„Eins og Davíð á móti Golíat og Davíð vinnur alltaf“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. mars 2024 21:30 Þráinn Orri Jónsson gat leyft sér að grínast í leikslok þrátt fyrir að hafa fengið að líta beint rautt spjald. Vísir/Vilhelm Þráinn Orri Jónsson, leikmaður Hauka, var eðlilega léttur í bragði í viðtali eftir tveggja marka sigur liðsins gegn nýkrýndum bikarmeisturum Vals í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. „Tilfinningin í leiknum var bara mjög góð. Þetta var massífur leikur þar sem við spiluðum góða vörn og góða sókn, hlupum með þeim bæði varnar- og sóknarlega allan leikinn fannst mér,“ sagði Þráinn Orri í leikslok. „Það er bara gott fyrir okkur að svara fyrir leikinn á móti ÍBV með svona flottum sigri,“ bætti Þráinn við, en seinasti leikur Hauka var tap í undanúrslitum Powerade-bikarsins gegn Eyjamönnum. Héldu hraðanum niðri Haukar náðu að stjórna tempóinu í leik kvöldsins gegn hröðu liði Vals, en Þráinn vill þó ekki meina að hans menn hafi ætlað sér að hægja endilega á leiknum. „Þeir eru bara drullugóðir í því og búnir að gera það í mörg ár. Mér fannst við kannski ekki hægja á tempóinu heldur frekar velja tímann sem við fórum í þessar árásir. Og mér fannst við gera það vel.“ Þrátt fyrir að Haukar hafi ekki ætlað sér að hægja á leiknum kom það þó ótrúlega oft fyrir að liðið var að taka skot þegar höndin var komin upp og liðið jafnvel búið að spila sókn í yfir mínútu. „Þegar þú segir það þá var spaðinn alveg nokkrum sinnum uppi hjá okkur. En mér finnst það líka bara jákvætt að við séum ekki að fara í eitthvað óðagot og skjóta bara til þess að skjóta, heldur finna réttu færin.“ „Á tímapunkti vorum við kannski komnir út í horn og vorum kannski heppnir eða ekki, ég veit það ekki.“ Ósáttur við rauða spjaldið Þá fékk Þráinn að líta beint rautt spjald þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka fyrir brot á Benedikt Gunnari Óskarssyni þar sem hann virtist fara í andlitið á leikstjórnandanum. Þráinn var ekki sáttur með dóminn, en sagðist þó eiga eftir að sjá atvikið aftur. „Mér fannst þetta ekki vera rautt spjald. En ætli ég þurfi ekki bara að horfa á þetta. Þeir fara í skjáinn og ef þeir meta það þannig að þetta sé rautt þá er það þannig. Þetta eru færir dómarar báðir tveir og ég ætla ekkert að fara að erfa þetta við þá. Eða jú, ég mun reyndar erfa þetta við þá ef ég fer í leikbann,“ sagði Þráinn léttur. „En þeir dæma þetta og ég uni þeirri niðurstöðu þó ég sé ekki sammála eins og svo oft áður í handbolta.“ Að lokum bætti Þráinn við að líklega væri það ósanngjarnt gagnvart honum að jafn stór maður og hann þyrfti að spila vörn gegn jafn hröðum leikmanni og Benedikt. „Þetta er ósanngjarnt. Þetta er eiginlega Davíð á móti Golíat og Davíð vinnur alltaf þegar helvítið kemur á mig. En ég skil þetta alveg og ég myndi sjálfur gera þetta ef ég væri Óskar [Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals]. Þá myndi ég setja einn kvikan á móti svona tröllkarli eins og mér,“ sagði Þráinn að lokum. Olís-deild karla Haukar Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Valur 28-26 | Valsmenn að missa af deildarmeistaratitlinum Haukar unnu gríðarlega sterkan tveggja marka sigur gegn nýkrýndum bikarmeisturum Vals í 19. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 28-26. 20. mars 2024 21:05 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sjá meira
„Tilfinningin í leiknum var bara mjög góð. Þetta var massífur leikur þar sem við spiluðum góða vörn og góða sókn, hlupum með þeim bæði varnar- og sóknarlega allan leikinn fannst mér,“ sagði Þráinn Orri í leikslok. „Það er bara gott fyrir okkur að svara fyrir leikinn á móti ÍBV með svona flottum sigri,“ bætti Þráinn við, en seinasti leikur Hauka var tap í undanúrslitum Powerade-bikarsins gegn Eyjamönnum. Héldu hraðanum niðri Haukar náðu að stjórna tempóinu í leik kvöldsins gegn hröðu liði Vals, en Þráinn vill þó ekki meina að hans menn hafi ætlað sér að hægja endilega á leiknum. „Þeir eru bara drullugóðir í því og búnir að gera það í mörg ár. Mér fannst við kannski ekki hægja á tempóinu heldur frekar velja tímann sem við fórum í þessar árásir. Og mér fannst við gera það vel.“ Þrátt fyrir að Haukar hafi ekki ætlað sér að hægja á leiknum kom það þó ótrúlega oft fyrir að liðið var að taka skot þegar höndin var komin upp og liðið jafnvel búið að spila sókn í yfir mínútu. „Þegar þú segir það þá var spaðinn alveg nokkrum sinnum uppi hjá okkur. En mér finnst það líka bara jákvætt að við séum ekki að fara í eitthvað óðagot og skjóta bara til þess að skjóta, heldur finna réttu færin.“ „Á tímapunkti vorum við kannski komnir út í horn og vorum kannski heppnir eða ekki, ég veit það ekki.“ Ósáttur við rauða spjaldið Þá fékk Þráinn að líta beint rautt spjald þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka fyrir brot á Benedikt Gunnari Óskarssyni þar sem hann virtist fara í andlitið á leikstjórnandanum. Þráinn var ekki sáttur með dóminn, en sagðist þó eiga eftir að sjá atvikið aftur. „Mér fannst þetta ekki vera rautt spjald. En ætli ég þurfi ekki bara að horfa á þetta. Þeir fara í skjáinn og ef þeir meta það þannig að þetta sé rautt þá er það þannig. Þetta eru færir dómarar báðir tveir og ég ætla ekkert að fara að erfa þetta við þá. Eða jú, ég mun reyndar erfa þetta við þá ef ég fer í leikbann,“ sagði Þráinn léttur. „En þeir dæma þetta og ég uni þeirri niðurstöðu þó ég sé ekki sammála eins og svo oft áður í handbolta.“ Að lokum bætti Þráinn við að líklega væri það ósanngjarnt gagnvart honum að jafn stór maður og hann þyrfti að spila vörn gegn jafn hröðum leikmanni og Benedikt. „Þetta er ósanngjarnt. Þetta er eiginlega Davíð á móti Golíat og Davíð vinnur alltaf þegar helvítið kemur á mig. En ég skil þetta alveg og ég myndi sjálfur gera þetta ef ég væri Óskar [Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals]. Þá myndi ég setja einn kvikan á móti svona tröllkarli eins og mér,“ sagði Þráinn að lokum.
Olís-deild karla Haukar Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Valur 28-26 | Valsmenn að missa af deildarmeistaratitlinum Haukar unnu gríðarlega sterkan tveggja marka sigur gegn nýkrýndum bikarmeisturum Vals í 19. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 28-26. 20. mars 2024 21:05 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Valur 28-26 | Valsmenn að missa af deildarmeistaratitlinum Haukar unnu gríðarlega sterkan tveggja marka sigur gegn nýkrýndum bikarmeisturum Vals í 19. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 28-26. 20. mars 2024 21:05
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti