Barcelona komst yfir á 9. mínútu og vann að endingu 2-1. Natasha Anasi, landsliðskona, var ónotaður varamaður hjá Brann.
Norðmaðurinn Caroline Graham Hansen skoraði fyrsta mark leiksins eftir vel útfærða hornspyrnu. Hún tók spyrnuna sjálf og náði góðu þríhyrningsspili framhjá varnarmönnum Brann áður en hún þrumaði boltanum í þaknetið.
Cecilie Kvamme jafnaði leikinn fyrir heimakonur á 39. mínútu eftir góðan undirbúning Justine Kielland.
Á 72. mínútu hins vegar skoraði spretthlauparinn Salma Paralluelo sigurmarkið fyrir Börsunga, Aitana Bonmatí gaf stoðsendinguna.
6⃣ goals in 8⃣ games
— Football on TNT Sports (@footballontnt) March 20, 2024
Salma Paralluelo is on 🔥 in the #UWCL pic.twitter.com/LwuwCzjzDx
Í fyrri leik kvöldsins mættust BK Häcken og Paris Saint-Germain. PSG fór þar með eins marks sigur, 1-2.
Stuðningsmenn Häcken létu í sér heyra á hliðarlínunni.
Meanwhile, a very special message from Hisingen to the world#UWCL #BKHPSG #fuckvar
— Jared Burzynski (@JaredBeeSV) March 20, 2024
👏👏👏👏👏👏 pic.twitter.com/jYlVNwAmxx
Eva Gaetino skoraði upphafsmarkið, Rosa Kafaji jafnaði svo fyrir heimaliðið eftir frákst úr eigin vítaspyrnu, en Tabitha Chawinga tryggði PSG sigurinn með marki á 74. mínútu. Berglind Björg Þorvaldsdóttir er leikmaður PSG en er í barneignaleyfi og hefur ekki spilað að undanförnu.
Hinum megin í 8-liða úrslitum er Benfica 1-2 undir gegn Lyon og Ajax 0-3 undir gegn Chelsea. Þau lið leika næst eftir viku, miðvikudaginn 27. mars. Barcelona og PSG taka svo á móti BK Hacken og Brann degi síðar, fimmtudaginn 28. mars.