Blóð, sviti, tár og andvökunætur Guðmundar Aron Guðmundsson skrifar 27. mars 2024 10:31 Guðmundur Guðmundsson hefur verið að gera frábæra hluti með lið Fredericia í Danmörku Mynd: Fredericia Íslenski handboltaþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur verið að ná sögulegum árangri með lið Fredericia í efstu deild Danmerkur. Liðið hefur nú þegar tryggt sér annað sætið í deildarkeppninni og mun á næsta tímabili, í fyrsta sinn í sögunni, taka þátt í Evrópukeppni. Síðasta tímabil var fyrsta tímabil liðsins undir stjórn Guðmundar. Árangurinn lét ekki á sér standa. Það tímabil vann Fredericia sína fyrstu medalíu í langan tíma eftir að hafa komist í undanúrslit dönsku deildarinnar í fyrsta sinn í fjörutíu og þrjú ár. Var þá haft á orði að Guðmundur hafi vakið sofandi björn og það virðist hafa verið rétt metið. Gengi Fredericia á yfirstandandi tímabili hefur verið afbragðs gott. Liðið horfir nú fram á úrslitakeppni dönsku deildarinnar. Þegar að kallið kom frá Fredericia á sínum tíma var Guðmundur starfandi þjálfari íslenska landsliðsins, og sinnti um gott skeið báðum störfum. Verkefnið í Danmörku heillaði. Það var af þeim toga sem Guðmundur hafði tekist á við nokkrum sinnum á sínum ferli. „Minn ferill hefur einkennst mjög mikið af því að ég hef fengið það hlutverk að byggja upp lið,“ segir Guðmundur í Besta sætinu, hlaðvarpi Íþróttadeildar Sýnar. „Ég hef verið að taka við liðum sem hafa kannski ekki verið að gera neitt sérstaka hluti. Ég hef margoft gert þetta og kann þetta. Ég get alveg sagt það. Ég held að það sé ein stærsta ástæðan fyrir því að forráðamenn Fredericia fengu mig hingað. Ég er að gera það sem ég kann mjög vel. Að taka við liði, byggja það upp og taka það áfram á næsta stig. Ég hef gert þetta bæði með landslið og félagslið mörgum sinnum. Þetta er ekkert nýtt fyrir mér.“ Guðmundur hefur mikið dálæti á slíkum verkefnum. Þetta eru hins vegar ekki auðveld verkefni að taka að sér. „Mér finnst þetta gríðarlega skemmtilegt verkefni. En auðvitað er þetta á sama tíma mjög krefjandi. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Bakvið þetta eru blóð, sviti og tár. Andvökunætur og svo framvegis. Sem betur fer er það enn þá hjá mér sem þjálfari að ég hef mikla ástríðu fyrir því sem ég er að gera. Hef orkuna í þetta, viljann og væntanlega getuna. Þess vegna er þetta stórskemmtilegt.“ Viðtalið við Guðmund Guðmundsson, þjálfara Frederica í Danmörku, í Besta sætinu má hlusta á í heild sinni hér: Danski handboltinn Tengdar fréttir Guðmundur segist bara hafa sagt sannleikann Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson gengur til liðs við efstu deildar lið Fredericia fyrir næsta tímabil í danska handboltanum og mun þar leika undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Arnór segir símtal frá Guðmundi hafa mikið að segja í hans ákvörðun að ganga til liðs við félagið. Guðmundur sjálfur segist bara hafa sagt Arnóri sannleikann um félagið. 25. mars 2024 08:01 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
Síðasta tímabil var fyrsta tímabil liðsins undir stjórn Guðmundar. Árangurinn lét ekki á sér standa. Það tímabil vann Fredericia sína fyrstu medalíu í langan tíma eftir að hafa komist í undanúrslit dönsku deildarinnar í fyrsta sinn í fjörutíu og þrjú ár. Var þá haft á orði að Guðmundur hafi vakið sofandi björn og það virðist hafa verið rétt metið. Gengi Fredericia á yfirstandandi tímabili hefur verið afbragðs gott. Liðið horfir nú fram á úrslitakeppni dönsku deildarinnar. Þegar að kallið kom frá Fredericia á sínum tíma var Guðmundur starfandi þjálfari íslenska landsliðsins, og sinnti um gott skeið báðum störfum. Verkefnið í Danmörku heillaði. Það var af þeim toga sem Guðmundur hafði tekist á við nokkrum sinnum á sínum ferli. „Minn ferill hefur einkennst mjög mikið af því að ég hef fengið það hlutverk að byggja upp lið,“ segir Guðmundur í Besta sætinu, hlaðvarpi Íþróttadeildar Sýnar. „Ég hef verið að taka við liðum sem hafa kannski ekki verið að gera neitt sérstaka hluti. Ég hef margoft gert þetta og kann þetta. Ég get alveg sagt það. Ég held að það sé ein stærsta ástæðan fyrir því að forráðamenn Fredericia fengu mig hingað. Ég er að gera það sem ég kann mjög vel. Að taka við liði, byggja það upp og taka það áfram á næsta stig. Ég hef gert þetta bæði með landslið og félagslið mörgum sinnum. Þetta er ekkert nýtt fyrir mér.“ Guðmundur hefur mikið dálæti á slíkum verkefnum. Þetta eru hins vegar ekki auðveld verkefni að taka að sér. „Mér finnst þetta gríðarlega skemmtilegt verkefni. En auðvitað er þetta á sama tíma mjög krefjandi. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Bakvið þetta eru blóð, sviti og tár. Andvökunætur og svo framvegis. Sem betur fer er það enn þá hjá mér sem þjálfari að ég hef mikla ástríðu fyrir því sem ég er að gera. Hef orkuna í þetta, viljann og væntanlega getuna. Þess vegna er þetta stórskemmtilegt.“ Viðtalið við Guðmund Guðmundsson, þjálfara Frederica í Danmörku, í Besta sætinu má hlusta á í heild sinni hér:
Danski handboltinn Tengdar fréttir Guðmundur segist bara hafa sagt sannleikann Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson gengur til liðs við efstu deildar lið Fredericia fyrir næsta tímabil í danska handboltanum og mun þar leika undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Arnór segir símtal frá Guðmundi hafa mikið að segja í hans ákvörðun að ganga til liðs við félagið. Guðmundur sjálfur segist bara hafa sagt Arnóri sannleikann um félagið. 25. mars 2024 08:01 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
Guðmundur segist bara hafa sagt sannleikann Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson gengur til liðs við efstu deildar lið Fredericia fyrir næsta tímabil í danska handboltanum og mun þar leika undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Arnór segir símtal frá Guðmundi hafa mikið að segja í hans ákvörðun að ganga til liðs við félagið. Guðmundur sjálfur segist bara hafa sagt Arnóri sannleikann um félagið. 25. mars 2024 08:01