Orri Steinn meðal verðmætustu leikmanna Danmerkur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. mars 2024 17:01 Orri Steinn í leik gegn Manchester City fyrr á árinu. Vísir/Getty Images Orri Steinn Óskarsson, framherji Íslands og FC Kaupmannahafnar, er með verðmætustu leikmanna efstu deildar Danmerkur að mati tölfræðisíðunnar CIES Football Observatory. Hinn 19 ára gamli Orri Steinn er byrjaði í 4-1 sigri Íslands á Ísrael í umspili um sæti á EM 2024 á dögunum. Þá kom hann inn af bekknum í grátlegu 2-1 tapi gegn Úkraínu þegar EM draumurinn rann Íslandi úr greipum. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Orri Steinn spilað töluvert með FC Kaupmannahöfn á þessari leiktíð. Hann var settur út í kuldann eftir að danska úrvalsdeildin hófst að nýju eftir jólafrí en hefur fengið tækifæri í síðustu leikjum. Til að mynda lagði hann upp mark liðsins í tapi gegn Manchester City á Etihad-vellinum með glæsilegri hælsendingu. Íslenski framherjinn er metinn á 9,4 milljónir evra eða tæplega einn og hálfan milljarð. Er hann í 9. sæti yfir verðmætustu leikmenn deildarinnar. Bakvörðurinn Elias Jelert, samherji Orra Steins, er verðmætastur. Talið er næsta öruggt að hann verði seldur til stærra félags nú í sumar. Sama á við um Roony Bardghji sem er í 3. sæti listans. Alls eru fimm leikmenn FCK meðal tíu verðmætustu leikmanna deildarinnar. Hinir tveir eru markvörðurinn Kamil Grabara – sem gengur til liðs við þýska úrvalsdeildarfélagið Wolfsburg í sumar – og vængmaðurinn Elias Achouri. Orri Steinn hefur komið við sögu í 20 leikjum í deild og bikar á tímabilinu. Hefur hann skorað í þeim fimm mörk og gefið fimm stoðsendingar. Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Orri einn sá verðmætasti meðal ungra leikmanna á Norðurlöndum Íslenski landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson hefur verið að stimpla sig inn hjá bæði FC Kaupmannahöfn og íslenska landsliðinu á þessu ári. 12. desember 2023 10:00 Liðsfélagi Orra Steins einn heitasti bitinn á evrópska markaðnum Liðsfélagi Orra Steins Óskarssonar hjá FCK í Danmörku er eftirsóttur af mörgum stórliðum í Evrópu og gæti yfirgefið félagið strax í janúar. 29. nóvember 2023 23:01 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Orri Steinn er byrjaði í 4-1 sigri Íslands á Ísrael í umspili um sæti á EM 2024 á dögunum. Þá kom hann inn af bekknum í grátlegu 2-1 tapi gegn Úkraínu þegar EM draumurinn rann Íslandi úr greipum. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Orri Steinn spilað töluvert með FC Kaupmannahöfn á þessari leiktíð. Hann var settur út í kuldann eftir að danska úrvalsdeildin hófst að nýju eftir jólafrí en hefur fengið tækifæri í síðustu leikjum. Til að mynda lagði hann upp mark liðsins í tapi gegn Manchester City á Etihad-vellinum með glæsilegri hælsendingu. Íslenski framherjinn er metinn á 9,4 milljónir evra eða tæplega einn og hálfan milljarð. Er hann í 9. sæti yfir verðmætustu leikmenn deildarinnar. Bakvörðurinn Elias Jelert, samherji Orra Steins, er verðmætastur. Talið er næsta öruggt að hann verði seldur til stærra félags nú í sumar. Sama á við um Roony Bardghji sem er í 3. sæti listans. Alls eru fimm leikmenn FCK meðal tíu verðmætustu leikmanna deildarinnar. Hinir tveir eru markvörðurinn Kamil Grabara – sem gengur til liðs við þýska úrvalsdeildarfélagið Wolfsburg í sumar – og vængmaðurinn Elias Achouri. Orri Steinn hefur komið við sögu í 20 leikjum í deild og bikar á tímabilinu. Hefur hann skorað í þeim fimm mörk og gefið fimm stoðsendingar.
Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Orri einn sá verðmætasti meðal ungra leikmanna á Norðurlöndum Íslenski landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson hefur verið að stimpla sig inn hjá bæði FC Kaupmannahöfn og íslenska landsliðinu á þessu ári. 12. desember 2023 10:00 Liðsfélagi Orra Steins einn heitasti bitinn á evrópska markaðnum Liðsfélagi Orra Steins Óskarssonar hjá FCK í Danmörku er eftirsóttur af mörgum stórliðum í Evrópu og gæti yfirgefið félagið strax í janúar. 29. nóvember 2023 23:01 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
Orri einn sá verðmætasti meðal ungra leikmanna á Norðurlöndum Íslenski landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson hefur verið að stimpla sig inn hjá bæði FC Kaupmannahöfn og íslenska landsliðinu á þessu ári. 12. desember 2023 10:00
Liðsfélagi Orra Steins einn heitasti bitinn á evrópska markaðnum Liðsfélagi Orra Steins Óskarssonar hjá FCK í Danmörku er eftirsóttur af mörgum stórliðum í Evrópu og gæti yfirgefið félagið strax í janúar. 29. nóvember 2023 23:01