Stúdentafylkingarnar, Röskva - samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands og Vaka - félag lýðræðissinnaðra stúdenta, buðu fram á öllum fimm fræðasviðum Háskólans. Vaka fékk meirihluta á þremur af fimm og fékk níu kjörna á meðan Röskva fékk átta kjörna. Röskva tapaði þannig fjórum fulltrúum því þau fengu 12 kjörna í síðustu kosningum. Karlar eru sjö af kjörnum fulltrúum og konur níu í ár.
Röskva náði meirihluta á hugvísindasviði og verkfræði- og náttúruvísindasviði en Vaka á félagsvísindasviði, heilbrigðisvísindasviði og menntavísindasviði.
Hér að neðan má sjá alla kjörna fulltrúa eftir sviði.
Félagsvísindasvið
Júlíus Viggó Ólafsson (Vaka)
Katla Ólafsdóttir (Röskva)
Ragnheiður Geirsdóttir (Vaka)
Birkir Snær Brynleifsson (Vaka)
Patryk Lúkasi Edel (Röskva)
Heilbrigðisvísindasvið
Kristrún Vala Ólafsdóttir (Röskvu)
Tinna Eyvindardóttir (Vaka)
Eiríkur Kúld Viktorsson (Vaka)
Menntavísindasvið
Gunnar Ásgrímsson (Vaka)
Magnús Bergmann Jónasson (Röskva)
Ásthildur Bertha Bjarkadóttir (Vaka)
Verkfræði- og náttúruvísindasvið
Kristín Fríða Sigurborgardóttir (Röskva)
Jóhann Almar Sigurðsson (Vaka)
Ester Lind Eddudóttir (Röskva)
Hugvísindasvið
Ísleifur Arnórsson (Röskva)
Sóley Anna Jónsdóttir (Röskva)
Anna Sóley Jónsdóttir (Vaka)
Háskólaráð og kjörsókn
Kosið er til Háskólaráðs á tveggja ára fresti. Hvor fylking fær einn mann. Andri Már Tómasson var kjörinn fyrir Röskvu og Viktor Pétur Finnson fyrir Vöku.
Kjörsókn var mjög ólík samkvæmt tilkynningu kjörstjórnar á hverju sviði. Mest var hún á verkfræði- og náttúruvísindasviði en minnst á menntavísindasviði.
Kjörsókn eftir sviði má sjá hér að neðan:
Hugvísindasvið - kjörsókn 23,54%
Félagsvísindasvið - kjörsókn 34,85%
Menntavísindasvið - kjörsókn 22,68%
Verkfræði- og náttúruvísindasvið - kjörsókn 41,50%
Heilbrigðisvísindasvið - kjörsókn 39,14%