Seinka atkvæðagreiðslu um nýja vopnahlésályktun Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 23. mars 2024 10:29 Atkvæðagreiðslan fer fram á mánudag en ekki í dag. AP Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun kjósa um nýja vopnahlésályktun á mánudag, en ekki í dag, eins og lagt var upp með. Atkvæðagreiðslunni er seinkað til þess að ráðið geti rætt tillöguna betur um helgina. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafnaði í gær ályktun sem sendiherra Bandaríkjanna lagði fram um brýnt vopnahlé á Gasa. Sendiherrar bæði Rússlands og Kína beittu neitunarvaldi ríkjanna til að koma í veg fyrir að ályktunin yrði samþykkt. Var þetta fjórða ályktunartillagan um vopnahlé á Gasa sem nær ekki í gegn, en í síðustu þrjú skipti hafa Bandaríkin beitt neitunarvaldinu. Í tillögunni fólst sex vikna vopnahlé á Gasa gegn því að gíslar í haldi Hamas yrðu látnir lausir. Ellefu af fimmtán ríkjum í ráðinu greiddu atkvæði með tillögunni. Öryggisráðið fundar á mánudagsmorgun og þá verða greidd atkvæði um nýja vopnahlésályktun, sem kjörnir fulltrúar öryggisráðsins hafa sett saman. Til stóð að atkvæðagreiðslan færi fram í dag, en til þess að nægur tími gæfist fyrir umræður var henni frestað til mánudags. Í afriti af ályktuninni sem Reuters hefur undir höndum kemur fram krafa um tafarlaust vopnahlé meðan á mánuði Ramadan stendur, en Ramadan hófst þann 10. mars og stendur til 9. apríl. Auk þess er krafa um að öllum gíslum Hamas verði sleppt úr haldi og neyðaraðstoð til Gasa verði meiri. Til þess að hún verði samþykkt þurfa níu af fimmtán ríkjum öryggisráðsins að greiða atkvæði með henni, án þess að eitt fimm ríkjanna sem hafa neitunarvald greiði gegn henni. Þau ríki sem hafa neitunarvald í ráðinu eru Bandaríkin, Kína, Rússland, Frakkland og Bretland. Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafnaði í gær ályktun sem sendiherra Bandaríkjanna lagði fram um brýnt vopnahlé á Gasa. Sendiherrar bæði Rússlands og Kína beittu neitunarvaldi ríkjanna til að koma í veg fyrir að ályktunin yrði samþykkt. Var þetta fjórða ályktunartillagan um vopnahlé á Gasa sem nær ekki í gegn, en í síðustu þrjú skipti hafa Bandaríkin beitt neitunarvaldinu. Í tillögunni fólst sex vikna vopnahlé á Gasa gegn því að gíslar í haldi Hamas yrðu látnir lausir. Ellefu af fimmtán ríkjum í ráðinu greiddu atkvæði með tillögunni. Öryggisráðið fundar á mánudagsmorgun og þá verða greidd atkvæði um nýja vopnahlésályktun, sem kjörnir fulltrúar öryggisráðsins hafa sett saman. Til stóð að atkvæðagreiðslan færi fram í dag, en til þess að nægur tími gæfist fyrir umræður var henni frestað til mánudags. Í afriti af ályktuninni sem Reuters hefur undir höndum kemur fram krafa um tafarlaust vopnahlé meðan á mánuði Ramadan stendur, en Ramadan hófst þann 10. mars og stendur til 9. apríl. Auk þess er krafa um að öllum gíslum Hamas verði sleppt úr haldi og neyðaraðstoð til Gasa verði meiri. Til þess að hún verði samþykkt þurfa níu af fimmtán ríkjum öryggisráðsins að greiða atkvæði með henni, án þess að eitt fimm ríkjanna sem hafa neitunarvald greiði gegn henni. Þau ríki sem hafa neitunarvald í ráðinu eru Bandaríkin, Kína, Rússland, Frakkland og Bretland.
Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira