Sandler vinnur að Happy Gilmore 2 Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2024 22:43 Adam Sandler ku vera að skrifa handrit að Happy Gilmore 2. Getty/Christopher Furlong Leikarinn Adam Sandler er sagður vinna að framhaldi myndarinnar Happy Gilmore frá árinu 1996. Leikarinn Christopher McDonald, sem lék illmennið Shooter McGavin í myndinni, segir Sandler þegar búinn að skrifa handrit. McDonald sagði í viðtali á dögunum að hann hefði nýverið hitt Sandler og fengið að sjá fyrstu drög að handriti fyrir Happy Gilmore 2. „Svo, það er verið að vinna að henni. Aðdáendurnir krefjast þess, fjandinn hafi það,“ sagði McDonald. Happy Gilmore, sem er ein vinsælasta kvikmynd Sandler, fjallar í einföldu máli um skapstóran hokkíspilara vill bjarga ömmu sinni frá því að verða heimilislaus með því að spila golf og uppgötvar að hann býr yfir leyndum hæfileikum í þeirri íþrótt. Gilmore þarf að etja kappi við dusilmennið Shooter McGavin, sem er ósáttur við þau áhrif sem Gilmore hefur á golfíþróttina og viðurkennir í myndinni að hann borðar kúk í morgunmat. Julie Bowen og Carl Weathers léku einnig í kvikmyndinni. The Sun segir Sandler hafa staðfest að framhaldsmynd sé í vinnslu. Íþróttalýsandinn Dan Patrick, sem var í Happy Gilmore og hefur leikið í fleiri myndum Sandler, sagði einnig frá því á dögunum að hann hefði sent Sandler skilaboð um að hann væri að skipuleggja árið og spurði hvað hann ætti að reikna með að vera lengi í tökum. „Nokkra daga,“ svaraði Sandler og sagðist hann enn vera að vinna að handritinu. Þá sagðist Patrick hafa verið að grínast en Sandler svaraði um hæl og ítrekaði að hann væri ekki að grínast og að Patrick yrði í myndinni. Happy Gilmore 2? DP shares some correspondence that he had with Adam Sandler over the weekend. pic.twitter.com/H9r7Lqoi2C— Dan Patrick Show (@dpshow) March 25, 2024 Hollywood Tengdar fréttir Sjónvarpsþáttakynnirinn Bob Barker látinn Bob Barker, sem var þáttastjórnandi The Price is Right í 35 ár, er látinn, 99 ára að aldri. Hann lést af náttúrulegum orsökum á heimili sínu í dag. 26. ágúst 2023 18:01 Tvífari kylfusveins Happys Gilmore fékk fyrsta örninn á Opna breska Bandaríkjamaðurinn ungi Will Zalatoris fékk fyrsta örninn á Opna breska meistaramótinu í golfi í ár. 15. júlí 2021 13:00 Happy Gilmore og Shooter McGavin skjóta á hvor annan 25 ár eru nú liðin frá því að kvikmyndin Happy Gilmore kom út og sló rækilega í gegn. 18. febrúar 2021 07:00 Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
McDonald sagði í viðtali á dögunum að hann hefði nýverið hitt Sandler og fengið að sjá fyrstu drög að handriti fyrir Happy Gilmore 2. „Svo, það er verið að vinna að henni. Aðdáendurnir krefjast þess, fjandinn hafi það,“ sagði McDonald. Happy Gilmore, sem er ein vinsælasta kvikmynd Sandler, fjallar í einföldu máli um skapstóran hokkíspilara vill bjarga ömmu sinni frá því að verða heimilislaus með því að spila golf og uppgötvar að hann býr yfir leyndum hæfileikum í þeirri íþrótt. Gilmore þarf að etja kappi við dusilmennið Shooter McGavin, sem er ósáttur við þau áhrif sem Gilmore hefur á golfíþróttina og viðurkennir í myndinni að hann borðar kúk í morgunmat. Julie Bowen og Carl Weathers léku einnig í kvikmyndinni. The Sun segir Sandler hafa staðfest að framhaldsmynd sé í vinnslu. Íþróttalýsandinn Dan Patrick, sem var í Happy Gilmore og hefur leikið í fleiri myndum Sandler, sagði einnig frá því á dögunum að hann hefði sent Sandler skilaboð um að hann væri að skipuleggja árið og spurði hvað hann ætti að reikna með að vera lengi í tökum. „Nokkra daga,“ svaraði Sandler og sagðist hann enn vera að vinna að handritinu. Þá sagðist Patrick hafa verið að grínast en Sandler svaraði um hæl og ítrekaði að hann væri ekki að grínast og að Patrick yrði í myndinni. Happy Gilmore 2? DP shares some correspondence that he had with Adam Sandler over the weekend. pic.twitter.com/H9r7Lqoi2C— Dan Patrick Show (@dpshow) March 25, 2024
Hollywood Tengdar fréttir Sjónvarpsþáttakynnirinn Bob Barker látinn Bob Barker, sem var þáttastjórnandi The Price is Right í 35 ár, er látinn, 99 ára að aldri. Hann lést af náttúrulegum orsökum á heimili sínu í dag. 26. ágúst 2023 18:01 Tvífari kylfusveins Happys Gilmore fékk fyrsta örninn á Opna breska Bandaríkjamaðurinn ungi Will Zalatoris fékk fyrsta örninn á Opna breska meistaramótinu í golfi í ár. 15. júlí 2021 13:00 Happy Gilmore og Shooter McGavin skjóta á hvor annan 25 ár eru nú liðin frá því að kvikmyndin Happy Gilmore kom út og sló rækilega í gegn. 18. febrúar 2021 07:00 Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Sjónvarpsþáttakynnirinn Bob Barker látinn Bob Barker, sem var þáttastjórnandi The Price is Right í 35 ár, er látinn, 99 ára að aldri. Hann lést af náttúrulegum orsökum á heimili sínu í dag. 26. ágúst 2023 18:01
Tvífari kylfusveins Happys Gilmore fékk fyrsta örninn á Opna breska Bandaríkjamaðurinn ungi Will Zalatoris fékk fyrsta örninn á Opna breska meistaramótinu í golfi í ár. 15. júlí 2021 13:00
Happy Gilmore og Shooter McGavin skjóta á hvor annan 25 ár eru nú liðin frá því að kvikmyndin Happy Gilmore kom út og sló rækilega í gegn. 18. febrúar 2021 07:00
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið