Japanskt fyrirtæki skiptir ungbarnableyjum út fyrir fullorðinsbleyjur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2024 07:14 Á meðan hver kona þarf að eignast 2,1 barn til að viðhalda þjóðinni gera áætlanir nú ráð fyrir að hver japönsk kona á barneignaraldri muni eignast 1,3 börn. Getty/Anadolu/David Mareuil Oji Holdings, fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu ýmissa pappírsvara, hefur tilkynnt að það hyggist hætta að framleiða bleyjur fyrir ungabörn og auka þess í stað framleiðslu sína á bleyjum fyrir fullorðna. Ákvörðun forsvarsmanna fyrirtækisins endurspeglar örar breytingar á aldurssamsetningu japönsku þjóðarinnar, þar sem mjög hefur dregið úr frjósemi og þjóðin verður sífellt eldri. Sala á ungbarnableyjum Oji Holdings hefur dregist saman um rúm 42 prósent frá árinu 2001 en meira en áratugur er liðinn frá því að fleiri fullorðinsbleyjur fóru að seljast í Japan en barnableyjur. Samkvæmt umfjöllun Guardian fæddust 758.631 barn í landinu árið 2023 en 1,6 milljón manna lést. Hlutfall barna undir 15 ára er nú aðeins 12 prósent af heildarfjölda íbúa en 30 prósent eru 65 ára og eldri. Spár gera ráð fyrir að fjöldi íbúa muni dragast saman úr 125 milljónum í dag í 88 milljónir árið 2065 en það er 30 prósent fækkun á 45 árum. Forsætisráðherrann Fumio Kishida segir um að ræða „tilvistarkreppu“ og hefur heitið auknum fjárhagslegum stuðningi við fjölskyldur með börn. Hinar ýmsu aðgerðir sem yfirvöld hafa gripið til til að hvetja fólk til barneigna virðast hins vegar hafa borið takmarkaðan árangur. Það er því ef til vill ekkert skrýtið að framleiðendur horfi frekar til þeirra aldurshópa þar sem mannfjölgunin er mest. Talsmaður Oji Holdings segir þannig að til viðbótar við að framleiða bleyjur fyrir fullorðna hyggist fyrirtækið einnig selja ýmsar hreinlætisvörur fyrir aldraða, til notkunar á hjúkrunarheimilum og víðar. Japan Frjósemi Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Sjá meira
Ákvörðun forsvarsmanna fyrirtækisins endurspeglar örar breytingar á aldurssamsetningu japönsku þjóðarinnar, þar sem mjög hefur dregið úr frjósemi og þjóðin verður sífellt eldri. Sala á ungbarnableyjum Oji Holdings hefur dregist saman um rúm 42 prósent frá árinu 2001 en meira en áratugur er liðinn frá því að fleiri fullorðinsbleyjur fóru að seljast í Japan en barnableyjur. Samkvæmt umfjöllun Guardian fæddust 758.631 barn í landinu árið 2023 en 1,6 milljón manna lést. Hlutfall barna undir 15 ára er nú aðeins 12 prósent af heildarfjölda íbúa en 30 prósent eru 65 ára og eldri. Spár gera ráð fyrir að fjöldi íbúa muni dragast saman úr 125 milljónum í dag í 88 milljónir árið 2065 en það er 30 prósent fækkun á 45 árum. Forsætisráðherrann Fumio Kishida segir um að ræða „tilvistarkreppu“ og hefur heitið auknum fjárhagslegum stuðningi við fjölskyldur með börn. Hinar ýmsu aðgerðir sem yfirvöld hafa gripið til til að hvetja fólk til barneigna virðast hins vegar hafa borið takmarkaðan árangur. Það er því ef til vill ekkert skrýtið að framleiðendur horfi frekar til þeirra aldurshópa þar sem mannfjölgunin er mest. Talsmaður Oji Holdings segir þannig að til viðbótar við að framleiða bleyjur fyrir fullorðna hyggist fyrirtækið einnig selja ýmsar hreinlætisvörur fyrir aldraða, til notkunar á hjúkrunarheimilum og víðar.
Japan Frjósemi Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Sjá meira