Baltasar sleginn yfir hestamálinu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. mars 2024 14:12 Baltasar Kormákur er einn leikstjóra og framleiðanda þáttanna. Hann segir málið leiðinlegt enda hafi þjálfararnir haft allra bestu meðmæli. Vísir/Vilhelm Baltasar Kormáki og hans teymi var verulega brugðið þegar þeim barst veður af hrottafenginni meðferð hesta sem verið var að þjálfa fyrir kvikmyndaverkefni þeirra. Hann segir þjálfarana hafa verið rekna um leið og upp komst um málið. Fyrr í dag var greint frá því að spænskir hestaþjálfarar sem voru við störf í kvikmyndaverkefni hérlendis hefðu verið gripnir við harkalega meðferð hrossa sem vakti hörð viðbrögð hestamannasamfélagsins. Sjá hér. Verið var að þjálfa hestana fyrir kvikmyndatökur. Kvikmyndaverkefnið sem um ræðir er þáttaröðin King and Conqueror sem verið er að framleiða fyrir BBC og CBS. Baltasar Kormákur er leikstjóri fyrsta þáttarins og einn framleiðenda þáttaraðarinnar. Hann segir að öllum sem koma að verkefninu hafi verið verulega brugðið þegar upp komst um þjálfunaraðferðirnar. „Við vorum auðvitað í miklu sjokki og við rákum þetta fólk strax. Um leið og ég fékk veður af þessu í gær var þetta fólk kallað inn og rekið. Þetta eru sjö manns,“ segir Baltasar. Myndband af harkalegum þjálfunaraðferðum Spánverjanna, sem sjá má að ofan, fór í dreifingu á samfélagsmiðlum í gær. Baltasar segist hafa séð myndbandið í gærkvöldi um sexleytið og þjálfararnir hafi verið reknir klukkan sjö. Búið var að reka mennina þegar MAST stöðvaði starfsemina klukkan níu. Margrómaðir þjálfarar Baltasar segir að þjálfararnir hafi verið með bestu meðmæli sem hægt er að fá, þeir hafi til að mynda starfað við framleiðslu Game of Thrones og Gladiator. Framleiðendurnir stóðu í þeirri trú að þeir væru að fá toppfólk í verkefnið. Þjálfararnir hafi svo margbrotið reglur bæði MAST og reglur framleiðandans. Baltasar segir svo að hann hafi sjálfur verið með hesta í 40-50 ár og svona meðferð sé eitthvað sem hann standi alls ekki fyrir. Honum þykir málið mjög leiðinlegt, enda hafi hann brugðist við um leið og fréttir af þessu bárust. Hestar Kvikmyndagerð á Íslandi Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hestamisþyrmingar fyrir íslenska kvikmyndaframleiðslu Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið sérstaka þjálfun á hestum til þátttöku í kvikmyndaframleiðslu vegna hrottalegrar meðferðar. Alvarleg atvik sjást á myndbandi sem er í dreifingu á Facebook. Spænskir atvinnumenn með mikla reynslu af hestaþjálfun voru fengnir í verkið, en í myndbandinu sjást þeir berja hestana í hausinn og sýna mjög harkalega reiðmennsku. Búið er að reka þjálfarana og alla sem komu að málinu. 23. mars 2024 11:37 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Fyrr í dag var greint frá því að spænskir hestaþjálfarar sem voru við störf í kvikmyndaverkefni hérlendis hefðu verið gripnir við harkalega meðferð hrossa sem vakti hörð viðbrögð hestamannasamfélagsins. Sjá hér. Verið var að þjálfa hestana fyrir kvikmyndatökur. Kvikmyndaverkefnið sem um ræðir er þáttaröðin King and Conqueror sem verið er að framleiða fyrir BBC og CBS. Baltasar Kormákur er leikstjóri fyrsta þáttarins og einn framleiðenda þáttaraðarinnar. Hann segir að öllum sem koma að verkefninu hafi verið verulega brugðið þegar upp komst um þjálfunaraðferðirnar. „Við vorum auðvitað í miklu sjokki og við rákum þetta fólk strax. Um leið og ég fékk veður af þessu í gær var þetta fólk kallað inn og rekið. Þetta eru sjö manns,“ segir Baltasar. Myndband af harkalegum þjálfunaraðferðum Spánverjanna, sem sjá má að ofan, fór í dreifingu á samfélagsmiðlum í gær. Baltasar segist hafa séð myndbandið í gærkvöldi um sexleytið og þjálfararnir hafi verið reknir klukkan sjö. Búið var að reka mennina þegar MAST stöðvaði starfsemina klukkan níu. Margrómaðir þjálfarar Baltasar segir að þjálfararnir hafi verið með bestu meðmæli sem hægt er að fá, þeir hafi til að mynda starfað við framleiðslu Game of Thrones og Gladiator. Framleiðendurnir stóðu í þeirri trú að þeir væru að fá toppfólk í verkefnið. Þjálfararnir hafi svo margbrotið reglur bæði MAST og reglur framleiðandans. Baltasar segir svo að hann hafi sjálfur verið með hesta í 40-50 ár og svona meðferð sé eitthvað sem hann standi alls ekki fyrir. Honum þykir málið mjög leiðinlegt, enda hafi hann brugðist við um leið og fréttir af þessu bárust.
Hestar Kvikmyndagerð á Íslandi Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hestamisþyrmingar fyrir íslenska kvikmyndaframleiðslu Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið sérstaka þjálfun á hestum til þátttöku í kvikmyndaframleiðslu vegna hrottalegrar meðferðar. Alvarleg atvik sjást á myndbandi sem er í dreifingu á Facebook. Spænskir atvinnumenn með mikla reynslu af hestaþjálfun voru fengnir í verkið, en í myndbandinu sjást þeir berja hestana í hausinn og sýna mjög harkalega reiðmennsku. Búið er að reka þjálfarana og alla sem komu að málinu. 23. mars 2024 11:37 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Hestamisþyrmingar fyrir íslenska kvikmyndaframleiðslu Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið sérstaka þjálfun á hestum til þátttöku í kvikmyndaframleiðslu vegna hrottalegrar meðferðar. Alvarleg atvik sjást á myndbandi sem er í dreifingu á Facebook. Spænskir atvinnumenn með mikla reynslu af hestaþjálfun voru fengnir í verkið, en í myndbandinu sjást þeir berja hestana í hausinn og sýna mjög harkalega reiðmennsku. Búið er að reka þjálfarana og alla sem komu að málinu. 23. mars 2024 11:37