Ætlar þú að gefa bestu fermingargjöfina? Hildur Mist Friðjónsdóttir skrifar 21. mars 2024 10:30 Það hefur varla farið framhjá neinum síðustu daga að vor er í lofti. Vorið markar nýtt upphaf með lengri og bjartari dögum. Umhverfið lifnar við eftir langan vetur, páskarnir eru handan við hornið og fermingar ársins eru þegar hafnar. Allt í kringum okkur sjáum við auglýsingar um fermingargjafir ársins. Verslanir keppast við að markaðssetja ferminguna og markaðsöflin hafa átt töluverðan þátt í því að fermingargjafir og fermingarveislur hafa orðið íburðarmeiri með árunum. Ferming er stór áfangi í lífi hvers einstaklings og markar nýtt upphaf, alveg eins og vorið. Fermingarbörnin ganga í fullorðinna manna tölu og taka fyrstu skrefin í átt að framtíðinni. Foreldrar, fjölskylda, vinir og vandamenn óska einskis heitar en að þessara fermingarbarna bíði björt framtíð. Burtséð frá því hvað er í pakkanum sem við gefum fermingarbörnunum á sjálfan fermingardaginn þá er gott að staldra við og hugsa hvernig framtíð við erum að skapa fyrir þessa kynslóð og þær sem á eftir koma. Eru óskir um bjarta framtíð bara innantóm orð rituð á skjannahvít fermingarkort eða er eitthvað meira á bakvið þau? Felst ekki töluverð ábyrgð í þessum orðum? Við lifum á tímum hamfarahlýnunar og ástandið er háalvarlegt. Það er í okkar höndum að búa komandi kynslóðum í haginn og tryggja þeim örugga framtíð. Á næstu árum og áratugum munum við þurfa að takast á við umfangsmestu áskoranir mannkyns, loftslagsbreytingar. Um heim allan munu öfgar í veðurfari aukast og hafa bein áhrif á lífsgæði fjölmargra. Ákvarðanir sem við tökum í dag og á næstu árum munu hafa mikið að segja um hversu alvarleg áhrifin verða. Gefum börnunum okkar bestu gjöfina með því að breyta hugarfari og venjum í okkar eigin lífi en ekki síður í störfum okkar, þar sem ákvarðanir þar hafa oft enn meira vægi fyrir umhverfið. Göngum um náttúruna og auðlindir jarðar af virðingu í þágu bjartari framtíðar. Það er fermingargjöf ársins 2024. Höfundur er sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fermingar Börn og uppeldi Umhverfismál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Það hefur varla farið framhjá neinum síðustu daga að vor er í lofti. Vorið markar nýtt upphaf með lengri og bjartari dögum. Umhverfið lifnar við eftir langan vetur, páskarnir eru handan við hornið og fermingar ársins eru þegar hafnar. Allt í kringum okkur sjáum við auglýsingar um fermingargjafir ársins. Verslanir keppast við að markaðssetja ferminguna og markaðsöflin hafa átt töluverðan þátt í því að fermingargjafir og fermingarveislur hafa orðið íburðarmeiri með árunum. Ferming er stór áfangi í lífi hvers einstaklings og markar nýtt upphaf, alveg eins og vorið. Fermingarbörnin ganga í fullorðinna manna tölu og taka fyrstu skrefin í átt að framtíðinni. Foreldrar, fjölskylda, vinir og vandamenn óska einskis heitar en að þessara fermingarbarna bíði björt framtíð. Burtséð frá því hvað er í pakkanum sem við gefum fermingarbörnunum á sjálfan fermingardaginn þá er gott að staldra við og hugsa hvernig framtíð við erum að skapa fyrir þessa kynslóð og þær sem á eftir koma. Eru óskir um bjarta framtíð bara innantóm orð rituð á skjannahvít fermingarkort eða er eitthvað meira á bakvið þau? Felst ekki töluverð ábyrgð í þessum orðum? Við lifum á tímum hamfarahlýnunar og ástandið er háalvarlegt. Það er í okkar höndum að búa komandi kynslóðum í haginn og tryggja þeim örugga framtíð. Á næstu árum og áratugum munum við þurfa að takast á við umfangsmestu áskoranir mannkyns, loftslagsbreytingar. Um heim allan munu öfgar í veðurfari aukast og hafa bein áhrif á lífsgæði fjölmargra. Ákvarðanir sem við tökum í dag og á næstu árum munu hafa mikið að segja um hversu alvarleg áhrifin verða. Gefum börnunum okkar bestu gjöfina með því að breyta hugarfari og venjum í okkar eigin lífi en ekki síður í störfum okkar, þar sem ákvarðanir þar hafa oft enn meira vægi fyrir umhverfið. Göngum um náttúruna og auðlindir jarðar af virðingu í þágu bjartari framtíðar. Það er fermingargjöf ársins 2024. Höfundur er sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun