Flestir öryggishnappar vegna heimilisofbeldis Jakob Bjarnar skrifar 27. mars 2024 13:47 Tilefni þess að fólk fái öryggishnapp eru af ýmsum toga en flest málanna tengjast þó heimilisofbeldi. vísir/vilhelm Eftir því sem næst verður komist eru 106 öryggishnappar í umferð hér á landi og eru ýmsar ástæður fyrir notkun þeirra af ýmsum toga. Fólk sem er með slíka hnappa á það þó sameiginlegt að óttast um öryggi sitt. „Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði skráð 117 færslur um öryggishnappa frá árinu 2015 í 106 málum,“ segir Helena Rós Sturludóttir samskiptastjóri Ríkislögreglustjóra. Tuttugu tilvik á Suðurnesjum frá 2015 Sem sagt, í umferð eru 106 öryggishnappar sem fólk ber af ýmsum ástæðum. Eins og geta má nærri um tengjast öryggishnapparnir heimilisofbeldismálum en ástæðurnar geta verið af ýmsum toga. Vísir hefur til að mynda fengið upplýsingar um að menn hafi mátt sæta alvarlegum hótunum vegna tengsla sinna við fyrrverandi eiginkonur þekktra ofbeldismanna. Og bera því hnapp sem veitir þeim einskonar öryggistilfinningu, þó ekki taki langan tíma að framfylgja alvarlegum hótunum. Helena Rós hjá Ríkislögreglustjóra segir algengara að fólk óski þess að sími sé vaktaður en að notast sé við öryggishnapp.vísir/vilhelm Helena Rós kannaði málið en hún segir lögregluembættin sjálf sjá um að panta hnappa og eru þeir í vöktun hjá öryggisfyrirtæki. „Ekki liggja fyrir miðlægar upplýsingar frá öllum embættum er varðar notkun öryggishnappa en við upphaf árs 2022 var kannað með stöðuna. Þá kom fram að lögreglan í Vestmannaeyjum og á Norðurlandi Vestra höfðu aldrei nýtt sér öryggishnapp. Á Norðurlandi Eystra einu sinni, á Austurlandi og Suðurlandi í tveimur tilvikum og í þremur tilvikum á Vesturlandi. Frá árinu 2015 hafði öryggishnappur verið notaður á Suðurnesjum í 20 tilvika.“ 83 málanna tengdust heimilisofbeldi Hér er um að ræða fjölda hnappa sem hafa verið í notkun hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en ekki fjöldi tilvika tengd þeim. Hvert embætti heldur utan um þetta fyrir sig og ekki er til miðlæg skrá. „Í einhverjum málum hefur þurft að skipta út hnappi eða hnappi verið skilað en svo fenginn aftur síðar. Í örfáum málum var úthlutað fleiri en einum hnappi,“ segir Helena Rós. Tölurnar sem Helena hefur aðgengilegar líta svona út: Af þessum 106 málum tengdust 83 heimilisofbeldi og átta til viðbótar sem mætti skilgreina sem kynbundið ofbeldi. „Ekki liggur fyrir tölfræði yfir hversu oft hnapparnir hafa verið notaðir í neyð.“ Helena Rós segir mun algengara að fólk láti vakta símanúmer frekar en að nota öryggishnapp. „Þannig var óskað í 242 tilvikum árið 2021 að vakta síma, 274 tilvikum árið 2022 og í 299 tilvikum á síðasta ári,“ segir Helena Rós. Lögreglumál Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði skráð 117 færslur um öryggishnappa frá árinu 2015 í 106 málum,“ segir Helena Rós Sturludóttir samskiptastjóri Ríkislögreglustjóra. Tuttugu tilvik á Suðurnesjum frá 2015 Sem sagt, í umferð eru 106 öryggishnappar sem fólk ber af ýmsum ástæðum. Eins og geta má nærri um tengjast öryggishnapparnir heimilisofbeldismálum en ástæðurnar geta verið af ýmsum toga. Vísir hefur til að mynda fengið upplýsingar um að menn hafi mátt sæta alvarlegum hótunum vegna tengsla sinna við fyrrverandi eiginkonur þekktra ofbeldismanna. Og bera því hnapp sem veitir þeim einskonar öryggistilfinningu, þó ekki taki langan tíma að framfylgja alvarlegum hótunum. Helena Rós hjá Ríkislögreglustjóra segir algengara að fólk óski þess að sími sé vaktaður en að notast sé við öryggishnapp.vísir/vilhelm Helena Rós kannaði málið en hún segir lögregluembættin sjálf sjá um að panta hnappa og eru þeir í vöktun hjá öryggisfyrirtæki. „Ekki liggja fyrir miðlægar upplýsingar frá öllum embættum er varðar notkun öryggishnappa en við upphaf árs 2022 var kannað með stöðuna. Þá kom fram að lögreglan í Vestmannaeyjum og á Norðurlandi Vestra höfðu aldrei nýtt sér öryggishnapp. Á Norðurlandi Eystra einu sinni, á Austurlandi og Suðurlandi í tveimur tilvikum og í þremur tilvikum á Vesturlandi. Frá árinu 2015 hafði öryggishnappur verið notaður á Suðurnesjum í 20 tilvika.“ 83 málanna tengdust heimilisofbeldi Hér er um að ræða fjölda hnappa sem hafa verið í notkun hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en ekki fjöldi tilvika tengd þeim. Hvert embætti heldur utan um þetta fyrir sig og ekki er til miðlæg skrá. „Í einhverjum málum hefur þurft að skipta út hnappi eða hnappi verið skilað en svo fenginn aftur síðar. Í örfáum málum var úthlutað fleiri en einum hnappi,“ segir Helena Rós. Tölurnar sem Helena hefur aðgengilegar líta svona út: Af þessum 106 málum tengdust 83 heimilisofbeldi og átta til viðbótar sem mætti skilgreina sem kynbundið ofbeldi. „Ekki liggur fyrir tölfræði yfir hversu oft hnapparnir hafa verið notaðir í neyð.“ Helena Rós segir mun algengara að fólk láti vakta símanúmer frekar en að nota öryggishnapp. „Þannig var óskað í 242 tilvikum árið 2021 að vakta síma, 274 tilvikum árið 2022 og í 299 tilvikum á síðasta ári,“ segir Helena Rós.
Lögreglumál Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira