Man ekki eftir viðlíka ummælum og vill afsökunarbeiðni frá KSÍ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. mars 2024 13:38 Eva B. Helgadóttir gagnrýnir ummæli landsliðsþjálfarans Åge Hareide harðlega. Vísir/Samsett Eva B. Helgadóttir, lögmaður konunnar sem kærði fótboltamanninn Albert Guðmundsson fyrir meint kynferðisbrot, sendi út yfirlýsingu fyrir hönd skjólstæðings síns í dag þar sem kallað er eftir afsökunarbeiðni frá Knattspyrnusambandi Íslands. Niðurfelling á máli Alberts var kærð í dag. Albert var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar og hefur síðan þá ekki verið gjaldgengur í íslenska landsliðið, í samræmi við reglur KSÍ. Hann var valinn í landsliðshóp Åge Hareide á föstudaginn síðasta þar sem reglurnar áttu ekki lengur við vegna niðurfellingarinnar. Héraðssaksóknari lét málið niður falla í febrúar síðastliðnum, þar sem ekki þótti líklegt að það leiddi til sakfellingar. Sú ákvörðun var kærð í dag en Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, greinir frá því að Albert verði þrátt fyrir það áfram í landsliðshópnum í samræmi við ákvörðun stjórnar sambandsins. Stjórn hafi ákveðið á dögunum að í þessari stöðu fái leikmaður að klára verkefnið, en Albert er kominn til móts við hópinn í Búdapest og tveir dagar í leik. Krefst afsökunarbeiðni Eva B. Helgadóttir, lögmaður konunnar sem kærði Albert í fyrra og hefur nú kært niðurfellingu héraðssaksóknara til ríkissaksóknara, hefur sent út yfirlýsingu fyrir hennar hönd. Þar gagnrýnir hún harðlega að Hareide hafi á blaðamannafundinum síðasta föstudag sagt það mikil vonbrigði ef niðurfelling héraðssaksóknara yrði kærð. „Á löngum ferli sem lögmaður man ég ekki eftir viðlíka ummælum og þeim sem landsliðsþjálfari karlalandsliðsins lét falla á dögunum um þetta viðkvæma mál. Lýsti hann því sem „vonbrigðum fyrir Ísland” ef umbjóðandi minn myndi kæra niðurfellinguna,“ segir í yfirlýsingunni „Með þessum ummælum virðist landsliðsþjálfarinn egna þjóðinni gegn umbjóðanda mínum. Brotaþola, sem hefur eingöngu leitast við að ná fram réttlæti vegna misbeitingu sem hún varð fyrir,“ „Ég tel þessi ummæli landsliðsþjálfarans ekki aðeins ósmekkleg heldur einnig siðferðilega ámælisverð,“ segir þar enn fremur og afsökunarbeiðni krafist af hendi Knattspyrnusambandsins. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni að neðan. Yfirlýsing vegna kæru á niðurfellingu í máli Alberts Guðmundssonar Ég get staðfest að umbjóðandi minn hefur kært niðurfellingu héraðssaksóknara til ríkissaksóknara og telur mikilvægt að ákvörðunin sæti endurskoðun. Með því vill hún leita réttlætis vegna þeirrar misbeitingar sem hún varð fyrir. Það er áréttað að það er aldrei auðveld ákvörðun að stíga það skref að kæra mann fyrir kynferðisbrot og enn síður þegar maðurinn er tengdur fjölskyldunni áralöngum vinaböndum. Á löngum ferli sem lögmaður man ég ekki eftir viðlíka ummælum og þeim sem landsliðsþjálfari karlalandsliðsins lét falla á dögunum um þetta viðkvæma mál. Lýsti hann því sem “vonbrigðum fyrir Ísland” ef umbjóðandi minn myndi kæra niðurfellinguna. Með þessum ummælum virðist landsliðsþjálfarinn egna þjóðinni gegn umbjóðanda mínum. Brotaþola, sem hefur eingöngu leitast við að ná fram réttlæti vegna misbeitingu sem hún varð fyrir. Ég tel þessi ummæli landsliðsþjálfarans ekki aðeins ósmekkleg heldur einnig siðferðilega ámælisverð. Um er að ræða lögformlegt ferli með lögboðna og fremur stutta fresti. Þeir liggja fyrir og eru öllum ljósir. Umbjóðanda minn varðar að öðru leyti ekki nokkurn hlut um landsliðið og það er ólíðandi að ábyrgðin sé sett á hennar herðar af þjálfara og forystu KSÍ líkt og raun ber vitni. Undanfarnir mánuðir hafa verið umbjóðanda mínum þungbærir. Það er ekki aðeins ósmekklegt að hún eigi líka að bera ábyrgð á því hvernig landsliðinu í fótbolta reiðir af, heldur óboðlegt. Sýnir þetta við hvaða ofurefli er að etja ef landsliðsþjálfarar ætla með þessum hætti að leggjast gegn því að brotaþolar leiti réttar síns. Það að setja mál sem þessi í lögformlegt ferli eru nógu þung skref að stíga þótt brotaþolum sé ekki gert enn erfiðara um vik með skeytasendingum af þessu tagi frá forkólfum íslensku knattspyrnuhreyfingarinnar. Ég tel að Knattspyrnusambandið skuldi umbjóðanda mínum opinbera afsökunarbeiðni á ummælunum. Yfirlýsinguna sendi Eva Bryndís Helgadóttir, lögmaður. KSÍ Landslið karla í fótbolta Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Sjá meira
Albert var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar og hefur síðan þá ekki verið gjaldgengur í íslenska landsliðið, í samræmi við reglur KSÍ. Hann var valinn í landsliðshóp Åge Hareide á föstudaginn síðasta þar sem reglurnar áttu ekki lengur við vegna niðurfellingarinnar. Héraðssaksóknari lét málið niður falla í febrúar síðastliðnum, þar sem ekki þótti líklegt að það leiddi til sakfellingar. Sú ákvörðun var kærð í dag en Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, greinir frá því að Albert verði þrátt fyrir það áfram í landsliðshópnum í samræmi við ákvörðun stjórnar sambandsins. Stjórn hafi ákveðið á dögunum að í þessari stöðu fái leikmaður að klára verkefnið, en Albert er kominn til móts við hópinn í Búdapest og tveir dagar í leik. Krefst afsökunarbeiðni Eva B. Helgadóttir, lögmaður konunnar sem kærði Albert í fyrra og hefur nú kært niðurfellingu héraðssaksóknara til ríkissaksóknara, hefur sent út yfirlýsingu fyrir hennar hönd. Þar gagnrýnir hún harðlega að Hareide hafi á blaðamannafundinum síðasta föstudag sagt það mikil vonbrigði ef niðurfelling héraðssaksóknara yrði kærð. „Á löngum ferli sem lögmaður man ég ekki eftir viðlíka ummælum og þeim sem landsliðsþjálfari karlalandsliðsins lét falla á dögunum um þetta viðkvæma mál. Lýsti hann því sem „vonbrigðum fyrir Ísland” ef umbjóðandi minn myndi kæra niðurfellinguna,“ segir í yfirlýsingunni „Með þessum ummælum virðist landsliðsþjálfarinn egna þjóðinni gegn umbjóðanda mínum. Brotaþola, sem hefur eingöngu leitast við að ná fram réttlæti vegna misbeitingu sem hún varð fyrir,“ „Ég tel þessi ummæli landsliðsþjálfarans ekki aðeins ósmekkleg heldur einnig siðferðilega ámælisverð,“ segir þar enn fremur og afsökunarbeiðni krafist af hendi Knattspyrnusambandsins. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni að neðan. Yfirlýsing vegna kæru á niðurfellingu í máli Alberts Guðmundssonar Ég get staðfest að umbjóðandi minn hefur kært niðurfellingu héraðssaksóknara til ríkissaksóknara og telur mikilvægt að ákvörðunin sæti endurskoðun. Með því vill hún leita réttlætis vegna þeirrar misbeitingar sem hún varð fyrir. Það er áréttað að það er aldrei auðveld ákvörðun að stíga það skref að kæra mann fyrir kynferðisbrot og enn síður þegar maðurinn er tengdur fjölskyldunni áralöngum vinaböndum. Á löngum ferli sem lögmaður man ég ekki eftir viðlíka ummælum og þeim sem landsliðsþjálfari karlalandsliðsins lét falla á dögunum um þetta viðkvæma mál. Lýsti hann því sem “vonbrigðum fyrir Ísland” ef umbjóðandi minn myndi kæra niðurfellinguna. Með þessum ummælum virðist landsliðsþjálfarinn egna þjóðinni gegn umbjóðanda mínum. Brotaþola, sem hefur eingöngu leitast við að ná fram réttlæti vegna misbeitingu sem hún varð fyrir. Ég tel þessi ummæli landsliðsþjálfarans ekki aðeins ósmekkleg heldur einnig siðferðilega ámælisverð. Um er að ræða lögformlegt ferli með lögboðna og fremur stutta fresti. Þeir liggja fyrir og eru öllum ljósir. Umbjóðanda minn varðar að öðru leyti ekki nokkurn hlut um landsliðið og það er ólíðandi að ábyrgðin sé sett á hennar herðar af þjálfara og forystu KSÍ líkt og raun ber vitni. Undanfarnir mánuðir hafa verið umbjóðanda mínum þungbærir. Það er ekki aðeins ósmekklegt að hún eigi líka að bera ábyrgð á því hvernig landsliðinu í fótbolta reiðir af, heldur óboðlegt. Sýnir þetta við hvaða ofurefli er að etja ef landsliðsþjálfarar ætla með þessum hætti að leggjast gegn því að brotaþolar leiti réttar síns. Það að setja mál sem þessi í lögformlegt ferli eru nógu þung skref að stíga þótt brotaþolum sé ekki gert enn erfiðara um vik með skeytasendingum af þessu tagi frá forkólfum íslensku knattspyrnuhreyfingarinnar. Ég tel að Knattspyrnusambandið skuldi umbjóðanda mínum opinbera afsökunarbeiðni á ummælunum. Yfirlýsinguna sendi Eva Bryndís Helgadóttir, lögmaður.
Yfirlýsing vegna kæru á niðurfellingu í máli Alberts Guðmundssonar Ég get staðfest að umbjóðandi minn hefur kært niðurfellingu héraðssaksóknara til ríkissaksóknara og telur mikilvægt að ákvörðunin sæti endurskoðun. Með því vill hún leita réttlætis vegna þeirrar misbeitingar sem hún varð fyrir. Það er áréttað að það er aldrei auðveld ákvörðun að stíga það skref að kæra mann fyrir kynferðisbrot og enn síður þegar maðurinn er tengdur fjölskyldunni áralöngum vinaböndum. Á löngum ferli sem lögmaður man ég ekki eftir viðlíka ummælum og þeim sem landsliðsþjálfari karlalandsliðsins lét falla á dögunum um þetta viðkvæma mál. Lýsti hann því sem “vonbrigðum fyrir Ísland” ef umbjóðandi minn myndi kæra niðurfellinguna. Með þessum ummælum virðist landsliðsþjálfarinn egna þjóðinni gegn umbjóðanda mínum. Brotaþola, sem hefur eingöngu leitast við að ná fram réttlæti vegna misbeitingu sem hún varð fyrir. Ég tel þessi ummæli landsliðsþjálfarans ekki aðeins ósmekkleg heldur einnig siðferðilega ámælisverð. Um er að ræða lögformlegt ferli með lögboðna og fremur stutta fresti. Þeir liggja fyrir og eru öllum ljósir. Umbjóðanda minn varðar að öðru leyti ekki nokkurn hlut um landsliðið og það er ólíðandi að ábyrgðin sé sett á hennar herðar af þjálfara og forystu KSÍ líkt og raun ber vitni. Undanfarnir mánuðir hafa verið umbjóðanda mínum þungbærir. Það er ekki aðeins ósmekklegt að hún eigi líka að bera ábyrgð á því hvernig landsliðinu í fótbolta reiðir af, heldur óboðlegt. Sýnir þetta við hvaða ofurefli er að etja ef landsliðsþjálfarar ætla með þessum hætti að leggjast gegn því að brotaþolar leiti réttar síns. Það að setja mál sem þessi í lögformlegt ferli eru nógu þung skref að stíga þótt brotaþolum sé ekki gert enn erfiðara um vik með skeytasendingum af þessu tagi frá forkólfum íslensku knattspyrnuhreyfingarinnar. Ég tel að Knattspyrnusambandið skuldi umbjóðanda mínum opinbera afsökunarbeiðni á ummælunum. Yfirlýsinguna sendi Eva Bryndís Helgadóttir, lögmaður.
KSÍ Landslið karla í fótbolta Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Sjá meira