„Það er ekkert sem stoppar Remy Martin“ Andri Már Eggertsson skrifar 28. mars 2024 22:05 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði að það væri ekki hægt að stoppa Remy Martin Vísir/Diego Keflavík vann þrettán stiga sigur gegn Njarðvík á heimavelli 127-114. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur eftir leik. „Við náðum varla að halda þeim undir 80 stigum í fjórða leikhluta. Þetta var alls ekki að ganga hjá okkur því miður, “ sagði Benedikt Guðmundsson aðspurður hvernig markmiðið sem hann setti fyrir leik að halda Keflavík í 80 stigum hefði gengið. Benedikt talaði einnig um fyrir leik að hann ætlaði að reyna stöðva Remy Martin en hann var frábær og gerði 35 stig. „Það er ekkert sem stoppar hann. Ef þú ert að spila góða vörn á hann á hálfum velli þá fer hann bara út á miðju og setur skot þaðan. Ef þú setur tvo varnarmenn á hann þá kemst hann framhjá þeim og skorar sjálfur eða finnur einhvern opinn og það var allt ofan í.“ „Þetta var erfitt og verðskuldaður sigur hjá frábæru liði Keflavíkur.“ Njarðvík byrjaði bæði þriðja og fjórða leikhluta afar illa og Benedikt hafði engin svör hvers vegna liðið byrjaði svona illa. „Ef ég bara vissi það. Ég skil það ekki en ég þarf að finna út úr því. Við byrjuðum seinni hálfleik afar illa en byrjuðum fyrsta leikhluta vel þar sem við gerðu fyrstu sjö stigin. Byrjunin í fjórða leikhluta drap okkur síðan.“ Þetta var þriðji sigur Keflavíkur gegn Njarðvík á tímabilinu og Benedikt viðurkenndi að það væri þungt. „Það var ekki í planinu en við unnum báða leikina í fyrra og hitt í fyrra en svona er þetta. Keflavík er með frábært lið núna en liðin eru með jafn mörg stig í deildinni. Ég vil hrósa liðinu mínu þar sem þetta er annar leikurinn sem við töpum eftir áramót,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum. UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Fleiri fréttir Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Sjá meira
„Við náðum varla að halda þeim undir 80 stigum í fjórða leikhluta. Þetta var alls ekki að ganga hjá okkur því miður, “ sagði Benedikt Guðmundsson aðspurður hvernig markmiðið sem hann setti fyrir leik að halda Keflavík í 80 stigum hefði gengið. Benedikt talaði einnig um fyrir leik að hann ætlaði að reyna stöðva Remy Martin en hann var frábær og gerði 35 stig. „Það er ekkert sem stoppar hann. Ef þú ert að spila góða vörn á hann á hálfum velli þá fer hann bara út á miðju og setur skot þaðan. Ef þú setur tvo varnarmenn á hann þá kemst hann framhjá þeim og skorar sjálfur eða finnur einhvern opinn og það var allt ofan í.“ „Þetta var erfitt og verðskuldaður sigur hjá frábæru liði Keflavíkur.“ Njarðvík byrjaði bæði þriðja og fjórða leikhluta afar illa og Benedikt hafði engin svör hvers vegna liðið byrjaði svona illa. „Ef ég bara vissi það. Ég skil það ekki en ég þarf að finna út úr því. Við byrjuðum seinni hálfleik afar illa en byrjuðum fyrsta leikhluta vel þar sem við gerðu fyrstu sjö stigin. Byrjunin í fjórða leikhluta drap okkur síðan.“ Þetta var þriðji sigur Keflavíkur gegn Njarðvík á tímabilinu og Benedikt viðurkenndi að það væri þungt. „Það var ekki í planinu en við unnum báða leikina í fyrra og hitt í fyrra en svona er þetta. Keflavík er með frábært lið núna en liðin eru með jafn mörg stig í deildinni. Ég vil hrósa liðinu mínu þar sem þetta er annar leikurinn sem við töpum eftir áramót,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum.
UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Fleiri fréttir Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Sjá meira