Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum KKÍ. Þar segir að leikur Njarðvíkur og Hauka í Subway-deild kvenna hafi verið leikur númer 2000 á ferlinum hjá Kristni. Þar með er hann kominn í fámennan hóp ásamt Rögnvaldi Hreiðarssyni og Sigmundi Má Herbertssyni.
„Kristinn dæmdi sinn fyrsta KKÍ leik 22. nóvember 1987 einmit í Njarðvík í efstu deild kvenna en það var lið Grindavíkur sem var í heimsókn. Meðdómari Kristins var Jón Guðbrandsson. Lokatölur leiksins var 29-22 en staðan eftir fyrsta leikhluta í Njarðvík í gær var 29-17,“ segir einnig í færslu KKÍ.
Jón Þór Eyþórsson og Bjarni Rúnar Lárusson dæmdu með Kristni þegar hann náði þessum merka áfanga. Þess má til gamans geta að Bjarni Rúnar var ekki fæddur þegar Kristinn hóf dómaraferil sinn.
