Hljóp hundrað sinnum fram og til baka á flugvellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2024 08:31 Guðlaug Edda Hannesdóttir er mætt til sunnanverðar Afríku til að keppa á þríþrautarmóti. @eddahannesd Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir lagði af stað í langferð um helgina en hún var á leiðinni til Namibíu í sunnanverðri Afríku. Guðlaug Edda er að keppast við að tryggja sér farseðil á Ólympíuleikana í París og í Namibíu er haldinn Þríþrautarbikar Afríku eða Africa Triathlon Cup. Mótið fer fram í strandborginni Swakopmund 23. mars næstkomandi. Edda hefur gengið í gegnum erfið meiðsli en vonast nú að vera komin á beinu brautina og góður árangur í mótum fram á sumar gæti skilað henni á Ólympíuleikana sem yrði sögulegt fyrir íslenskt þríþrautarfólk. Þegar metnaðurinn er svo mikill má ekki missa neitt úr í undirbúningnum. Hér má sjá hvernig Guðlaug Edda Hannesdóttir hljóp fram og til baka um flugvöllinn í Frankfurt.@eddahannesd Edda ferðast til Namibíu með þjálfara sínum Sigurði Erni Ragnarssyni og hann lét sína konu hlaupa og hlaupa á flugvellinum í Frankfurt. Edda sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum að hún hafi nýtt langan biðtíma á flugvellinum til æfinga. „Ég og Sigurður Örn Ragnarsson erum með langt layover á Frankfurt flugvelli en það látum það ekki stoppa okkur,“ skrifaði Guðlaug Edda. Hún sýndi kort af flugvellinum þar sem mátti sjá að hún hljóp þar um flugvöllinn í klukkutíma. „Hver elskar ekki að hlaupa fram og til baka hundrað sinnum í klukkutíma,“ skrifaði Guðlaug Edda. Hún náði að hlaupa 11,7 kílómetra á einum klukkutíma og fimm mínútum ef marka má myndina hennar af hlaupum sínum um flugvöllinn. Edda hafði örugglega fullt af áhorfendum. Alþjóðaflugvöllurinn í Frankfurt er stærsti flugvöllur Þýskalands þegar farið er eftir fjölda farþega sem fara um flugvöllinn en hann er sjá sjötti annasamasti í allir Evrópu á eftir Istanbul Airport, London–Heathrow, Paris–Charles de Gaulle, Amsterdam Airport Schiphol og Adolfo Suárez Madrid–Barajas Airport. Eftir hlaupið tók síðan við flugferð suður til Windhoek–Hosea Kutako í Namibíu með Discover Airlines. Þríþraut Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sjá meira
Guðlaug Edda er að keppast við að tryggja sér farseðil á Ólympíuleikana í París og í Namibíu er haldinn Þríþrautarbikar Afríku eða Africa Triathlon Cup. Mótið fer fram í strandborginni Swakopmund 23. mars næstkomandi. Edda hefur gengið í gegnum erfið meiðsli en vonast nú að vera komin á beinu brautina og góður árangur í mótum fram á sumar gæti skilað henni á Ólympíuleikana sem yrði sögulegt fyrir íslenskt þríþrautarfólk. Þegar metnaðurinn er svo mikill má ekki missa neitt úr í undirbúningnum. Hér má sjá hvernig Guðlaug Edda Hannesdóttir hljóp fram og til baka um flugvöllinn í Frankfurt.@eddahannesd Edda ferðast til Namibíu með þjálfara sínum Sigurði Erni Ragnarssyni og hann lét sína konu hlaupa og hlaupa á flugvellinum í Frankfurt. Edda sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum að hún hafi nýtt langan biðtíma á flugvellinum til æfinga. „Ég og Sigurður Örn Ragnarsson erum með langt layover á Frankfurt flugvelli en það látum það ekki stoppa okkur,“ skrifaði Guðlaug Edda. Hún sýndi kort af flugvellinum þar sem mátti sjá að hún hljóp þar um flugvöllinn í klukkutíma. „Hver elskar ekki að hlaupa fram og til baka hundrað sinnum í klukkutíma,“ skrifaði Guðlaug Edda. Hún náði að hlaupa 11,7 kílómetra á einum klukkutíma og fimm mínútum ef marka má myndina hennar af hlaupum sínum um flugvöllinn. Edda hafði örugglega fullt af áhorfendum. Alþjóðaflugvöllurinn í Frankfurt er stærsti flugvöllur Þýskalands þegar farið er eftir fjölda farþega sem fara um flugvöllinn en hann er sjá sjötti annasamasti í allir Evrópu á eftir Istanbul Airport, London–Heathrow, Paris–Charles de Gaulle, Amsterdam Airport Schiphol og Adolfo Suárez Madrid–Barajas Airport. Eftir hlaupið tók síðan við flugferð suður til Windhoek–Hosea Kutako í Namibíu með Discover Airlines.
Þríþraut Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sjá meira