Tonali ákærður á Englandi fyrir fimmtíu meint brot Aron Guðmundsson skrifar 28. mars 2024 14:27 Tonali er nú þegar að sitja af sér tíu mánaða bann frá knattspyrnuiðkun fyrir brot á veðmálareglum á Ítalíu. Nýjustu vendingar gætu orðið til þess að bannið lengist. Vísir/Getty Sandro Tonali, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United hefur verið ákærður fyrir fimmtíu meint brot á veðmálareglum enska knattspyrnusambandsins. Frá þessu greinir sambandið í yfirlýsingu. Tonali, sem gekk til liðs við Newcastle Untied fyrir yfirstandandi tímabil, var í október á síðasta ári dæmdur í tíu mánaða bann eftir að upp komst að hann hefði veðjað fjármunum á eigin leiki á meðan að hann spilaði á Ítalíu og þar með brotið í bága við veðmálareglur ítalska knattspyrnusambandsins. Auk þess var hann skikkaður til þess að sækja átta mánaða meðferð við veðmálafíkn. Nýjustu vendingar gefa til kynna að um afar víðtækt vandamál Tonali sé að ræða. Samkvæmt yfirlýsingu enska knattspyrnusambandsins hefur Tonali verið staðinn að því að hafa, fimmtíu sinnum, brotið í bága við reglu E8 í veðmálareglum sambandsins, með því að hafa veðjað fimmtíu sinnum á knattspyrnuleiki milli 12.ágúst og 12.október á síðasta ári. Honum er gefinn frestur til þess að standa fyrir máli sínu til 5.apríl næstkomandi en Newcastle United hefur nú þegar sent frá sér yfirlýsingu þar sem að félagið segist meðvitað um ákæruna á hendur Tonali vegna brota á veðmálareglum enska knattspyrnusambandsins. Enn fremur segir í yfirlýsingunni að Tonali sýni ríkulegan samstarfsvilja í þessu máli og að hann hafi stuðning félagsins á bakvið sig. Hvorki Newcastle né Tonali muni tjá sig frekar um málið á þessum tímapunkti. Newcastle United acknowledges a misconduct charge received by Sandro Tonali in respect of alleged breaches of FA Betting Rules.Sandro continues to fully comply with relevant investigations and he retains the club's full support.Due to this ongoing process, Sandro and pic.twitter.com/x62qU4hx5A— Newcastle United FC (@NUFC) March 28, 2024 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Tonali, sem gekk til liðs við Newcastle Untied fyrir yfirstandandi tímabil, var í október á síðasta ári dæmdur í tíu mánaða bann eftir að upp komst að hann hefði veðjað fjármunum á eigin leiki á meðan að hann spilaði á Ítalíu og þar með brotið í bága við veðmálareglur ítalska knattspyrnusambandsins. Auk þess var hann skikkaður til þess að sækja átta mánaða meðferð við veðmálafíkn. Nýjustu vendingar gefa til kynna að um afar víðtækt vandamál Tonali sé að ræða. Samkvæmt yfirlýsingu enska knattspyrnusambandsins hefur Tonali verið staðinn að því að hafa, fimmtíu sinnum, brotið í bága við reglu E8 í veðmálareglum sambandsins, með því að hafa veðjað fimmtíu sinnum á knattspyrnuleiki milli 12.ágúst og 12.október á síðasta ári. Honum er gefinn frestur til þess að standa fyrir máli sínu til 5.apríl næstkomandi en Newcastle United hefur nú þegar sent frá sér yfirlýsingu þar sem að félagið segist meðvitað um ákæruna á hendur Tonali vegna brota á veðmálareglum enska knattspyrnusambandsins. Enn fremur segir í yfirlýsingunni að Tonali sýni ríkulegan samstarfsvilja í þessu máli og að hann hafi stuðning félagsins á bakvið sig. Hvorki Newcastle né Tonali muni tjá sig frekar um málið á þessum tímapunkti. Newcastle United acknowledges a misconduct charge received by Sandro Tonali in respect of alleged breaches of FA Betting Rules.Sandro continues to fully comply with relevant investigations and he retains the club's full support.Due to this ongoing process, Sandro and pic.twitter.com/x62qU4hx5A— Newcastle United FC (@NUFC) March 28, 2024
Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira