmiðlum greip um sig mikil hræðsla þegar herinn mætti á staðinn í skjóli myrkurs. Loftárásir eru sagðar hafa verið gerðar á svæðið og skriðdrekar umkringt sjúkrahúsið. Ísraelsmenn hafa sakað Hamas-samtökin um að skýla sér á bakvið almenna borgara og skipuleggja bardagamenn sína frá stjórnstöðvum á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Þessu hafa Hamas-liðar neitað. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði um helgina að Ísraelsmenn væru enn staðráðnir í því að ná markmiðum sínum, að tortíma Hamas, og að enn stæði til að ráðast inn í Rafah í suðurhluta Gasa. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem er undir stjórn Hamas, segir eld hafa brotist út við innganginn að sjúkrahúsinu og valdið köfnun meðal barna og kvenna. Búið sé að skera á allar samskiptaleiðir og fólk sé fast inni á bráðadeildum. Ráðuneytið segir aðgerðirnar þegar hafa valdið dauða og meiðslum og það sé engin leið til að koma fólki út, þar sem skotið sé á alla sem nálgast. Á sama tíma segir herinn að skotið hafi verið á hermenn frá byggingunni þegar þeir freistuðu þess að ráðast inn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ísraelsher ræðst inn á al-Shifa, sem er stærsta sjúkrahús Gasa. Eftir áramót hefur herinn ítrekað gert árásir á skotmörk þar sem áður var talið að búið væri að uppræta Hamas. Daniel Hagari, talsmaður hersins, segir aðgerðirnar nú ekki krefjast þess að heilbrigðisstarfsmenn og sjúklingar séu fluttir á brott en þeim verði gert það kleift engu að síður. Fjöldi fólks sem hefur neyðst til að flýja heimili sín hefst nú við í nágrenni við sjúkrahúsið en Hagari segir að þegar herinn um kringdi svæðið hafi verið skotið á hermenn frá byggingunni. Þeir hafi skotið til baka og virst hæfa skotmörk sín. Samkvæmt vitnum og lýsingum á samfélagsmiðlum greip um sig mikil hræðsla þegar herinn mætti á staðinn í skjóli myrkurs. Loftárásir eru sagðar hafa verið gerðar á svæðið og skriðdrekar umkringt sjúkrahúsið. Ísraelsmenn hafa sakað Hamas-samtökin um að skýla sér á bakvið almenna borgara og skipuleggja bardagamenn sína frá stjórnstöðvum á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Þessu hafa Hamas-liðar neitað. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði um helgina að Ísraelsmenn væru enn staðráðnir í því að ná markmiðum sínum, að tortíma Hamas, og að enn stæði til að ráðast inn í Rafah í suðurhluta Gasa. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira