Ísland að tapa í slagnum um ferðamenn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. mars 2024 16:01 Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir neikvæð teikn á lofti í ferðaþjónustu. Vísir Þrátt fyrir að ferðamönnum hafi fjölgað um fjórðung síðustu tólf mánuði hefur orðið samdráttur í fjölda gistinótta og meðaleyðslu ferðamanna að sögn framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Þetta geti haft margvísleg neikvæð áhrif á þjóðarbúið. Mikilvægt sé að Íslandsstofa hefji aftur markaðssetningu á landinu. Í nýrri samantekt Ferðamálastofu um lykiltölur í ferðaþjónustu kemur fram að heildarfjöldi ferðamanna hér á landi síðustu tólf mánuði hafi aukist um tæplega tuttugu og fimm prósent. Til samanburðar var fjölgunin hundrað og tuttugu prósent árið á undan. Þá hefur herbergjanýting dregist saman á öllu landinu síðustu mánuði. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka í ferðaþjónustu segir ýmis neikvæð teikn á lofti í greininni. „Það er áhyggjuefni að þótt að við sjáum fjölda ferðamanna aukast á fyrstu mánuðum ársins þá er gistinóttum að fækka og minni verðmæti að skila sér í þjóðarbúið en áður. Hver ferðamaður er að stoppa skemur, gistir færri nætur og eyðir minna en áður. Þetta er þróun sem við viljum alls ekki sjá,“ segir Jóhannes. Ýmsar ástæður séu fyrir þessu. „Við erum orðin dýrari áfangastaður en margir áfangastaðir í kringum okkur, við erum með þrálátari verðbólgu en önnur lönd og hærri vexti. Þá höfum við tapað niður forskoti sem við höfðum í markaðssetningu á landinu en stjórnvöld hættu að leggja sérstakt fé í neytendamarkaðssetningu á Íslandi árið 2022 og það hefur mikil áhrif. Á sama tíma hefur verið lögð aukin áhersla á markaðssetningu í öðrum löndum,“ segir hann. Jóhannes segir mikilvægt að snúa þessu við. „Ef við viljum fá betur borgandi ferðamenn til landsins eins og stjórnmálamenn benda stundum á, þá þarf að hafa stöðugar markaðsherferðir í gangi hjá Íslandsstofu sem kynna landið en ekki þessi sífelldu átaksverkefni eins og reyndin hefur verið undanfarið,“ segir Jóhannes að lokum. Ferðamennska á Íslandi Atvinnurekendur Efnahagsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira
Í nýrri samantekt Ferðamálastofu um lykiltölur í ferðaþjónustu kemur fram að heildarfjöldi ferðamanna hér á landi síðustu tólf mánuði hafi aukist um tæplega tuttugu og fimm prósent. Til samanburðar var fjölgunin hundrað og tuttugu prósent árið á undan. Þá hefur herbergjanýting dregist saman á öllu landinu síðustu mánuði. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka í ferðaþjónustu segir ýmis neikvæð teikn á lofti í greininni. „Það er áhyggjuefni að þótt að við sjáum fjölda ferðamanna aukast á fyrstu mánuðum ársins þá er gistinóttum að fækka og minni verðmæti að skila sér í þjóðarbúið en áður. Hver ferðamaður er að stoppa skemur, gistir færri nætur og eyðir minna en áður. Þetta er þróun sem við viljum alls ekki sjá,“ segir Jóhannes. Ýmsar ástæður séu fyrir þessu. „Við erum orðin dýrari áfangastaður en margir áfangastaðir í kringum okkur, við erum með þrálátari verðbólgu en önnur lönd og hærri vexti. Þá höfum við tapað niður forskoti sem við höfðum í markaðssetningu á landinu en stjórnvöld hættu að leggja sérstakt fé í neytendamarkaðssetningu á Íslandi árið 2022 og það hefur mikil áhrif. Á sama tíma hefur verið lögð aukin áhersla á markaðssetningu í öðrum löndum,“ segir hann. Jóhannes segir mikilvægt að snúa þessu við. „Ef við viljum fá betur borgandi ferðamenn til landsins eins og stjórnmálamenn benda stundum á, þá þarf að hafa stöðugar markaðsherferðir í gangi hjá Íslandsstofu sem kynna landið en ekki þessi sífelldu átaksverkefni eins og reyndin hefur verið undanfarið,“ segir Jóhannes að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Atvinnurekendur Efnahagsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira