Skammar lögreglu fyrir að nota lego til að dylja andlit sakborninga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. mars 2024 07:54 Lögreglan í Murrieta leitar nú nýrra leiða til að dylja andlit sakborninga í færslum á samfélagsmiðlum. AP/Lögreglan í Murrieta Lögreglan í Murrieta, í suðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum, hefur verið skömmuð af danska leikfangafyrirtækinu Lego. Það er fyrir að nota myndir af legohöfðum til að dulbúa sakborninga í ljósmyndum sem embættið birtir á samfélagsmiðlum. Embættið hefur síðan snemma á síðasta ári límt legohöfuð yfir andlit sakborninga á ljósmyndum sem það hefur birt á netinu. Myndirnar tröllriðu netinu ekki fyrr en í síðustu viku eftir að embættið birti færslu um þessa stefnu sína, sem fjallað var um í fréttum. Í kjölfarið barst ósk frá Lego að lögreglan hætti að nota vörur fyrirtækisins í þessum tilgangi. „Hvers vegna eru andlitin dulin?“ sagði í Instagram-færslu sem lögregluembættið birti 18. mars síðastliðinn. Með færslunni fylgdi mynd af fimm mönnum í haldi lögreglu og var búið að þekja andlit þeirra með höfðum legokarla. Í færslunni var svo vísað til lagaákvæðis, sem tók gildi í Kaliforníu um áramótin, sem takmarkar heimild lögreglu til að deila ljósmyndum af föngum á samfélagsmiðlum. „Lögreglan í Murrieta hreykir sig af upplýsingagjöf til almennings en tryggir á sama tíma réttindi allra, jafnvel grunaðra,“ sagði í færslunni. View this post on Instagram A post shared by Murrieta Police Department (@murrietapd) Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að víða í Bandaríkjunum tíðkist það hjá lögregluembættum að birta myndir af grunuðum glæpamönnum á samfélagsmiðlum, sem hvatningu fyrir nærsamfélagið að hafa augun opin. Sérfræðingar hafa þó í auknu mæli bent á neikvæðar hliðar þess að birta ljósmyndir af sakborningum á samfélagsmiðlum. Til dæmis geti fangamyndir haft neikvæð áhrif á möguleika fólks til að fá vinnu og svo framvegis. Samkvæmt nýrri löggjöf Kaliforníu þurfa lögregluembætti að fjarlægja myndir af sakborningum af samfélagsmiðlum innan tveggja vikna eftir að þær eru birtar, nema við sérstakar aðstæður, til dæmis ef sakborningur er á hlaupum undan lögreglu eða talinn hættulegur almenningi. Þá er lögreglu bannað að birta myndir af fólki sem ekki hefur sýnt af sér ofbeldishegðun. View this post on Instagram A post shared by Murrieta Police Department (@murrietapd) Lögreglan í Murrieta tók ákvörðun innan sinna veggja í janúar í fyrra að birta almennt ekki myndir af andlitum fólks. 19. mars síðastliðinn greindi embættið svo frá því, eftir ákveðið fjölmiðlafár, að Lego hafi óskað eftir því að vörur þeirra yrðu ekki notaðar í þessum tilgangi. „Við erum að leita nýrra leiða til þess að geta haldið áfram myndbirtingum með svipuðu móti,“ segir Jeremy Durrant, lögreglumaður í samtali við Guardian. Bandaríkin Danmörk Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira
Embættið hefur síðan snemma á síðasta ári límt legohöfuð yfir andlit sakborninga á ljósmyndum sem það hefur birt á netinu. Myndirnar tröllriðu netinu ekki fyrr en í síðustu viku eftir að embættið birti færslu um þessa stefnu sína, sem fjallað var um í fréttum. Í kjölfarið barst ósk frá Lego að lögreglan hætti að nota vörur fyrirtækisins í þessum tilgangi. „Hvers vegna eru andlitin dulin?“ sagði í Instagram-færslu sem lögregluembættið birti 18. mars síðastliðinn. Með færslunni fylgdi mynd af fimm mönnum í haldi lögreglu og var búið að þekja andlit þeirra með höfðum legokarla. Í færslunni var svo vísað til lagaákvæðis, sem tók gildi í Kaliforníu um áramótin, sem takmarkar heimild lögreglu til að deila ljósmyndum af föngum á samfélagsmiðlum. „Lögreglan í Murrieta hreykir sig af upplýsingagjöf til almennings en tryggir á sama tíma réttindi allra, jafnvel grunaðra,“ sagði í færslunni. View this post on Instagram A post shared by Murrieta Police Department (@murrietapd) Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að víða í Bandaríkjunum tíðkist það hjá lögregluembættum að birta myndir af grunuðum glæpamönnum á samfélagsmiðlum, sem hvatningu fyrir nærsamfélagið að hafa augun opin. Sérfræðingar hafa þó í auknu mæli bent á neikvæðar hliðar þess að birta ljósmyndir af sakborningum á samfélagsmiðlum. Til dæmis geti fangamyndir haft neikvæð áhrif á möguleika fólks til að fá vinnu og svo framvegis. Samkvæmt nýrri löggjöf Kaliforníu þurfa lögregluembætti að fjarlægja myndir af sakborningum af samfélagsmiðlum innan tveggja vikna eftir að þær eru birtar, nema við sérstakar aðstæður, til dæmis ef sakborningur er á hlaupum undan lögreglu eða talinn hættulegur almenningi. Þá er lögreglu bannað að birta myndir af fólki sem ekki hefur sýnt af sér ofbeldishegðun. View this post on Instagram A post shared by Murrieta Police Department (@murrietapd) Lögreglan í Murrieta tók ákvörðun innan sinna veggja í janúar í fyrra að birta almennt ekki myndir af andlitum fólks. 19. mars síðastliðinn greindi embættið svo frá því, eftir ákveðið fjölmiðlafár, að Lego hafi óskað eftir því að vörur þeirra yrðu ekki notaðar í þessum tilgangi. „Við erum að leita nýrra leiða til þess að geta haldið áfram myndbirtingum með svipuðu móti,“ segir Jeremy Durrant, lögreglumaður í samtali við Guardian.
Bandaríkin Danmörk Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira