Segist nota ketamín gegn þunglyndi Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2024 13:28 Don Lemon og Elon Musk. AP Elon Musk, einhver auðugasti maður heims, segist nota ketamín gegn „neikvæðu efnaástandi“ eða þunglyndi og að hann sé „nánast alltaf“ edrú þegar hann birtir færslur á X seint á kvöldin og næturnar. Musk segist ekki nota of mikið ketamín og telur að hluthafar í fyrirtækjum hans hagnist á notkuninni. Þetta er meðal þess sem Musk sagði í viðtali við Don Lemon sem birt var á netinu í gær. Því hefur verið haldið fram í fjölmiðlum vestanhafs að samstarfsfólk Musks, stjórnendur og stjórnarmeðlimir fyrirtækja hans eins og SpaceX og Tesla, hafi áhyggjur af notkun hans á ketamíni. Sjá einnig: Samstarfsfólk Musk sagt hafa áhyggjur af fíkniefnaneyslu hans Lemon er sjónvarpsmaður sem var rekinn frá CNN í fyrra en hann birti í gær viðtal sem hann tók nýverið við Musk fyrir þáttaröð sem Lemon ætlaði að sýna á X, samfélagsmiðlinum sem Musk keypti, þegar hann kallaðist Twitter. Lemon tók sitt fyrsta viðtal fyrir þættina við Musk en í kjölfarið rifti auðjöfurinn samningnum við Lemon og hætti við sýningu þáttanna. Lemon birti svo viðtalið í heild á X í gær en þar sést að hann og Musk rifust á köfum í rúmlega klukkutímalöngu viðtali. Viðtalið má sjá í færslunni hér að neðan. The Don Lemon Show episode 1: Elon MuskTIMESTAMPS:(02:23) News on X(10:07) Donald Trump and Endorsing a Candidate(13:04) The New Tesla Roadster(16:46) Relaxation and Video Games(17:54) Tweeting and Drug Use(23:19) The Great Replacement Theory(30:03) Content Moderation pic.twitter.com/bLRae4DhyO— Don Lemon (@donlemon) March 18, 2024 Eftir að viðtalið var birt hefur Musk verið gagnrýndur fyrir að gefa samsæriskenningum byr undir báða vængi í viðtalinu. Má þar nefna samsæriskenningu um að Demókratar og gyðingar í Bandaríkjunum séu að skipta út hvítu fólki í stað innflytjenda. Þessi kenning á meðal annars rætur í hreyfingu hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum. Nýnasistar sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum árið 2017 gengu til að mynda um götur borgarinnar og kölluðu: „Gyðingar munu ekki velta okkur úr sessi“ ítrekað. Sjá einnig: Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Nú í morgun birti Musk tveggja mínútna myndband á X, þar sem því er haldið fram að Demókratar séu að flytja innflytjendur til Bandaríkjanna í pólitískum tilgangi og til tryggja sér völd. Þá er einnig ýjað að því að innflytjendur séu upp til hópa glæpamenn. Þetta myndband festi Musk efst á síðu sinni. Þegar Lemon benti Musk á að óskráðir innflytjendur geti ekki tekið þátt í kosningum og því gæti stjórnmálaflokkur ekki hagnast á því að flytja þá til landsins, sagði Musk að þeir gætu breytt þingmannafjölda í kjördæmum þegar manntal fer fram í Bandaríkjunum á tíu ára fresti og þannig hagnast ríkjum þar sem margir innflytjendur búa. Þegar Lemon spurði Musk út í þessar kenningar og að hann virtist ýta undir þær, brást Musk reiður við. „Ég þarf ekki að svara þessum spurningum. ÉG þarf ekki að svara spurningum frá blaðamönnum. Don, eina ástæðan fyrir því að ég er að gera þetta viðtal er að þú ert á X og þú baðst um það. Annars hefði ég ekki gert það.“ Líkti X við tölvuleiki Eftir að Musk keypti Twitter sagði hann upp þúsundum starfsmanna samfélagsmiðilsins og dró verulega úr ritstjórn og eftirliti. Í viðtalinu líkti hann slíkum aðgerðum gegn áreiti og hatursorðræðu við ritskoðun. Forsvarsmenn fjölmargra fyrirtækja vestanhafs hafa dregið úr eða hætt auglýsingum á X eftir að auglýsingar sáust við færslur sem innihéldu hatursorðræðu lofyrði um nasisma og gyðingahatur fjölgaði þeim enn frekar. Disney var eitt þeirra fyrirtækja en á ráðstefnu undir lok síðasta árs sagði Musk Bob Iger, forstjóra Disney, að „fara í rassagt“ og sendi hann öðrum forsvarsmönnum fyrirtækja sem höfðu hætt auglýsingum á X svipuð skilaboð. „Ekki auglýsa,“ sagði hann. „Ef einhver ætlar að reyna að kúga mig, kúga mig með peningum. Farið í rassgat,“ sagði Musk. „Farið. Í. Rassgat! Er það skýrt? Ég vona það. Hæ Bob,“ sagði Musk. Sjá einnig: Sagði forstjóra Disney að fara í rassgat Musk sagði Lemon að hann sæi X fyrir sér sem tölvuleik þar sem spilarar berjast við aðra spilara. Hann sagðist spila slíka tölvuleiki til að slaka á og tók að hluta til undir það þegar Lemon stakk upp á að hann reyndi að efna til rifrilda á X í sama tilgangi. Hann sagðist einnig nota X til að deila bröndurum, fróðleik og stundum mjög mikilvægum upplýsingum. Kallaði Lemon heimskan fávita Eins og fram kemur í frétt CNN um viðtalið við Lemon, hafði Musk farið mikinn á X undanfarna þrjá sólarhringa áður en viðtalið var birt. Þar hafði hann kvartað yfir „Woke-heilavírus“ sem hefði það markmið að gera út af við Bandaríkin. Kallað fjölmiða eða „Fake News“ „óvini fólksins“ og klappstýrur Joe Biden. Sakað fjölmiðla um að ljúga um ummæli Donald Trump um blóðbað, líkt NPR við Pravda, sakað Google um vinstri slagsíðu í leitarvél fyrirtækisins og sagt að ef Repúblikanar vinni ekki stórsigra í kosningunum í nóvember séu Bandaríkin dauðadæmd, svo eitthvað sé nefnt. Eftir að Lemon birti viðtalið hefur Musk verið reiður í garð sjónvarpsmannsins og kallað hann „heimskan fávita“ og „vondan mann“. Musk hefur látið verkfræðinga X breyta algóriþmum samfélagsmiðilsins svo fleiri sjái færslur hans á miðlinum. Bandaríkin X (Twitter) Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Sjá meira
Þetta er meðal þess sem Musk sagði í viðtali við Don Lemon sem birt var á netinu í gær. Því hefur verið haldið fram í fjölmiðlum vestanhafs að samstarfsfólk Musks, stjórnendur og stjórnarmeðlimir fyrirtækja hans eins og SpaceX og Tesla, hafi áhyggjur af notkun hans á ketamíni. Sjá einnig: Samstarfsfólk Musk sagt hafa áhyggjur af fíkniefnaneyslu hans Lemon er sjónvarpsmaður sem var rekinn frá CNN í fyrra en hann birti í gær viðtal sem hann tók nýverið við Musk fyrir þáttaröð sem Lemon ætlaði að sýna á X, samfélagsmiðlinum sem Musk keypti, þegar hann kallaðist Twitter. Lemon tók sitt fyrsta viðtal fyrir þættina við Musk en í kjölfarið rifti auðjöfurinn samningnum við Lemon og hætti við sýningu þáttanna. Lemon birti svo viðtalið í heild á X í gær en þar sést að hann og Musk rifust á köfum í rúmlega klukkutímalöngu viðtali. Viðtalið má sjá í færslunni hér að neðan. The Don Lemon Show episode 1: Elon MuskTIMESTAMPS:(02:23) News on X(10:07) Donald Trump and Endorsing a Candidate(13:04) The New Tesla Roadster(16:46) Relaxation and Video Games(17:54) Tweeting and Drug Use(23:19) The Great Replacement Theory(30:03) Content Moderation pic.twitter.com/bLRae4DhyO— Don Lemon (@donlemon) March 18, 2024 Eftir að viðtalið var birt hefur Musk verið gagnrýndur fyrir að gefa samsæriskenningum byr undir báða vængi í viðtalinu. Má þar nefna samsæriskenningu um að Demókratar og gyðingar í Bandaríkjunum séu að skipta út hvítu fólki í stað innflytjenda. Þessi kenning á meðal annars rætur í hreyfingu hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum. Nýnasistar sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum árið 2017 gengu til að mynda um götur borgarinnar og kölluðu: „Gyðingar munu ekki velta okkur úr sessi“ ítrekað. Sjá einnig: Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Nú í morgun birti Musk tveggja mínútna myndband á X, þar sem því er haldið fram að Demókratar séu að flytja innflytjendur til Bandaríkjanna í pólitískum tilgangi og til tryggja sér völd. Þá er einnig ýjað að því að innflytjendur séu upp til hópa glæpamenn. Þetta myndband festi Musk efst á síðu sinni. Þegar Lemon benti Musk á að óskráðir innflytjendur geti ekki tekið þátt í kosningum og því gæti stjórnmálaflokkur ekki hagnast á því að flytja þá til landsins, sagði Musk að þeir gætu breytt þingmannafjölda í kjördæmum þegar manntal fer fram í Bandaríkjunum á tíu ára fresti og þannig hagnast ríkjum þar sem margir innflytjendur búa. Þegar Lemon spurði Musk út í þessar kenningar og að hann virtist ýta undir þær, brást Musk reiður við. „Ég þarf ekki að svara þessum spurningum. ÉG þarf ekki að svara spurningum frá blaðamönnum. Don, eina ástæðan fyrir því að ég er að gera þetta viðtal er að þú ert á X og þú baðst um það. Annars hefði ég ekki gert það.“ Líkti X við tölvuleiki Eftir að Musk keypti Twitter sagði hann upp þúsundum starfsmanna samfélagsmiðilsins og dró verulega úr ritstjórn og eftirliti. Í viðtalinu líkti hann slíkum aðgerðum gegn áreiti og hatursorðræðu við ritskoðun. Forsvarsmenn fjölmargra fyrirtækja vestanhafs hafa dregið úr eða hætt auglýsingum á X eftir að auglýsingar sáust við færslur sem innihéldu hatursorðræðu lofyrði um nasisma og gyðingahatur fjölgaði þeim enn frekar. Disney var eitt þeirra fyrirtækja en á ráðstefnu undir lok síðasta árs sagði Musk Bob Iger, forstjóra Disney, að „fara í rassagt“ og sendi hann öðrum forsvarsmönnum fyrirtækja sem höfðu hætt auglýsingum á X svipuð skilaboð. „Ekki auglýsa,“ sagði hann. „Ef einhver ætlar að reyna að kúga mig, kúga mig með peningum. Farið í rassgat,“ sagði Musk. „Farið. Í. Rassgat! Er það skýrt? Ég vona það. Hæ Bob,“ sagði Musk. Sjá einnig: Sagði forstjóra Disney að fara í rassgat Musk sagði Lemon að hann sæi X fyrir sér sem tölvuleik þar sem spilarar berjast við aðra spilara. Hann sagðist spila slíka tölvuleiki til að slaka á og tók að hluta til undir það þegar Lemon stakk upp á að hann reyndi að efna til rifrilda á X í sama tilgangi. Hann sagðist einnig nota X til að deila bröndurum, fróðleik og stundum mjög mikilvægum upplýsingum. Kallaði Lemon heimskan fávita Eins og fram kemur í frétt CNN um viðtalið við Lemon, hafði Musk farið mikinn á X undanfarna þrjá sólarhringa áður en viðtalið var birt. Þar hafði hann kvartað yfir „Woke-heilavírus“ sem hefði það markmið að gera út af við Bandaríkin. Kallað fjölmiða eða „Fake News“ „óvini fólksins“ og klappstýrur Joe Biden. Sakað fjölmiðla um að ljúga um ummæli Donald Trump um blóðbað, líkt NPR við Pravda, sakað Google um vinstri slagsíðu í leitarvél fyrirtækisins og sagt að ef Repúblikanar vinni ekki stórsigra í kosningunum í nóvember séu Bandaríkin dauðadæmd, svo eitthvað sé nefnt. Eftir að Lemon birti viðtalið hefur Musk verið reiður í garð sjónvarpsmannsins og kallað hann „heimskan fávita“ og „vondan mann“. Musk hefur látið verkfræðinga X breyta algóriþmum samfélagsmiðilsins svo fleiri sjái færslur hans á miðlinum.
Bandaríkin X (Twitter) Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent