Sú besta vill enga svindlara: „Bara ein manneskja neikvæð gagnvart mér“ Sindri Sverrisson skrifar 20. mars 2024 07:30 Simona Halep sat fyrri svörum á blaðamannafundi eftir að hafa snúið aftur til keppni, á Miami Open. Getty/Robert Prange Rúmenska tenniskonan Simona Halep fékk afar góðar viðtökur frá öllum nema einni, þegar hún sneri aftur til keppni á Miami Open í gær eftir bann vegna lyfjamisnotkunar. Áhorfendur klöppuðu vel fyrir Halep og kyrjuðu nafn hennar en hún komst inn á mótið á boðsmiða (e. wild card) eftir að banni hennar lauk. Hún varð hins vegar að sætta sig við tap fyrir hinni spænsku Paulu Badosa eftir sigur í fyrstu lotu; 1-6, 6-4 og 6-3. Caroline Wozniacki, efsta kona heimslistans, er hins vegar alls ekki hrifin af því að Halep hafi strax verið hleypt inn á mót eftir bannið. Eigi ekki að fá frían boðsmiða eftir svindl „Ég hef verið óhrædd við að tala um það í gegnum tíðina hvað mér finnst um ólöglega lyfjanotkun og allt það. Ég hef alltaf viljað að íþróttin sé hrein, og sanngjörn fyrir alla. Það er enn mín sannfæring,“ sagði Wozniacki og bætti við: „Þetta snýst ekki beint um Simonu, en ef einhver svindlar vísvitandi, ef einhver hefur fallið á lyfjaprófi, þá er það mín sannfæring að það fólk eigi ekki að fá frían boðsmiða á mót eftir það. Ef þú vilt snúa aftur, og gerðir mistök, þá skil ég það en þú þarft þá að vinna þig upp frá botninum.“ Caroline Wozniacki disagrees with wild cards for players coming back from doping suspensions. "If you want to come back, and it's been a mistake, I understand, you should work your way up from the bottom."Halep reacted to that. "Yeah, but why? I didn't do anything wrong. I pic.twitter.com/FTgdY2fkbT— José Morgado (@josemorgado) March 20, 2024 Fjögurra ára bann stytt í níu mánuði Halep, sem unnið hefur tvö risamót á ferlinum, fékk boðsmiða á Miami Open eftir að fjögurra ára bann hennar var stytt niður í níu mánuði af Alþjóða íþróttadómstólnum (CAS). Halep var sett í bann í október 2022 eftir að roxadustat fannst í blóði hennar, í lyfjaprófi eftir U.S. Open, en það er ólöglegt lyf sem örvar framleiðslu rauðra blóðkorna. „Ég er ekki svindlari“ Halep neitar sök og tók til varna eftir ummæli Wozniacki: „Ég gerði ekkert rangt. Ég svindlaði ekki. Ég dópaði ekki. Það væri betra ef við skoðuðum niðurstöðu CAS um að þetta voru menguð fæðubótarefni. Ég hef aldrei neytt ólöglegra lyfja, svo ég er ekki svindlari,“ sagði Halep. „Ég þakka mótshöldurum fyrir að hafa boðið mér á mótið og veitt mér tækifæri til að spila á svona stóru móti. Það var frábært að snúa aftur,“ sagði Halep og beindi svo spjótum sínum að Wozniacki: „Það er bara ein manneskja neikvæð gagnvart mér og það er ekki mikilvægt því hundruð manns hafa veitt mér ást og það er það sem ég tek úr þessu.“ Tennis Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Áhorfendur klöppuðu vel fyrir Halep og kyrjuðu nafn hennar en hún komst inn á mótið á boðsmiða (e. wild card) eftir að banni hennar lauk. Hún varð hins vegar að sætta sig við tap fyrir hinni spænsku Paulu Badosa eftir sigur í fyrstu lotu; 1-6, 6-4 og 6-3. Caroline Wozniacki, efsta kona heimslistans, er hins vegar alls ekki hrifin af því að Halep hafi strax verið hleypt inn á mót eftir bannið. Eigi ekki að fá frían boðsmiða eftir svindl „Ég hef verið óhrædd við að tala um það í gegnum tíðina hvað mér finnst um ólöglega lyfjanotkun og allt það. Ég hef alltaf viljað að íþróttin sé hrein, og sanngjörn fyrir alla. Það er enn mín sannfæring,“ sagði Wozniacki og bætti við: „Þetta snýst ekki beint um Simonu, en ef einhver svindlar vísvitandi, ef einhver hefur fallið á lyfjaprófi, þá er það mín sannfæring að það fólk eigi ekki að fá frían boðsmiða á mót eftir það. Ef þú vilt snúa aftur, og gerðir mistök, þá skil ég það en þú þarft þá að vinna þig upp frá botninum.“ Caroline Wozniacki disagrees with wild cards for players coming back from doping suspensions. "If you want to come back, and it's been a mistake, I understand, you should work your way up from the bottom."Halep reacted to that. "Yeah, but why? I didn't do anything wrong. I pic.twitter.com/FTgdY2fkbT— José Morgado (@josemorgado) March 20, 2024 Fjögurra ára bann stytt í níu mánuði Halep, sem unnið hefur tvö risamót á ferlinum, fékk boðsmiða á Miami Open eftir að fjögurra ára bann hennar var stytt niður í níu mánuði af Alþjóða íþróttadómstólnum (CAS). Halep var sett í bann í október 2022 eftir að roxadustat fannst í blóði hennar, í lyfjaprófi eftir U.S. Open, en það er ólöglegt lyf sem örvar framleiðslu rauðra blóðkorna. „Ég er ekki svindlari“ Halep neitar sök og tók til varna eftir ummæli Wozniacki: „Ég gerði ekkert rangt. Ég svindlaði ekki. Ég dópaði ekki. Það væri betra ef við skoðuðum niðurstöðu CAS um að þetta voru menguð fæðubótarefni. Ég hef aldrei neytt ólöglegra lyfja, svo ég er ekki svindlari,“ sagði Halep. „Ég þakka mótshöldurum fyrir að hafa boðið mér á mótið og veitt mér tækifæri til að spila á svona stóru móti. Það var frábært að snúa aftur,“ sagði Halep og beindi svo spjótum sínum að Wozniacki: „Það er bara ein manneskja neikvæð gagnvart mér og það er ekki mikilvægt því hundruð manns hafa veitt mér ást og það er það sem ég tek úr þessu.“
Tennis Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti