Hareide fann enga pressu frá KSÍ: „Stúlkan var í fullum rétti“ Sindri Sverrisson skrifar 20. mars 2024 12:37 Spjótin hafa staðið á Åge Hareide vegna ummæla tengdum máli Alberts Guðmundssonar og ummæla um stöðuna á Gasa-svæðinu. vísir/Hulda Margrét Norðmaðurinn Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segir að sér hafi þótt nauðsynlegt að senda út yfirlýsingu í gær til að skýra mál sitt vegna ummæla í tengslum við kæru gegn Alberti Guðmundssyni. „Þetta snerist um að mér þætti leitt ef við misstum Albert út,“ sagði Hareide í viðtali við Stefán Árna Pálsson í Búdapest í dag. Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Hareide um afsökunarbeiðni sína Albert er mættur aftur í íslenska hópinn, í fyrsta sinn frá því í júní í fyrra, og hefur æft í vikunni fyrir leikinn við Ísrael í EM-umspilinu á morgun, sem fram fer í Búdapest. Albert var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar og kom ekki til greina í landsliðið á meðan að málið var rannsakað. Héraðssaksóknari ákvað í febrúar að fella málið niður en meintur brotaþoli hefur nú kært þá ákvörðun til ríkissaksóknara, en stjórn KSÍ þó ákveðið að halda Alberti í hópnum. Síðasta föstudag, áður en niðurfellingin var kærð, kynnti Hareide landsliðshóp sinn og var spurður út í valið á Alberti, og möguleikann á að hann yrði tekinn út úr hópnum. Þar sagði Hareide meðal annars að það yrðu „vonbrigði fyrir Ísland og Albert“. Eva B. Helgadóttir, lögmaður meints brotaþola, sendi í kjölfarið út yfirlýsingu fyrir hönd konunnar og gagnrýndi ummæli Hareide harðlega. Með þeim væri hann að egna þjóðinni gegn konunni. KSÍ sendi svo á fjölmiðla í gær skilaboð frá Hareide þar sem hann baðst afsökunar á að hafa valdið misskilningi og sagði ætlun sína aldrei hafa verið að særa eða móðga neinn. Hareide var beðinn að útskýra nánar í dag af hverju hann hefði sent út þessa afsökunarbeiðni: „Af því að það sem ég sagði olli misskilningi. Ég var að tala um að það væru vonbrigði fyrir liðið, ekki þjóðina, ef við misstum hann út því þá værum við að missa út góðan leikmann. Stúlkan var í fullum rétti til að áfrýja, við vitum það, og það var ekki það sem ég var að tala um. Ég hef ekkert á móti þeirri stöðu. Þetta snerist um að mér þætti leitt ef við misstum Albert út,“ segir Hareide. En var hann undir pressu frá KSÍ um að senda afsökunarbeiðni? „Nei, ekki neinni. Þetta var nefnt og mér fannst mikilvægt [að skýra málið]. Ef maður talar norsku, færir það yfir á ensku og svo er það þýtt á íslensku, þá eru það þrjú tungumál og það getur valdið misskilningi,“ segir Hareide en brot úr viðtali við hann má sjá hér að ofan. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „KSÍ stendur að sjálfsögðu með þolendum“ Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir stöðuna sem uppi er vegna máls Alberts Guðmundssonar vera langt í frá ákjósanlega. Stjórn sambandsins hafi viljað eyða óvissu í komandi verkefni með ákvörðun sinni þess efnis að Albert klári komandi leiki í umspili um sæti á EM. 19. mars 2024 18:31 Niðurfelling kærð en KSÍ leyfir Alberti að spila Stjórn KSÍ hefur ákveðið að heimila þátttöku Alberts Guðmundssonar í leiknum við Ísrael á fimmtudag, í umspili um sæti á EM, þrátt fyrir að niðurfelling á kynferðisbrotamáli gegn honum hafi verið kærð. 19. mars 2024 11:04 Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Ísraelskir blaðamenn spurðu íslenska landsliðsþjálfarann út í stríðið á milli Ísraels og Hamas-samtakanna á blaðamannafundi liðsins fyrir mikilvægan leik á morgun. Fundurinn var fljótur að verða pólítískur og ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Hareide landsliðsþjálfara. 20. mars 2024 11:52 Svona var fundur KSÍ fyrir EM-umspilið Åge Hareide landsliðsþjálfari og fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Búdapest, daginn fyrir leik Íslands við Ísrael í umspilinu um sæti á EM í fótbolta. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 20. mars 2024 10:46 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
„Þetta snerist um að mér þætti leitt ef við misstum Albert út,“ sagði Hareide í viðtali við Stefán Árna Pálsson í Búdapest í dag. Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Hareide um afsökunarbeiðni sína Albert er mættur aftur í íslenska hópinn, í fyrsta sinn frá því í júní í fyrra, og hefur æft í vikunni fyrir leikinn við Ísrael í EM-umspilinu á morgun, sem fram fer í Búdapest. Albert var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar og kom ekki til greina í landsliðið á meðan að málið var rannsakað. Héraðssaksóknari ákvað í febrúar að fella málið niður en meintur brotaþoli hefur nú kært þá ákvörðun til ríkissaksóknara, en stjórn KSÍ þó ákveðið að halda Alberti í hópnum. Síðasta föstudag, áður en niðurfellingin var kærð, kynnti Hareide landsliðshóp sinn og var spurður út í valið á Alberti, og möguleikann á að hann yrði tekinn út úr hópnum. Þar sagði Hareide meðal annars að það yrðu „vonbrigði fyrir Ísland og Albert“. Eva B. Helgadóttir, lögmaður meints brotaþola, sendi í kjölfarið út yfirlýsingu fyrir hönd konunnar og gagnrýndi ummæli Hareide harðlega. Með þeim væri hann að egna þjóðinni gegn konunni. KSÍ sendi svo á fjölmiðla í gær skilaboð frá Hareide þar sem hann baðst afsökunar á að hafa valdið misskilningi og sagði ætlun sína aldrei hafa verið að særa eða móðga neinn. Hareide var beðinn að útskýra nánar í dag af hverju hann hefði sent út þessa afsökunarbeiðni: „Af því að það sem ég sagði olli misskilningi. Ég var að tala um að það væru vonbrigði fyrir liðið, ekki þjóðina, ef við misstum hann út því þá værum við að missa út góðan leikmann. Stúlkan var í fullum rétti til að áfrýja, við vitum það, og það var ekki það sem ég var að tala um. Ég hef ekkert á móti þeirri stöðu. Þetta snerist um að mér þætti leitt ef við misstum Albert út,“ segir Hareide. En var hann undir pressu frá KSÍ um að senda afsökunarbeiðni? „Nei, ekki neinni. Þetta var nefnt og mér fannst mikilvægt [að skýra málið]. Ef maður talar norsku, færir það yfir á ensku og svo er það þýtt á íslensku, þá eru það þrjú tungumál og það getur valdið misskilningi,“ segir Hareide en brot úr viðtali við hann má sjá hér að ofan.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „KSÍ stendur að sjálfsögðu með þolendum“ Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir stöðuna sem uppi er vegna máls Alberts Guðmundssonar vera langt í frá ákjósanlega. Stjórn sambandsins hafi viljað eyða óvissu í komandi verkefni með ákvörðun sinni þess efnis að Albert klári komandi leiki í umspili um sæti á EM. 19. mars 2024 18:31 Niðurfelling kærð en KSÍ leyfir Alberti að spila Stjórn KSÍ hefur ákveðið að heimila þátttöku Alberts Guðmundssonar í leiknum við Ísrael á fimmtudag, í umspili um sæti á EM, þrátt fyrir að niðurfelling á kynferðisbrotamáli gegn honum hafi verið kærð. 19. mars 2024 11:04 Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Ísraelskir blaðamenn spurðu íslenska landsliðsþjálfarann út í stríðið á milli Ísraels og Hamas-samtakanna á blaðamannafundi liðsins fyrir mikilvægan leik á morgun. Fundurinn var fljótur að verða pólítískur og ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Hareide landsliðsþjálfara. 20. mars 2024 11:52 Svona var fundur KSÍ fyrir EM-umspilið Åge Hareide landsliðsþjálfari og fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Búdapest, daginn fyrir leik Íslands við Ísrael í umspilinu um sæti á EM í fótbolta. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 20. mars 2024 10:46 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
„KSÍ stendur að sjálfsögðu með þolendum“ Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir stöðuna sem uppi er vegna máls Alberts Guðmundssonar vera langt í frá ákjósanlega. Stjórn sambandsins hafi viljað eyða óvissu í komandi verkefni með ákvörðun sinni þess efnis að Albert klári komandi leiki í umspili um sæti á EM. 19. mars 2024 18:31
Niðurfelling kærð en KSÍ leyfir Alberti að spila Stjórn KSÍ hefur ákveðið að heimila þátttöku Alberts Guðmundssonar í leiknum við Ísrael á fimmtudag, í umspili um sæti á EM, þrátt fyrir að niðurfelling á kynferðisbrotamáli gegn honum hafi verið kærð. 19. mars 2024 11:04
Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Ísraelskir blaðamenn spurðu íslenska landsliðsþjálfarann út í stríðið á milli Ísraels og Hamas-samtakanna á blaðamannafundi liðsins fyrir mikilvægan leik á morgun. Fundurinn var fljótur að verða pólítískur og ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Hareide landsliðsþjálfara. 20. mars 2024 11:52
Svona var fundur KSÍ fyrir EM-umspilið Åge Hareide landsliðsþjálfari og fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Búdapest, daginn fyrir leik Íslands við Ísrael í umspilinu um sæti á EM í fótbolta. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 20. mars 2024 10:46