Þaulskipulögð aðgerð sem tók örfáar sekúndur Lovísa Arnardóttir, Jón Þór Stefánsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 26. mars 2024 12:05 Peningaflutningabílnum var lagt rétt fyrir framan svæðið þar sem dökkblái bíllinn sést á myndinni. Bíl þjófanna var bakkað upp að skottinu á peningaflutningabílnum, afturdyrnar brotnar upp og þjófarnir á bak og burt á innan við mínútu. Vísir/Vilhelm Tveir þjófar stálu töskum úr peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í gær. Þjófnaðurinn virðist hafa verið þaulskipulagður og tók afar skamma stund. Samkvæmt heimildum fréttastofu bökkuðu þjófarnir á Toyota Yaris-bíl, sem nú er eftirlýstur, á talsverðum hraða upp að bíl Öryggismiðstöðvarinnar og snarhemluðu. Síðan virðast þeir hafa brotist inn í bílinn í gegnum afturhurð með því að brjóta afturrúðu hans og tóku úr honum töskur sem fullar voru af peningum, og komu sér af vettvangi. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru samkvæmt heimildum fréttastofu inni á Catalinu að sækja peninga úr spilakössunum. Þegar þeir komu út nokkrum mínútum eftir að þjófnaðurinn átti sér stað uppgötvuðu þeir að brotist hafði verið inn í bílinn og töskunum stolið. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru samkvæmt heimildum fréttastofu við störf í Hamraborg að safna fjármunum frá fyrirtækjum sem reka spilakassa á svæðinu. Bæði eru spilakassar í Vídeómarkaðnum og á Catalinu. Vídeómarkaðurinn er umboðsaðili fyrir Happdrætti háskóla Íslands á svæðinu. Tæmingin er samkvæmt heimildum einu sinni til tvisvar í viku. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gæti upphæðin verið í kringum tuttugu til þrjátíu milljónir. Eigandi Vídeómarkaðarins tjáði fréttastofu í morgun að blaðamaður yrði að ræða við Öryggismiðstöðina eða Happdrætti Háskóla Íslands. Þá vísaði eigandi Catalinu á lögreglu. Engum fjármunum var stolið af Catalinu samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Blaðamaður Vísis ræddi við fjölmarga rekstaraðila í Hamraborginni á vettvangi í morgun. Enginn hafði orðið var við þjófnaðinn fyrr en lögregla mætti á svæðið. Fréttastofa hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í fulltrúa Öryggismiðstöðvarinnar og sömuleiðis Happdrætti Háskóla Íslands. Fréttin hefur verið uppfærð. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Kópavogur Lögreglumál Fjárhættuspil Peningum stolið í Hamraborg Tengdar fréttir Litasprengjur sem eyðileggja verðmæti í töskunum sem var stolið Öryggismiðstöðin segir að fjármunum sem var stolið úr bíl fyrirtækisins úr Hamraborginni í Kópavogi í gærmorgun hafi verið í sérhæfðum læstum verðmætatöskum. Töskurnar eru búnar litasprengjum sem eyðileggja verðmæti ef tilraun er gerð til þess að nálgast þau. 26. mars 2024 13:44 Lögreglan leitar að Toyotu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir dökkgráum Toyotu-bíl sem er af gerðinni Yaris, árgerð 2014. Skráningarnúmer bílsins er NMA 87. 25. mars 2024 14:21 Brutust inn í peningaflutningabíl og stálu milljónum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja þjófa, sem brutust inn í bifreið í Hamraborg í Kópavogi á tíunda tímanum í gærmorgun og stálu milljónum. Sérsveit var kölluð til eftir að tilkynnt var um innbrotið. 26. mars 2024 10:34 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu bökkuðu þjófarnir á Toyota Yaris-bíl, sem nú er eftirlýstur, á talsverðum hraða upp að bíl Öryggismiðstöðvarinnar og snarhemluðu. Síðan virðast þeir hafa brotist inn í bílinn í gegnum afturhurð með því að brjóta afturrúðu hans og tóku úr honum töskur sem fullar voru af peningum, og komu sér af vettvangi. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru samkvæmt heimildum fréttastofu inni á Catalinu að sækja peninga úr spilakössunum. Þegar þeir komu út nokkrum mínútum eftir að þjófnaðurinn átti sér stað uppgötvuðu þeir að brotist hafði verið inn í bílinn og töskunum stolið. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru samkvæmt heimildum fréttastofu við störf í Hamraborg að safna fjármunum frá fyrirtækjum sem reka spilakassa á svæðinu. Bæði eru spilakassar í Vídeómarkaðnum og á Catalinu. Vídeómarkaðurinn er umboðsaðili fyrir Happdrætti háskóla Íslands á svæðinu. Tæmingin er samkvæmt heimildum einu sinni til tvisvar í viku. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gæti upphæðin verið í kringum tuttugu til þrjátíu milljónir. Eigandi Vídeómarkaðarins tjáði fréttastofu í morgun að blaðamaður yrði að ræða við Öryggismiðstöðina eða Happdrætti Háskóla Íslands. Þá vísaði eigandi Catalinu á lögreglu. Engum fjármunum var stolið af Catalinu samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Blaðamaður Vísis ræddi við fjölmarga rekstaraðila í Hamraborginni á vettvangi í morgun. Enginn hafði orðið var við þjófnaðinn fyrr en lögregla mætti á svæðið. Fréttastofa hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í fulltrúa Öryggismiðstöðvarinnar og sömuleiðis Happdrætti Háskóla Íslands. Fréttin hefur verið uppfærð. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Kópavogur Lögreglumál Fjárhættuspil Peningum stolið í Hamraborg Tengdar fréttir Litasprengjur sem eyðileggja verðmæti í töskunum sem var stolið Öryggismiðstöðin segir að fjármunum sem var stolið úr bíl fyrirtækisins úr Hamraborginni í Kópavogi í gærmorgun hafi verið í sérhæfðum læstum verðmætatöskum. Töskurnar eru búnar litasprengjum sem eyðileggja verðmæti ef tilraun er gerð til þess að nálgast þau. 26. mars 2024 13:44 Lögreglan leitar að Toyotu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir dökkgráum Toyotu-bíl sem er af gerðinni Yaris, árgerð 2014. Skráningarnúmer bílsins er NMA 87. 25. mars 2024 14:21 Brutust inn í peningaflutningabíl og stálu milljónum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja þjófa, sem brutust inn í bifreið í Hamraborg í Kópavogi á tíunda tímanum í gærmorgun og stálu milljónum. Sérsveit var kölluð til eftir að tilkynnt var um innbrotið. 26. mars 2024 10:34 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Litasprengjur sem eyðileggja verðmæti í töskunum sem var stolið Öryggismiðstöðin segir að fjármunum sem var stolið úr bíl fyrirtækisins úr Hamraborginni í Kópavogi í gærmorgun hafi verið í sérhæfðum læstum verðmætatöskum. Töskurnar eru búnar litasprengjum sem eyðileggja verðmæti ef tilraun er gerð til þess að nálgast þau. 26. mars 2024 13:44
Lögreglan leitar að Toyotu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir dökkgráum Toyotu-bíl sem er af gerðinni Yaris, árgerð 2014. Skráningarnúmer bílsins er NMA 87. 25. mars 2024 14:21
Brutust inn í peningaflutningabíl og stálu milljónum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja þjófa, sem brutust inn í bifreið í Hamraborg í Kópavogi á tíunda tímanum í gærmorgun og stálu milljónum. Sérsveit var kölluð til eftir að tilkynnt var um innbrotið. 26. mars 2024 10:34