Gæludýrin þurfa að ferðast með töskunum Árni Sæberg skrifar 27. mars 2024 11:00 Þessi hundur mætti ekki sitja í þessu sæti á leiðinni til Íslands. Nema hann væri hjálparhundur eða einungis að millilenda. Ryan Jello/Getty Ekki er lengur heimilt að flytja hunda og ketti til landsins í farþegarými flugvéla. Í tilkynningu á vef Matvælastofnunar segir að breyting hafi verið gerð á reglugerð um innflutning hunda og katta, sem meðal annars feli í sér að ekki verður lengur heimilt að flytja hunda og ketti til landsins í farþegarými flugvéla. Breytingin taki gildi 11. apríl næstkomandi. Nýleg dæmi séu um ólöglegan innflutning hunda sem fluttir voru með þessum hætti. Farþegar hafi þá komist óáreittir með hundana út í gegnum flugstöðina. Það sé alvarlegt brot á þeim innflutningsskilyrðum sem hér gilda. Hjálparhundar og tengifarþegar áfram leyfðir Áfram verði þó heimilt að flytja vottaða hjálparhunda í farþegarými og hunda og ketti sem aðeins millilenda á Íslandi. Hundar og kettir sem fengið hafa innflutningsleyfi, og eru á leið í einangrun á Íslandi, séu alla jafna fluttir til landsins sem frakt eða farangur, eða um 85 prósent dýranna. Þessi breyting hafi því ekki áhrif á stóran hluta hunda- og kattainnflutnings. Sníkjudýr algengust Í tilkynningunni segir að að lokinni innflutningsskoðun á Keflavíkurflugvelli séu dýrin flutt í einangrunarstöð þar sem þau dvelja í tvær vikur. Á meðan dvöl í einangrunarstöð stendur sé fylgst með heilsufari dýranna og sýni tekin til rannsókna. Þrátt fyrir að auknar heilbrigðiskröfur fyrir innflutning hafi verið teknar upp árið 2020 sé nokkuð um að dýr í einangrun greinist með smit, sér í lagi ýmis sníkjudýr. Í þeim tilfellum sé hægt að hefja meðhöndlun og koma í veg fyrir að smitefnin berist í önnur dýr í landinu. Með þeirri reglugerð sem hér um ræðir sé einnig gerð breyting á lista yfir viðurkennd útflutningslönd en það eru lönd sem að mati Matvælastofnunar hafa sýnt fram á viðunandi dýrasjúkdómastöðu og dýraheilbrigðisþjónustu. Með breytingunni færist Singapore upp í flokk landa sem eru án hundaæðis (landaflokk 1) en Serbía, Slóvakía og Ungverjaland færist niður í flokk landa þar sem hundaæði er haldið vel í skefjum (landaflokk 2). Bosnía og Hersegóvína og Taívan teljist nú til viðurkenndra útflutningslanda og flokkist í landaflokk 2. Dýr Hundar Kettir Fréttir af flugi Gæludýr Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Sjá meira
Í tilkynningu á vef Matvælastofnunar segir að breyting hafi verið gerð á reglugerð um innflutning hunda og katta, sem meðal annars feli í sér að ekki verður lengur heimilt að flytja hunda og ketti til landsins í farþegarými flugvéla. Breytingin taki gildi 11. apríl næstkomandi. Nýleg dæmi séu um ólöglegan innflutning hunda sem fluttir voru með þessum hætti. Farþegar hafi þá komist óáreittir með hundana út í gegnum flugstöðina. Það sé alvarlegt brot á þeim innflutningsskilyrðum sem hér gilda. Hjálparhundar og tengifarþegar áfram leyfðir Áfram verði þó heimilt að flytja vottaða hjálparhunda í farþegarými og hunda og ketti sem aðeins millilenda á Íslandi. Hundar og kettir sem fengið hafa innflutningsleyfi, og eru á leið í einangrun á Íslandi, séu alla jafna fluttir til landsins sem frakt eða farangur, eða um 85 prósent dýranna. Þessi breyting hafi því ekki áhrif á stóran hluta hunda- og kattainnflutnings. Sníkjudýr algengust Í tilkynningunni segir að að lokinni innflutningsskoðun á Keflavíkurflugvelli séu dýrin flutt í einangrunarstöð þar sem þau dvelja í tvær vikur. Á meðan dvöl í einangrunarstöð stendur sé fylgst með heilsufari dýranna og sýni tekin til rannsókna. Þrátt fyrir að auknar heilbrigðiskröfur fyrir innflutning hafi verið teknar upp árið 2020 sé nokkuð um að dýr í einangrun greinist með smit, sér í lagi ýmis sníkjudýr. Í þeim tilfellum sé hægt að hefja meðhöndlun og koma í veg fyrir að smitefnin berist í önnur dýr í landinu. Með þeirri reglugerð sem hér um ræðir sé einnig gerð breyting á lista yfir viðurkennd útflutningslönd en það eru lönd sem að mati Matvælastofnunar hafa sýnt fram á viðunandi dýrasjúkdómastöðu og dýraheilbrigðisþjónustu. Með breytingunni færist Singapore upp í flokk landa sem eru án hundaæðis (landaflokk 1) en Serbía, Slóvakía og Ungverjaland færist niður í flokk landa þar sem hundaæði er haldið vel í skefjum (landaflokk 2). Bosnía og Hersegóvína og Taívan teljist nú til viðurkenndra útflutningslanda og flokkist í landaflokk 2.
Dýr Hundar Kettir Fréttir af flugi Gæludýr Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Sjá meira