Umfangsmiklar árásir á Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2024 11:56 Slökkviliðsmenn að störfum í Úkraínu í morgun. AP/Almnnavarnir Úkraínu Rafmagnsleysi hefur orðið víða í Úkraínu eftir umfangsmikla árás Rússa á orkuinnviði landsins í nótt og í morgun. Úkraínumenn segja Rússa hafa notað rúmlega sextíu Shahed-sjálfsprengidróna frá Íran og tæplega níutíu eld- og stýriflaugar. Minnst tveir eru sagðir hafa dáið og fjórtán eru særðir. Degi áður höfðu Rússar gert umfangsmikla árás á Kænugarð þar að minnsta kosti sautján dóu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Úkraínumenn þurfa fleiri loftvarnarkerfi og eldflaugar í þau kerfi sem þeir hafa. Skortinn á eldflaugum í loftvarnarkerfi má að miklu leyti rekja til þess að lítil sem engin hernaðaraðstoð hefur borist frá Bandaríkjunum um mánaða skeið. Sjá einnig: Samkomulag að nást um að nýta vexti af Rússaeignum í þágu Úkraínu Í yfirlýsingu sem Selenskí birti í morgun segir hann skotfæraskort Úkraínumanna vera vandræðalegan fyrir Evrópu. Ríki Evrópu geti aðstoðað Úkraínumenn betur og mikilvægt sé að sanna það. This night, Russia launched over 60 "Shahed" drones and nearly 90 missiles of various types at Ukraine. The world sees the Russian terrorists' targets as clearly as possible: power plants and energy supply lines, a hydroelectric dam, ordinary residential buildings, and even a pic.twitter.com/5dX2fAMMiE— Volodymyr Zelenskyy / (@ZelenskyyUa) March 22, 2024 Í frétt BBC er vitnað í ríkisstjóra Karkívhéraðs en hann segir fimmtán sprengingar hafa verið tilkynntar þar og að rúmlega 53 þúsund heimili hafi misst rafmagn. Næst stærsta borg landsins hafi orðið alfarið rafmagnslaus. Hér að neðan má sjá myndband af því þegar eldflaug hæfði stíflu og orkuver á Dníproá í Sapórisjíahéraði. Eldur kviknaði en ekki hafa borist fregnir af því að stíflan sjálf hafi skemmst mikið. The moment Russian missile hits the Dnipro hydroelectric power plant. pic.twitter.com/77vyfCuqF0— WarTranslated (Dmitri) (@wartranslated) March 22, 2024 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rússar segja íslenska málaliða í Úkraínu María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, segir íslenska málaliða berjast í Úkraínu, sem er ekki rétt. Hún gagnrýnir að Alþingi Íslendinga sé að skoða að festa stuðning við Úkraínu í sessi og að verið væri að endurskoða opinber samskipti Rússlands og Íslands. 20. mars 2024 15:20 Úkraínumenn senda fjölda dróna langt inn í Rússland Varnarmálaráðuneyti Rússlands sakar stjórnvöld í Úkraínu um að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í landinu með einni umfangsmestu drónaárás sem Úkraínumenn hafa gert á Rússland. 18. mars 2024 08:24 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Hægt hefur á sókn Rússa vestur af Avdívka, fyrstu borgina sem fallið hefur í hendur Rússa um langt skeið. Rússneskir hermenn gera þó áfram tiltölulega smáar árásir víðsvegar á víglínunni í austurhluta Rússlands, að virðist í leit að veikleikum á vörnum Úkraínumanna. 17. mars 2024 08:00 Látinn horfa á hermenn nauðga óléttri móður sinni og kærustu Rússneskir hermenn ruddust inn á heimili í Kyiv-héraði í Úkraínu í mars 2022, skömmu eftir að innrás Rússa hófst. Þar nauðguðu þeir 42 ára konu sem gengin var þrjá mánuði á leið og sautján ára kærustu sonar hennar ítrekað, á meðan þeir þvinguðu soninn til að horfa á. 16. mars 2024 16:01 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Sjá meira
Minnst tveir eru sagðir hafa dáið og fjórtán eru særðir. Degi áður höfðu Rússar gert umfangsmikla árás á Kænugarð þar að minnsta kosti sautján dóu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Úkraínumenn þurfa fleiri loftvarnarkerfi og eldflaugar í þau kerfi sem þeir hafa. Skortinn á eldflaugum í loftvarnarkerfi má að miklu leyti rekja til þess að lítil sem engin hernaðaraðstoð hefur borist frá Bandaríkjunum um mánaða skeið. Sjá einnig: Samkomulag að nást um að nýta vexti af Rússaeignum í þágu Úkraínu Í yfirlýsingu sem Selenskí birti í morgun segir hann skotfæraskort Úkraínumanna vera vandræðalegan fyrir Evrópu. Ríki Evrópu geti aðstoðað Úkraínumenn betur og mikilvægt sé að sanna það. This night, Russia launched over 60 "Shahed" drones and nearly 90 missiles of various types at Ukraine. The world sees the Russian terrorists' targets as clearly as possible: power plants and energy supply lines, a hydroelectric dam, ordinary residential buildings, and even a pic.twitter.com/5dX2fAMMiE— Volodymyr Zelenskyy / (@ZelenskyyUa) March 22, 2024 Í frétt BBC er vitnað í ríkisstjóra Karkívhéraðs en hann segir fimmtán sprengingar hafa verið tilkynntar þar og að rúmlega 53 þúsund heimili hafi misst rafmagn. Næst stærsta borg landsins hafi orðið alfarið rafmagnslaus. Hér að neðan má sjá myndband af því þegar eldflaug hæfði stíflu og orkuver á Dníproá í Sapórisjíahéraði. Eldur kviknaði en ekki hafa borist fregnir af því að stíflan sjálf hafi skemmst mikið. The moment Russian missile hits the Dnipro hydroelectric power plant. pic.twitter.com/77vyfCuqF0— WarTranslated (Dmitri) (@wartranslated) March 22, 2024
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rússar segja íslenska málaliða í Úkraínu María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, segir íslenska málaliða berjast í Úkraínu, sem er ekki rétt. Hún gagnrýnir að Alþingi Íslendinga sé að skoða að festa stuðning við Úkraínu í sessi og að verið væri að endurskoða opinber samskipti Rússlands og Íslands. 20. mars 2024 15:20 Úkraínumenn senda fjölda dróna langt inn í Rússland Varnarmálaráðuneyti Rússlands sakar stjórnvöld í Úkraínu um að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í landinu með einni umfangsmestu drónaárás sem Úkraínumenn hafa gert á Rússland. 18. mars 2024 08:24 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Hægt hefur á sókn Rússa vestur af Avdívka, fyrstu borgina sem fallið hefur í hendur Rússa um langt skeið. Rússneskir hermenn gera þó áfram tiltölulega smáar árásir víðsvegar á víglínunni í austurhluta Rússlands, að virðist í leit að veikleikum á vörnum Úkraínumanna. 17. mars 2024 08:00 Látinn horfa á hermenn nauðga óléttri móður sinni og kærustu Rússneskir hermenn ruddust inn á heimili í Kyiv-héraði í Úkraínu í mars 2022, skömmu eftir að innrás Rússa hófst. Þar nauðguðu þeir 42 ára konu sem gengin var þrjá mánuði á leið og sautján ára kærustu sonar hennar ítrekað, á meðan þeir þvinguðu soninn til að horfa á. 16. mars 2024 16:01 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Sjá meira
Rússar segja íslenska málaliða í Úkraínu María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, segir íslenska málaliða berjast í Úkraínu, sem er ekki rétt. Hún gagnrýnir að Alþingi Íslendinga sé að skoða að festa stuðning við Úkraínu í sessi og að verið væri að endurskoða opinber samskipti Rússlands og Íslands. 20. mars 2024 15:20
Úkraínumenn senda fjölda dróna langt inn í Rússland Varnarmálaráðuneyti Rússlands sakar stjórnvöld í Úkraínu um að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í landinu með einni umfangsmestu drónaárás sem Úkraínumenn hafa gert á Rússland. 18. mars 2024 08:24
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Hægt hefur á sókn Rússa vestur af Avdívka, fyrstu borgina sem fallið hefur í hendur Rússa um langt skeið. Rússneskir hermenn gera þó áfram tiltölulega smáar árásir víðsvegar á víglínunni í austurhluta Rússlands, að virðist í leit að veikleikum á vörnum Úkraínumanna. 17. mars 2024 08:00
Látinn horfa á hermenn nauðga óléttri móður sinni og kærustu Rússneskir hermenn ruddust inn á heimili í Kyiv-héraði í Úkraínu í mars 2022, skömmu eftir að innrás Rússa hófst. Þar nauðguðu þeir 42 ára konu sem gengin var þrjá mánuði á leið og sautján ára kærustu sonar hennar ítrekað, á meðan þeir þvinguðu soninn til að horfa á. 16. mars 2024 16:01