Hækkun varnargarða hafin: „Þetta er ekki snjór sem bráðnar“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. mars 2024 17:48 Vinna við hækkun varnargarða norðan við Grindavík er þegar hafin. Vísir/Vilhelm Vinna við hækkun varnargarða norðaustan við Grindavík er þegar hafin að sögn jarðverkfræðings. Fyrr í dag var greint frá því að hraunrásin í eldgosinu á Reykjanesskaga hefði skriðið kröftuglega fram og þrýsti á varnargarðana fyrir framan Grindavík. Varnargarðateymið hefur brugðist við því og er byrjað að vinna við að hækka þá. „Þetta framhlaup keyrði á varnargarðana aftur og þeir virkuðu mjög vel og leiddu þetta til sitt hvorrar handar, til vesturs og austurs. Þar með er hraunið orðið jafnhátt þeim. Þá er næsta viðbragða að auka í það þarna uppi á horninu þar sem þeir mætast fyrir ofan bæinn,“ segir Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu. Á korti Veðurstofunnar má sjá varnargarðana norðan og norðaustan við Grindavík sem mætast í sirka níutíu gráðu horni. Hraunið er byrjað að þrýsta á varnargarðana og því þarf að hækka þá. Myndatexti: Kort sem sýnir útbreiðslu þess hrauns myndast hefur í eldgosinu sem nú stendur yfir. Fjólubláar þekjur sýna hraun sem hafa runnið á svæðinu frá desember 2023.Veðurstofan „Það lagði af stað í morgun þykk apalhraunstunga sem klofnaði fallega á þessu og fór sitt hvorum megin við, aðallega austan við. Þá er þetta hraun búið að ná þessari hæð. Þegar það kemur eitthvað ofan á þetta þá þurfum við að hækka garðana,“ segir hann. Jón Haukur segir vinnuna við að hækka varnargarðana þegar hafna. Fyrst byrji þeir á að laga aðgengi að görðunum og svo hækka þeir sjálfa garðana. „Við byrjum á að gera vegi að þessu, byrjum á að gera leiðir og svo byggir maður sig upp,“ segir hann. „Þetta er hafið og er viðbragð við þessu en ekkert panik, bara unnið í rólegheitum. Þetta er búið að taka á sig þrisvar sinnum hraun. Þetta er ekki snjór sem bráðnar,“ segir hann að lokum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
Fyrr í dag var greint frá því að hraunrásin í eldgosinu á Reykjanesskaga hefði skriðið kröftuglega fram og þrýsti á varnargarðana fyrir framan Grindavík. Varnargarðateymið hefur brugðist við því og er byrjað að vinna við að hækka þá. „Þetta framhlaup keyrði á varnargarðana aftur og þeir virkuðu mjög vel og leiddu þetta til sitt hvorrar handar, til vesturs og austurs. Þar með er hraunið orðið jafnhátt þeim. Þá er næsta viðbragða að auka í það þarna uppi á horninu þar sem þeir mætast fyrir ofan bæinn,“ segir Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu. Á korti Veðurstofunnar má sjá varnargarðana norðan og norðaustan við Grindavík sem mætast í sirka níutíu gráðu horni. Hraunið er byrjað að þrýsta á varnargarðana og því þarf að hækka þá. Myndatexti: Kort sem sýnir útbreiðslu þess hrauns myndast hefur í eldgosinu sem nú stendur yfir. Fjólubláar þekjur sýna hraun sem hafa runnið á svæðinu frá desember 2023.Veðurstofan „Það lagði af stað í morgun þykk apalhraunstunga sem klofnaði fallega á þessu og fór sitt hvorum megin við, aðallega austan við. Þá er þetta hraun búið að ná þessari hæð. Þegar það kemur eitthvað ofan á þetta þá þurfum við að hækka garðana,“ segir hann. Jón Haukur segir vinnuna við að hækka varnargarðana þegar hafna. Fyrst byrji þeir á að laga aðgengi að görðunum og svo hækka þeir sjálfa garðana. „Við byrjum á að gera vegi að þessu, byrjum á að gera leiðir og svo byggir maður sig upp,“ segir hann. „Þetta er hafið og er viðbragð við þessu en ekkert panik, bara unnið í rólegheitum. Þetta er búið að taka á sig þrisvar sinnum hraun. Þetta er ekki snjór sem bráðnar,“ segir hann að lokum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira