Masters fer fram á velli Augusta golfklúbbsins í Georgíufylki Bandaríkjanna, 11.–14. apríl næstkomandi. Græni jakkinn frægi bíður að sjálfsögðu sigurvegarans.
Tiger vann mótið síðast árið 2019, í fimmta skipti á ferlinum. Aðeins Jack Nicklaus, með sex titla, hefur unnið mótið oftar.
It’s OFFICIAL. Tiger is playing the Masters. 🐅 #TheMasters pic.twitter.com/BflTk6AeAL
— Nick Kayal (@NickKayal) March 20, 2024
Það hefur auðvitað gengið á ýmsu hjá Tiger undanfarin ár. Eftir bílslys árið 2021 hefur hann tekið þátt í afar fáum mótum. Hann dróg sig úr keppni á leikmannamóti í TPC Sawgrass um síðustu helgi.
Síðan 2021 hefur Tiger tvisvar tekið þátt í Masters, hann endaði í 47. sæti árið 2022 en dró sig úr keppni á sjöundu holu í fyrra vegna veikinda.
Árangur Tiger á mótum að undanförnu skiptir meistaramótið engu máli, sem fyrrum sigurvegari er honum að eilífu boðið að taka þátt.