Strákurinn sem Ísland missti frábær í fyrsta leik með Bandaríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2024 10:31 Cole Campbell spilar með Borussia Dortmund og nú fyrir bandaríska landsliðið en ekki það íslenska. Getty/ Jonathan Moscrop William Cole Campbell ákvað að hætta að gefa kost á sér í íslensku landsliðin og skipta yfir í bandaríska landsliðið. FIFA gaf grænt ljós á skiptin og Cole spilaði sinn fyrsta leik með bandarísku landsliði þegar hann hjálpaði nítján ára landsliðinu að vinna England um helgina. Hinn átján ára gamli Cole skoraði tvö mörk í 3-2 sigri en leikurinn fór fram í Rabat í Marokkó. Í fyrra markinu fékk hann stungusendingu inn fyrir vörnina og kláraði færið af mikilli yfirvegun. Í seinna markinu þá keyrði hann á bakvörðinn og fíflaði hann áður en hann afgreiddi boltann glæsilega í markið rétt utan markteigsins. Cole skoraði tvö mörk í sjö leikjum fyrir íslenska sautján ára landsliðið og er þegar búinn að jafna það í fyrsta leik með bandarísku landsliði. Cole spilaði með FH og Breiðabliki áður en hann fór út en hann spilar nú með unglingaliði Borussia Dortmund. Hann á bandarískan föður en móðir hans er fyrrum landsliðskona Íslands, Rakel Ögmundsdóttir. Rakel lék tíu A-landsleiki fyrir Ísland og skoraði í þeim sjö mörk. Hún skoraði einnig þrjú mörk í þremur leikjum fyrir 21 árs landsliðið. Cole hefur spilað með nítján ára liði Dortmund í vetur og er með sjö stoðsendingar og tvö mörk í sextán leikjum í þýsku deildinni. Hér fyrir neðan má sjá mörkin hjá Cole. View this post on Instagram A post shared by CAA Stellar Nordic (@caastellarnordic) Bandaríski fótboltinn Þýski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
FIFA gaf grænt ljós á skiptin og Cole spilaði sinn fyrsta leik með bandarísku landsliði þegar hann hjálpaði nítján ára landsliðinu að vinna England um helgina. Hinn átján ára gamli Cole skoraði tvö mörk í 3-2 sigri en leikurinn fór fram í Rabat í Marokkó. Í fyrra markinu fékk hann stungusendingu inn fyrir vörnina og kláraði færið af mikilli yfirvegun. Í seinna markinu þá keyrði hann á bakvörðinn og fíflaði hann áður en hann afgreiddi boltann glæsilega í markið rétt utan markteigsins. Cole skoraði tvö mörk í sjö leikjum fyrir íslenska sautján ára landsliðið og er þegar búinn að jafna það í fyrsta leik með bandarísku landsliði. Cole spilaði með FH og Breiðabliki áður en hann fór út en hann spilar nú með unglingaliði Borussia Dortmund. Hann á bandarískan föður en móðir hans er fyrrum landsliðskona Íslands, Rakel Ögmundsdóttir. Rakel lék tíu A-landsleiki fyrir Ísland og skoraði í þeim sjö mörk. Hún skoraði einnig þrjú mörk í þremur leikjum fyrir 21 árs landsliðið. Cole hefur spilað með nítján ára liði Dortmund í vetur og er með sjö stoðsendingar og tvö mörk í sextán leikjum í þýsku deildinni. Hér fyrir neðan má sjá mörkin hjá Cole. View this post on Instagram A post shared by CAA Stellar Nordic (@caastellarnordic)
Bandaríski fótboltinn Þýski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira