Ekki með Ítalíu eftir meinta kynþáttafordóma Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2024 17:45 Francesco Acerbi (til vinstri) verður ekki með ítalska landsliðinu í komandi leikjum. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Francesco Acerbi, miðvörður toppliðs Inter Milan, hefur dregið sig úr landsliðshópi Ítalíu fyrir komandi verkefni eftir ásakanir um kynþáttafordóma í leik Inter og Napolí á dögunum. Hinn 36 ára gamli Acerbi hefur leikið 34 A-landsleiki á ferli sínum sem spannar nærri tvo áratugi. Hann upphaflega valinn í hópinn sem leikur vináttulandsleiki við Venesúela og Ekvador í Bandaríkjunum en Gianluca Mancini hefur nú tekið sæti hans. Í leiknum gegn Napoli fór Juan Jesus, upp að dómara leiksins sem kallar Acerbi í kjölfarið til sín. Í gær, mánudag, birti Jesus svo færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hann segir Acerbi hafa notað orðið „svartur“ á niðrandi hátt. Hinn 36 ára gamli Acerbi neitar sök og var ekki refsað á meðan leik stóð. Inter Milan defender Francesco Acerbi is facing an investigation over an alleged racist remark he made towards Napoli s Juan Jesus during Sunday s 1-1 draw at San Siro.https://t.co/7GppM1eRH5— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 19, 2024 Í yfirlýsingu frá FIGC, ítalska knattspyrnusambandinu, segir að Acerbi hafi útskýrt sína hlið fyrir landsliðsþjálfaranum Luciano Spalletti og samherjum sínum. Þar hélt hann því statt og stöðugt fram að engin niðrandi orð hefur verið látin falla og hann hafi á engan hátt gerst sekur um kynþáttaníð. Það var þó ákveðið að hann myndi stíga til hliðar að þessu sinni og ekki vera hluti af hópnum að þessu sinni. Jesus hefur aðra sögu að segja og segir að Acerbi hafi beðið sig afsökunar eftir að hann kvartaði til dómara leiksins. Ku Acerbi hafa sagt „farðu í burtu, þú ert bara svartur.“ View this post on Instagram A post shared by Juan Jesus (@juan05jesus) „Í dag breytti hann staðreyndum málsins og segist ekki hafa sagt neitt sem túlka má sem kynþáttaníð. Ég hef engu við það að bæta,“ sagði Jesus einnig á Instagram-síðu sinni. Rannsókn á málinu stendur nú yfir. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Hinn 36 ára gamli Acerbi hefur leikið 34 A-landsleiki á ferli sínum sem spannar nærri tvo áratugi. Hann upphaflega valinn í hópinn sem leikur vináttulandsleiki við Venesúela og Ekvador í Bandaríkjunum en Gianluca Mancini hefur nú tekið sæti hans. Í leiknum gegn Napoli fór Juan Jesus, upp að dómara leiksins sem kallar Acerbi í kjölfarið til sín. Í gær, mánudag, birti Jesus svo færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hann segir Acerbi hafa notað orðið „svartur“ á niðrandi hátt. Hinn 36 ára gamli Acerbi neitar sök og var ekki refsað á meðan leik stóð. Inter Milan defender Francesco Acerbi is facing an investigation over an alleged racist remark he made towards Napoli s Juan Jesus during Sunday s 1-1 draw at San Siro.https://t.co/7GppM1eRH5— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 19, 2024 Í yfirlýsingu frá FIGC, ítalska knattspyrnusambandinu, segir að Acerbi hafi útskýrt sína hlið fyrir landsliðsþjálfaranum Luciano Spalletti og samherjum sínum. Þar hélt hann því statt og stöðugt fram að engin niðrandi orð hefur verið látin falla og hann hafi á engan hátt gerst sekur um kynþáttaníð. Það var þó ákveðið að hann myndi stíga til hliðar að þessu sinni og ekki vera hluti af hópnum að þessu sinni. Jesus hefur aðra sögu að segja og segir að Acerbi hafi beðið sig afsökunar eftir að hann kvartaði til dómara leiksins. Ku Acerbi hafa sagt „farðu í burtu, þú ert bara svartur.“ View this post on Instagram A post shared by Juan Jesus (@juan05jesus) „Í dag breytti hann staðreyndum málsins og segist ekki hafa sagt neitt sem túlka má sem kynþáttaníð. Ég hef engu við það að bæta,“ sagði Jesus einnig á Instagram-síðu sinni. Rannsókn á málinu stendur nú yfir.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira