Karólína Lea var á sínum stað í byrjunarliði Leverkusen og lagði upp fyrra mark liðsins um miðbik fyrri hálfleiks. Lilla Turányi með markið. Var þetta sjötta stoðsending íslensku landsliðskonunnar á tímabilinu.
Heimaliðið gerði svo út um leikinn þegar Kristin Kögel skoraði eftir sendingu Nikola Karczewska. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur leiksins.
D E R B Y S I E G für unsere #Bayer04Frauen #B04KOE 2:0 | #Bayer04 | #DieLiga pic.twitter.com/zAXojUF8ET
— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) March 18, 2024
Leverkusen er í 5. sæti deildarinnar með 24 stig að loknum 16 leikjum.