Adam hafi nánast þvingað treyjuna upp á Gylfa: „Minn er heiðurinn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. mars 2024 12:01 Adam ásamt Gylfa með nýju treyjuna. Instagram/@adampalsson Gylfi Þór Sigurðsson þakkar Adam Ægi Pálssyni fyrir að afhenda sér treyjunúmerið 23 hjá Val. Adam skipti um númer svo Gylfi gæti borið sömu tölu á bakinu og hann gerði á sínum bestu árum hjá Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Tían er oft tengt við Gylfa enda bar hann þá tölu á bakinu alla sína tíð með landsliðinu. Kristinn Freyr Sigurðsson var hins vegar ekki tilbúin að láta hana af hendi hjá Val, eitthvað sem Gylfi hefur skilning á. „Ég skil það alveg. Ég grennslaðist aðeins fyrir og vissi að tían hafði mikla þýðingu fyrir hann. Ég skil það persónulega mjög vel,“ segir Gylfi. Klippa: Adam þvingaði treyjuna upp á Gylfa Þá virðist sem talan 23, sem Michael Jordan gerði ódauðlega á tíma sínum með Chicago Bulls, hafa verið næst á óskalistanum. Gylfi bar þá tölu á síðari tíma sínum með velska liðinu Swansea, sem lék þá í ensku úrvalsdeildinni. Adam Ægir Pálsson var númer 23 fyrir en skipti glaður upp í 24. „Minn er heiðurinn“ sagði Adam á samfélagsmiðlinum Instagram við mynd af þeim Gylfa með treyjuna. „Þá hafði ég smá samband við Adam og það var eiginlega frekar hann sem vildi þvinga 23 upp á mig en að ég væri að eltast við það,“ „Þetta sýnir bara hvernig stemningin er í hópnum. Þeir vilja allir láta manni líða eins og ég sé velkominn og líða vel. Það er ein af stóru ástæðunum fyrir því að ég valdi Val,“ segir Gylfi. View this post on Instagram A post shared by Adam Ægir Pa lsson (@adampalsson) Gylfi getur þreytt frumraun sína í efstu deild hér á landi þegar Valur hefur leik í Bestu deildinni með leik við ÍA á Hlíðarenda þann 7. apríl. Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH Besta deild karla Valur Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Tían er oft tengt við Gylfa enda bar hann þá tölu á bakinu alla sína tíð með landsliðinu. Kristinn Freyr Sigurðsson var hins vegar ekki tilbúin að láta hana af hendi hjá Val, eitthvað sem Gylfi hefur skilning á. „Ég skil það alveg. Ég grennslaðist aðeins fyrir og vissi að tían hafði mikla þýðingu fyrir hann. Ég skil það persónulega mjög vel,“ segir Gylfi. Klippa: Adam þvingaði treyjuna upp á Gylfa Þá virðist sem talan 23, sem Michael Jordan gerði ódauðlega á tíma sínum með Chicago Bulls, hafa verið næst á óskalistanum. Gylfi bar þá tölu á síðari tíma sínum með velska liðinu Swansea, sem lék þá í ensku úrvalsdeildinni. Adam Ægir Pálsson var númer 23 fyrir en skipti glaður upp í 24. „Minn er heiðurinn“ sagði Adam á samfélagsmiðlinum Instagram við mynd af þeim Gylfa með treyjuna. „Þá hafði ég smá samband við Adam og það var eiginlega frekar hann sem vildi þvinga 23 upp á mig en að ég væri að eltast við það,“ „Þetta sýnir bara hvernig stemningin er í hópnum. Þeir vilja allir láta manni líða eins og ég sé velkominn og líða vel. Það er ein af stóru ástæðunum fyrir því að ég valdi Val,“ segir Gylfi. View this post on Instagram A post shared by Adam Ægir Pa lsson (@adampalsson) Gylfi getur þreytt frumraun sína í efstu deild hér á landi þegar Valur hefur leik í Bestu deildinni með leik við ÍA á Hlíðarenda þann 7. apríl. Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH
Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH
Besta deild karla Valur Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira