Umfjöllun: Njarðvík-Haukar 84-71 | Sterkur sigur heimakvenna Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 27. mars 2024 21:05 Selena Lott. Vísir/Anton Brink Njarðvík vann öruggan þrettán stiga sigur á Haukum í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Það var Njarðvíkurliðið sem byrjaði leikinn af krafti og setti Selena Lott fyrstu stig leiksins á töfluna af vítalínunni. Haukar fengu víti á hinum endanum stuttu seinna og settu niður eitt skot. Njarðvík náði að halda vel aftur af Haukum og settu gestirnir sín fyrstu stig í leiknum sem ekki voru af vítalínunni þegar rétt tæplega fjórar mínútur voru liðnar. Njarðvík var skrefinu á undan út leikhlutann og leiddu nokkuð þægilega með tólf stigum eftir fyrsta leikhlutann 29-17. Rósa Pétursdóttir gerði vel í upphafi annars leikhluta að keyra á Njarðvíkur vörnina og setja fyrstu stig leikhlutans fyrir gestina. Njarðvík svaraði hins vegar með því að hlaupa yfir Hauka og skoruðu sex stig á undir mínútu sem neyddi Haukaliðið í leikhlé strax þegar rétt rúm mínúta var liðin af leikhlutanum. Njarðvík var búið að sækja sér fínasta forskot og var fátt sem benti til annars en að þær grænklæddu myndu fara með þægilegt forskot inn í hálfleikinn. Selena Lott keyrði á körfuna og setti niður skot og fékk víti að auki sem klikkaði. Njarðvík tók frákastið og Ena Viso setti niður þrist og kom leiknum í sextán stiga mun og rétt um fjórar mínútur eftir af leikhlutanum. Við þetta virtist kvikna á liði Hauka sem settu næstu fjórtán stig og munurinn allt í einu orðin fjögur stig þegar rétt um mínúta er til hálfleiks. Andela Strize setti niður þrist fyrir Njarðvík og stöðvaði áhlaup Hauka og fóru Njarðvík með sjö stiga forskot inn í hálfleikinn 45-38. Þriðji leikhlutinn var mjög jafn og einkenndist af mikilli baráttu. Njarðvík reyndi að hrista Hauka af sér og náðu fljótlega í tíu stiga forskot. Haukar sýndu hinsvegar mikla baráttu og gáfust ekki upp. Í hvert sinn sem Njarðvík gerði sig líklegt til að sigla fram úr náðu Haukar að klóra sig aftur inn í leikinn. Njarðvík náði þó að fara út úr leikhlutanum með tíu stiga forskot og leiddu fyrir fjórða leikhluta 65-55. Njarðvík byrjaði fjórða leikhluta betur og náðu að halda vel aftur af Haukum sem náðu ekki að setja stig á töfluna fyrr en rúmlega þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Njarðvík var alltaf skrefinu á undan þó svo það hafi mögulega farið um einhverja þegar Haukar náðu að minnka muninn niður í átta stig með tveim þristum á örfáum sekúndum en allt kom fyrir ekki og Njarðvík sigldi þessu örugglega í höfn og hafði að endingu betur með þrettán stigum 84-71. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvík lagði grunn af góðum sigri með frábærum fyrsta leikhluta. Sóttu gott forskot í fyrri hálfleik sem gaf þeim gott andrými út leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Ena Viso var frábær í liði Njarðvíkur í kvöld. Skoraði 22 stig og reif auk þess niður tólf fráköst. Fór fyrir sínu liði í kvöld. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Hauka var lengi í gang og þær voru ekki að hitta sérstaklega vel í leiknum í kvöld. Hjá Njarðvík var það vítalínan sem v stríddi hvað mest en á tíma var nýtingin í kringum 40% en endaði þó í 60%. Hvað gerist næst? Njarðvík heimsækir nágranna sína í Keflavík í lokaumferðinni. Haukar hafa lokið leik í deildarkeppni og undirbúa sig því undir úrslitakeppnina sem er framundan. „Vorum að skjóta boltanum illa“ „Mér fannst við sérstaklega slakar varnarlega í fyrsta leikhluta. Svo komu móment þar sem að við vorum ekki að gera nógu vel varnarlega. Heilt yfir fannst mér þó vera fín orka í liðinu. Vorum að skjóta boltanum illa. Eitthvað sem að við höfum ekki verið að gera mikið af undanfarið. Erum með slaka þriggja stiga nýtingu en ég er mjög ánægður með að við brugðumst við því sem að við erum búnar að vera tala um. Við ætluðum að sækja meira á körfuna, taka fleiri tveggja stiga skot og koma okkur oftar á vítalínuna. Við gerðum það mjög vel,“ sagði Ingvar Þór Guðjónsson þjálfari Hauka eftir leikinn í kvöld. Ingvar Þór Guðjónsson var eðlilega svekktur.Vísir/PAWEL Eftir erfiða byrjun á leiknum náðu Haukar flottu áhlaupi í öðrum leikhluta þar sem þær náðu að minnka muninn niður í fjögur stig áður en Njarðvík fór svo með sjö stiga forskot inn í leikhlé. „Náum þessu niður í fjögur og svo setja þær þrist fljótlega eftir það og gott run hjá okkur. Vorum þá að tengja saman góð stopp og fá góðar sóknir í kjölfarið. Körfubolti er oft þannig að ef þú spilar vel varnarlega þá fylgir sóknarleikurinn með. Þetta var svo bara í járnum í seinni hálfleik og við náðum kannski ekki að gera nógu sterkt áhlaup á þær til þess að gera þetta að alvöru leik.“ Haukaliðið var mun betra í seinni hálfleik og sagði Ingvar Þór að hann hafi bara farið yfir það í hálfleik að þær þyrftu að stíga betur upp varnarlega. „Við þyrftum að stíga betur upp varnarlega og halda þeim betur fyrir framan okkur. Þær voru að komst of auðveldlega að körfunni, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við vissum að þegar við erum með orkuna varnarlega þá erum við betri sóknarlega. Um leið og við dettum niður á hælana varnarlega þá verðum við hægar og fyrirsjáanlegar í sókn.“ Haukar hafa lokið keppni í deildinni og mátti heyra á Ingvari Þór að hann væri ekki par hrifinn af fyrirkomulaginu á deildinni eða öllu heldur hlutkesti Hauka. „Þetta frábæra leikfyrirkomulag að við erum nýkomnar úr tveggja vikna pásu og förum svo núna í aðra tveggja vikna pásu. Það er svo sem lítið annað að gera en við þurfum að fókusa á úrslitakeppnina og bíða á meðan öll önnur lið spila.“ Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Haukar
Njarðvík vann öruggan þrettán stiga sigur á Haukum í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Það var Njarðvíkurliðið sem byrjaði leikinn af krafti og setti Selena Lott fyrstu stig leiksins á töfluna af vítalínunni. Haukar fengu víti á hinum endanum stuttu seinna og settu niður eitt skot. Njarðvík náði að halda vel aftur af Haukum og settu gestirnir sín fyrstu stig í leiknum sem ekki voru af vítalínunni þegar rétt tæplega fjórar mínútur voru liðnar. Njarðvík var skrefinu á undan út leikhlutann og leiddu nokkuð þægilega með tólf stigum eftir fyrsta leikhlutann 29-17. Rósa Pétursdóttir gerði vel í upphafi annars leikhluta að keyra á Njarðvíkur vörnina og setja fyrstu stig leikhlutans fyrir gestina. Njarðvík svaraði hins vegar með því að hlaupa yfir Hauka og skoruðu sex stig á undir mínútu sem neyddi Haukaliðið í leikhlé strax þegar rétt rúm mínúta var liðin af leikhlutanum. Njarðvík var búið að sækja sér fínasta forskot og var fátt sem benti til annars en að þær grænklæddu myndu fara með þægilegt forskot inn í hálfleikinn. Selena Lott keyrði á körfuna og setti niður skot og fékk víti að auki sem klikkaði. Njarðvík tók frákastið og Ena Viso setti niður þrist og kom leiknum í sextán stiga mun og rétt um fjórar mínútur eftir af leikhlutanum. Við þetta virtist kvikna á liði Hauka sem settu næstu fjórtán stig og munurinn allt í einu orðin fjögur stig þegar rétt um mínúta er til hálfleiks. Andela Strize setti niður þrist fyrir Njarðvík og stöðvaði áhlaup Hauka og fóru Njarðvík með sjö stiga forskot inn í hálfleikinn 45-38. Þriðji leikhlutinn var mjög jafn og einkenndist af mikilli baráttu. Njarðvík reyndi að hrista Hauka af sér og náðu fljótlega í tíu stiga forskot. Haukar sýndu hinsvegar mikla baráttu og gáfust ekki upp. Í hvert sinn sem Njarðvík gerði sig líklegt til að sigla fram úr náðu Haukar að klóra sig aftur inn í leikinn. Njarðvík náði þó að fara út úr leikhlutanum með tíu stiga forskot og leiddu fyrir fjórða leikhluta 65-55. Njarðvík byrjaði fjórða leikhluta betur og náðu að halda vel aftur af Haukum sem náðu ekki að setja stig á töfluna fyrr en rúmlega þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Njarðvík var alltaf skrefinu á undan þó svo það hafi mögulega farið um einhverja þegar Haukar náðu að minnka muninn niður í átta stig með tveim þristum á örfáum sekúndum en allt kom fyrir ekki og Njarðvík sigldi þessu örugglega í höfn og hafði að endingu betur með þrettán stigum 84-71. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvík lagði grunn af góðum sigri með frábærum fyrsta leikhluta. Sóttu gott forskot í fyrri hálfleik sem gaf þeim gott andrými út leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Ena Viso var frábær í liði Njarðvíkur í kvöld. Skoraði 22 stig og reif auk þess niður tólf fráköst. Fór fyrir sínu liði í kvöld. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Hauka var lengi í gang og þær voru ekki að hitta sérstaklega vel í leiknum í kvöld. Hjá Njarðvík var það vítalínan sem v stríddi hvað mest en á tíma var nýtingin í kringum 40% en endaði þó í 60%. Hvað gerist næst? Njarðvík heimsækir nágranna sína í Keflavík í lokaumferðinni. Haukar hafa lokið leik í deildarkeppni og undirbúa sig því undir úrslitakeppnina sem er framundan. „Vorum að skjóta boltanum illa“ „Mér fannst við sérstaklega slakar varnarlega í fyrsta leikhluta. Svo komu móment þar sem að við vorum ekki að gera nógu vel varnarlega. Heilt yfir fannst mér þó vera fín orka í liðinu. Vorum að skjóta boltanum illa. Eitthvað sem að við höfum ekki verið að gera mikið af undanfarið. Erum með slaka þriggja stiga nýtingu en ég er mjög ánægður með að við brugðumst við því sem að við erum búnar að vera tala um. Við ætluðum að sækja meira á körfuna, taka fleiri tveggja stiga skot og koma okkur oftar á vítalínuna. Við gerðum það mjög vel,“ sagði Ingvar Þór Guðjónsson þjálfari Hauka eftir leikinn í kvöld. Ingvar Þór Guðjónsson var eðlilega svekktur.Vísir/PAWEL Eftir erfiða byrjun á leiknum náðu Haukar flottu áhlaupi í öðrum leikhluta þar sem þær náðu að minnka muninn niður í fjögur stig áður en Njarðvík fór svo með sjö stiga forskot inn í leikhlé. „Náum þessu niður í fjögur og svo setja þær þrist fljótlega eftir það og gott run hjá okkur. Vorum þá að tengja saman góð stopp og fá góðar sóknir í kjölfarið. Körfubolti er oft þannig að ef þú spilar vel varnarlega þá fylgir sóknarleikurinn með. Þetta var svo bara í járnum í seinni hálfleik og við náðum kannski ekki að gera nógu sterkt áhlaup á þær til þess að gera þetta að alvöru leik.“ Haukaliðið var mun betra í seinni hálfleik og sagði Ingvar Þór að hann hafi bara farið yfir það í hálfleik að þær þyrftu að stíga betur upp varnarlega. „Við þyrftum að stíga betur upp varnarlega og halda þeim betur fyrir framan okkur. Þær voru að komst of auðveldlega að körfunni, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við vissum að þegar við erum með orkuna varnarlega þá erum við betri sóknarlega. Um leið og við dettum niður á hælana varnarlega þá verðum við hægar og fyrirsjáanlegar í sókn.“ Haukar hafa lokið keppni í deildinni og mátti heyra á Ingvari Þór að hann væri ekki par hrifinn af fyrirkomulaginu á deildinni eða öllu heldur hlutkesti Hauka. „Þetta frábæra leikfyrirkomulag að við erum nýkomnar úr tveggja vikna pásu og förum svo núna í aðra tveggja vikna pásu. Það er svo sem lítið annað að gera en við þurfum að fókusa á úrslitakeppnina og bíða á meðan öll önnur lið spila.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti