Tónlist í gleði og sorg Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 28. mars 2024 09:01 Þegar leitað er að kjarna mennskunnar er tónlist þar ætíð nærri. Í móðurkviði þroskast fóstur undir taktföstum hjartslætti móður sinnar og það er vart til það foreldri sem ekki syngur fyrir börn sín í þeim tilgangi að miðla nærveru og ást. Hið sama á við um mannlegt samfélag en það er ekki til það samfélag manna sem ekki syngur og skapar tónlist með einhverjum hætti. Mannfræðin hefur leitað í brunn tónlistarinnar frá því á 19. öld í leit að því sem sameinar öll samfélög og með þeim augum er tónlist sögð sammannlegt fyrirbæri, sem skapar og styrkir mannleg tengsl. Í fornöld bera grískar og rómverskar heimildir vitni um fjölbreytt tónlistarlíf og í hinum biblíulega arfi er að finna sálmabók Davíðssálma, sálma sem að öllum líkindum voru sungnir en þar sem nótnaskrift var ekki til í fornöld eru einungis þagnirnar varðveittar. Trúarlíf og tónlist eru tengd órofaböndum og trúarheimspekingurinn Julian Perlmutter hefur rannsakað áhrif tónlistar á trúarupplifun einstaklinga, en tónlist „getur aðstoðað hlustendur að opna hugann fyrir trúarlegri upplifun“. Fjölmargar rannsóknir bera vitni um mátt tónlistar og sýnt hefur verið fram á áhrif tónlistarnáms á heilaþroska og tónlistarmeðferðar (músíkþerapíu) við kvíða og meðhöndlun ýmissa sjúkdóma. Við kveðjustund ástvinar hefur tónlist mikilvægu hlutverki að gegna og í útförum getur tónlist minnt á þann sem látinn er og miðlað þakklæti og sorg með hætti sem hið talaða orð getur ekki. Í sænskum rannsóknum er áætlað að í um 99% útfara þar í landi sé tónlist flutt í einni eða annarri mynd og að slíkur flutningur hafi þrennskonar tilgang, að minna á þann sem látinn er, að tengja saman syrgjendur á kveðjustundu og að það að velja tónlist fyrir útför sé mikilvægur hluti af því sálgæslu og sorgarferli sem ástvinir þurfa að ganga í gegnum. Hið sama má segja um íslenskar jarðafarir en það er vandfundin sú útför þar sem ekki er flutt tónlist í einhverri mynd. Liðin er sú tíð að einungis megi flytja sorgarsálma í útförum og syrgjendur gera í dag ríkar kröfur á tónlistarfólk að flytja fjölbreytta tónlist sem styður við sorgarferli þeirra á kveðjustundu. Kirstín Erna Blöndal hefur rannsakað þátt tónlistar í sálgæslu við syrgjendur í útförum og í sorgarferli og niðurstöður hennar benda annarsvegar á mikilvægi þess að aðstandendur séu studdir til að velja persónlega tónlist við útför ástvinar og hinsvegar að tónlistarflutningur getur stutt við að heimsækja sorgarferlið, þegar einhver tími hefur liðið frá andláti ástvinar. „Tónlistin orðar og lýsir tilfinningum sem við eigum stundum erfitt með að tjá í sorg.“ Sorg og ást eru systkini, án ástar er engin sorg og sorgin er ástarjátning þess sem hefur elskað og misst. Ástarlög og gleðisöngvar eiga því ekki síður við í útför en sálmar og lög sem lýsa sorg og trega. Á föstudaginn langa verður í Fríkirkjunni í Reykjavík stund þar sem fjallað verður um mátt tónlistar í gleði og sorg. Þar verður flutt fjölbreytt tónlist, sem styður við minningar okkar og tilfinningalíf, og Kirstín Erna Blöndal fjallar um tónlist sem sálgæslutæki í lífinu. Stundin hefst klukkan 17. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Tónlist Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar leitað er að kjarna mennskunnar er tónlist þar ætíð nærri. Í móðurkviði þroskast fóstur undir taktföstum hjartslætti móður sinnar og það er vart til það foreldri sem ekki syngur fyrir börn sín í þeim tilgangi að miðla nærveru og ást. Hið sama á við um mannlegt samfélag en það er ekki til það samfélag manna sem ekki syngur og skapar tónlist með einhverjum hætti. Mannfræðin hefur leitað í brunn tónlistarinnar frá því á 19. öld í leit að því sem sameinar öll samfélög og með þeim augum er tónlist sögð sammannlegt fyrirbæri, sem skapar og styrkir mannleg tengsl. Í fornöld bera grískar og rómverskar heimildir vitni um fjölbreytt tónlistarlíf og í hinum biblíulega arfi er að finna sálmabók Davíðssálma, sálma sem að öllum líkindum voru sungnir en þar sem nótnaskrift var ekki til í fornöld eru einungis þagnirnar varðveittar. Trúarlíf og tónlist eru tengd órofaböndum og trúarheimspekingurinn Julian Perlmutter hefur rannsakað áhrif tónlistar á trúarupplifun einstaklinga, en tónlist „getur aðstoðað hlustendur að opna hugann fyrir trúarlegri upplifun“. Fjölmargar rannsóknir bera vitni um mátt tónlistar og sýnt hefur verið fram á áhrif tónlistarnáms á heilaþroska og tónlistarmeðferðar (músíkþerapíu) við kvíða og meðhöndlun ýmissa sjúkdóma. Við kveðjustund ástvinar hefur tónlist mikilvægu hlutverki að gegna og í útförum getur tónlist minnt á þann sem látinn er og miðlað þakklæti og sorg með hætti sem hið talaða orð getur ekki. Í sænskum rannsóknum er áætlað að í um 99% útfara þar í landi sé tónlist flutt í einni eða annarri mynd og að slíkur flutningur hafi þrennskonar tilgang, að minna á þann sem látinn er, að tengja saman syrgjendur á kveðjustundu og að það að velja tónlist fyrir útför sé mikilvægur hluti af því sálgæslu og sorgarferli sem ástvinir þurfa að ganga í gegnum. Hið sama má segja um íslenskar jarðafarir en það er vandfundin sú útför þar sem ekki er flutt tónlist í einhverri mynd. Liðin er sú tíð að einungis megi flytja sorgarsálma í útförum og syrgjendur gera í dag ríkar kröfur á tónlistarfólk að flytja fjölbreytta tónlist sem styður við sorgarferli þeirra á kveðjustundu. Kirstín Erna Blöndal hefur rannsakað þátt tónlistar í sálgæslu við syrgjendur í útförum og í sorgarferli og niðurstöður hennar benda annarsvegar á mikilvægi þess að aðstandendur séu studdir til að velja persónlega tónlist við útför ástvinar og hinsvegar að tónlistarflutningur getur stutt við að heimsækja sorgarferlið, þegar einhver tími hefur liðið frá andláti ástvinar. „Tónlistin orðar og lýsir tilfinningum sem við eigum stundum erfitt með að tjá í sorg.“ Sorg og ást eru systkini, án ástar er engin sorg og sorgin er ástarjátning þess sem hefur elskað og misst. Ástarlög og gleðisöngvar eiga því ekki síður við í útför en sálmar og lög sem lýsa sorg og trega. Á föstudaginn langa verður í Fríkirkjunni í Reykjavík stund þar sem fjallað verður um mátt tónlistar í gleði og sorg. Þar verður flutt fjölbreytt tónlist, sem styður við minningar okkar og tilfinningalíf, og Kirstín Erna Blöndal fjallar um tónlist sem sálgæslutæki í lífinu. Stundin hefst klukkan 17. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun