Sjúkdómsmynd vanfjármögnunar Andri Már Tómasson og Gréta Dögg Þórisdóttir skrifa 20. mars 2024 07:30 Í febrúar birtust fréttir þess efnis að til væri fé í ríkiskassanum til að kaupa út einkarekna háskóla hér á landi. Það er ánægjulegt að fjárhagsáhyggjur listnema skulu teknar af herðum þeirra en þó voru ekki öll ánægð með þessa tillögu. Forseti SFHR benti á að opinberir háskólar væru vanfjármagnaðir og að hann sæi ekki hver hagur stúdenta HR væri með þessum breytingum. Þar hittir hann naglann á höfuðið og undirstrikar það sem við í Röskvu höfum endurtekið í sífellu síðustu ár. Skortur fjármögnunar virðist reglan en ekki undantekningin fyrir opinbera háskóla eins og herferð Stúdentaráðs árið 2023 snerist um. Háskólinn ætti ekki að varpa vanfjármögnun sinni yfir á veski stúdenta, en skömmin liggur þó hjá stjórnvöldum sem sjá ekki sóma sinn af því að standa við gefin loforð um að efla háskólasamfélagið og fjármagna grunnstarfsemi háskóla. Afleiðingar vanfjármögnunar má sjá á skertu námsúrvali, lakari og lægri kjörum kennara og skorti á mikilvægum geðheilbrigðisúrræðum fyrir stúdenta, svo nokkur dæmi séu nefnd. Niðurstöður kannana um geðheilsu stúdenta sýna hver á eftir annarri hve slæm hún er. Nýleg rannsókn á klínískum kvíða og þunglyndi háskólanema sýnir að liðlega þriðjungur sé yfir viðmiðunarmörkum fyrir þunglyndi, en fimmtungur hvað varðar kvíða. Þegar ástand sálfræðihjálpar er eins bágborin og hún er geta úrræði eins og þau sem Háskóli Íslands býður upp á verið lífsbjörg. Í sumum tilvikum hafa þau í raun verið það. Röskva hefur knúið fram stórtækar breytingar í þessum málum á seinustu árum. Fimmtíu milljónir voru eyrnarmerktar fyrir aukin stöðugildi sálfræðinga við HÍ sem síðan urðu fjögur, eftir mikinn þrýsting frá Stúdentaráði og fulltrúum stúdenta í háskólaráði. Nú er það eyrnamerkta fé hins vegar uppurið og óvissa ríkir um þessa mikilvægu björg stúdenta. Að öllu óbreyttu verður ekki nema eitt stöðugildi, sem tveir sálfræðingar munu deila á milli sín, við HÍ í haust. Röskva leggur ekki árar í bát. Það er vor er í lofti og (rauð) sól rís hærra með hverjum deginum sem líður. Stúdentaráð er eins og stendur að gera úttekt og áætlun um hvernig það ætlar að berjast fyrir bættri geðheilsu stúdenta, m.a. með betri úrræðum innan veggja skólans ásamt bættum samfélagslegum aðstæðum stúdenta. Íslenskir stúdentar hafa t.d. hvað mestar áhyggjur af fjárhag sínum í Evrópu skv. nýjustu könnun Eurostudent. Til þess að knýja fram breytingarnar sem við viljum ná í gegn þarf samfellu í hagsmunabarráttunni á öllum stöðum. Við viljum leggja niður ólögmætt skrásetningargjald og fá endurgreiðslu á ofrukkun og við ætlum að berjast fyrir fleiri lóðum fyrir Félagsstofnun stúdenta til að byggja stúdentagarða. Við viljum taka upp hanskann þegar vegið er að hagsmunum stúdenta með ósanngjörnum og einhliða ákvörðunum innan háskólans. Þess vegna sækjumst við eftir kjöri til Háskólaráðs. Vegna hagsmunamála stúdenta sem ekki eru sett á oddinn hjá stjórnendum. Stúdentar á Íslandi gætu haft það svo mikið betra, en stjórnvöld sjá ekki hag sinn í að skila fólki vel undirbúnu út í samfélagið að loknu háskólanámi. Stúdentar við Háskóla Íslands eru fjársveltir sem og stofnunin sem þau sækja nám sitt í. Það vegur að grunngildi okkar, að jafnrétti allra til náms skuli tryggt. Það er það sem Röskva stendur fyrir og mun gera áfram með okkur í Háskólaráði. Höfundar eru á framboðslista Röskvu til háskólaráðs. Kosningar fara fram á Uglu í dag og á morgun, 20. og 21. mars. Nemendur hvers fræðasviðs kjósa sér fulltrúa í Stúdentaráð til eins árs og fulltrúa í háskólaráð til tveggja ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Í febrúar birtust fréttir þess efnis að til væri fé í ríkiskassanum til að kaupa út einkarekna háskóla hér á landi. Það er ánægjulegt að fjárhagsáhyggjur listnema skulu teknar af herðum þeirra en þó voru ekki öll ánægð með þessa tillögu. Forseti SFHR benti á að opinberir háskólar væru vanfjármagnaðir og að hann sæi ekki hver hagur stúdenta HR væri með þessum breytingum. Þar hittir hann naglann á höfuðið og undirstrikar það sem við í Röskvu höfum endurtekið í sífellu síðustu ár. Skortur fjármögnunar virðist reglan en ekki undantekningin fyrir opinbera háskóla eins og herferð Stúdentaráðs árið 2023 snerist um. Háskólinn ætti ekki að varpa vanfjármögnun sinni yfir á veski stúdenta, en skömmin liggur þó hjá stjórnvöldum sem sjá ekki sóma sinn af því að standa við gefin loforð um að efla háskólasamfélagið og fjármagna grunnstarfsemi háskóla. Afleiðingar vanfjármögnunar má sjá á skertu námsúrvali, lakari og lægri kjörum kennara og skorti á mikilvægum geðheilbrigðisúrræðum fyrir stúdenta, svo nokkur dæmi séu nefnd. Niðurstöður kannana um geðheilsu stúdenta sýna hver á eftir annarri hve slæm hún er. Nýleg rannsókn á klínískum kvíða og þunglyndi háskólanema sýnir að liðlega þriðjungur sé yfir viðmiðunarmörkum fyrir þunglyndi, en fimmtungur hvað varðar kvíða. Þegar ástand sálfræðihjálpar er eins bágborin og hún er geta úrræði eins og þau sem Háskóli Íslands býður upp á verið lífsbjörg. Í sumum tilvikum hafa þau í raun verið það. Röskva hefur knúið fram stórtækar breytingar í þessum málum á seinustu árum. Fimmtíu milljónir voru eyrnarmerktar fyrir aukin stöðugildi sálfræðinga við HÍ sem síðan urðu fjögur, eftir mikinn þrýsting frá Stúdentaráði og fulltrúum stúdenta í háskólaráði. Nú er það eyrnamerkta fé hins vegar uppurið og óvissa ríkir um þessa mikilvægu björg stúdenta. Að öllu óbreyttu verður ekki nema eitt stöðugildi, sem tveir sálfræðingar munu deila á milli sín, við HÍ í haust. Röskva leggur ekki árar í bát. Það er vor er í lofti og (rauð) sól rís hærra með hverjum deginum sem líður. Stúdentaráð er eins og stendur að gera úttekt og áætlun um hvernig það ætlar að berjast fyrir bættri geðheilsu stúdenta, m.a. með betri úrræðum innan veggja skólans ásamt bættum samfélagslegum aðstæðum stúdenta. Íslenskir stúdentar hafa t.d. hvað mestar áhyggjur af fjárhag sínum í Evrópu skv. nýjustu könnun Eurostudent. Til þess að knýja fram breytingarnar sem við viljum ná í gegn þarf samfellu í hagsmunabarráttunni á öllum stöðum. Við viljum leggja niður ólögmætt skrásetningargjald og fá endurgreiðslu á ofrukkun og við ætlum að berjast fyrir fleiri lóðum fyrir Félagsstofnun stúdenta til að byggja stúdentagarða. Við viljum taka upp hanskann þegar vegið er að hagsmunum stúdenta með ósanngjörnum og einhliða ákvörðunum innan háskólans. Þess vegna sækjumst við eftir kjöri til Háskólaráðs. Vegna hagsmunamála stúdenta sem ekki eru sett á oddinn hjá stjórnendum. Stúdentar á Íslandi gætu haft það svo mikið betra, en stjórnvöld sjá ekki hag sinn í að skila fólki vel undirbúnu út í samfélagið að loknu háskólanámi. Stúdentar við Háskóla Íslands eru fjársveltir sem og stofnunin sem þau sækja nám sitt í. Það vegur að grunngildi okkar, að jafnrétti allra til náms skuli tryggt. Það er það sem Röskva stendur fyrir og mun gera áfram með okkur í Háskólaráði. Höfundar eru á framboðslista Röskvu til háskólaráðs. Kosningar fara fram á Uglu í dag og á morgun, 20. og 21. mars. Nemendur hvers fræðasviðs kjósa sér fulltrúa í Stúdentaráð til eins árs og fulltrúa í háskólaráð til tveggja ára.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar