Starfsmaður Base Parking á 170 á bíl viðskiptavinar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. mars 2024 13:51 Skjáskot af myndbandinu, sem sjá má neðar í fréttinni. Aðsend Karlmanni sem nýtti sér þjónustu Base Parking á dögunum brá í brún þegar hann kíkti á upptöku úr hraðamyndavél bílsins og sá að honum hefði verið ekið á 170 kílómetra hraða í átt að bílageymslu fyrirtækisins. Jóhann Ágústsson bókaði þjónustu Base Parking í tvær vikur meðan hann fór í frí til Tenerife. Í samtali við fréttastofu segist hann áður hafa nýtt sér þjónustuna án nokkurra vandræða. Í þetta skipti hafi honum hins vegar blöskrað þegar hann kíkti á upptöku myndavélarinnar í bílnum, sem skráir bæði hraða og staðsetningu. Bílnum, Mercedes-Benz GLE jeppa, hafði verið ekið á allt að 170 kílómetra hraða. „Hann var ekki á beinum og breiðum vegi, heldur hlykkjóttum og með nokkur hringtorg fyrir utan umferðina sem var talsverð,“ segir Jóhann. Myndband af akstrinum má sjá hér að neðan. Þá hafi bílnum að auki verið ekið á 114 kílómetra hraða þegar hann var færður á flugvöllinn á ný í gær fyrir komu Jóhanns. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé svona tölur. Þetta er bara ótrúlegt,“ segir Jóhann. Hann veltir því fyrir sér hvað fyrirtækið hefði gert ef slys hefði orðið og bíllinn skemmst. Tryggingafélagið myndi sennilega ekki bæta svona gáleysi. „Maður gerir þetta ekki aftur. Ég get ekki ímyndað mér að fólk skipti við svona fyrirtæki,“ segir hann. Nýlega var fjallað um óvönduð vinnubrögð fyrirtækisins þegar James Weston, viðskiptavinur Base Parking, beið ásamt fjölskyldu sinni í klukkutíma á Keflavíkurflugvelli eftir bílnum sínum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náði hann engu sambandi við fyrirtækið um afhendingu bílsins. „Þá fáum við loks SMS frá Base parking þar sem stendur eingöngu: we lost your keys“! sagði James í samtali við Vísi. Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni hér að neðan. Daginn eftir sagði formaður verkalýðsfélags Keflavíkur og nágrennis áhyggjur hafa verið uppi um starfsemi bílastæðaþjónustunnar Base Parking á Keflavíkurflugvelli í fjöldamörg ár. Grunur væri um að brotið sé á réttindum starfsmanna og að þeir fái greitt undir borðið. Fjölmargir viðskiptavinir hafa lýst slæmri reynslu sinni af viðskiptum við fyrirtækið, en lesa má um nokkur slík dæmi hér að neðan. Bílastæði Bílar Keflavíkurflugvöllur Ferðalög Neytendur Umferðaröryggi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Jóhann Ágústsson bókaði þjónustu Base Parking í tvær vikur meðan hann fór í frí til Tenerife. Í samtali við fréttastofu segist hann áður hafa nýtt sér þjónustuna án nokkurra vandræða. Í þetta skipti hafi honum hins vegar blöskrað þegar hann kíkti á upptöku myndavélarinnar í bílnum, sem skráir bæði hraða og staðsetningu. Bílnum, Mercedes-Benz GLE jeppa, hafði verið ekið á allt að 170 kílómetra hraða. „Hann var ekki á beinum og breiðum vegi, heldur hlykkjóttum og með nokkur hringtorg fyrir utan umferðina sem var talsverð,“ segir Jóhann. Myndband af akstrinum má sjá hér að neðan. Þá hafi bílnum að auki verið ekið á 114 kílómetra hraða þegar hann var færður á flugvöllinn á ný í gær fyrir komu Jóhanns. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé svona tölur. Þetta er bara ótrúlegt,“ segir Jóhann. Hann veltir því fyrir sér hvað fyrirtækið hefði gert ef slys hefði orðið og bíllinn skemmst. Tryggingafélagið myndi sennilega ekki bæta svona gáleysi. „Maður gerir þetta ekki aftur. Ég get ekki ímyndað mér að fólk skipti við svona fyrirtæki,“ segir hann. Nýlega var fjallað um óvönduð vinnubrögð fyrirtækisins þegar James Weston, viðskiptavinur Base Parking, beið ásamt fjölskyldu sinni í klukkutíma á Keflavíkurflugvelli eftir bílnum sínum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náði hann engu sambandi við fyrirtækið um afhendingu bílsins. „Þá fáum við loks SMS frá Base parking þar sem stendur eingöngu: we lost your keys“! sagði James í samtali við Vísi. Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni hér að neðan. Daginn eftir sagði formaður verkalýðsfélags Keflavíkur og nágrennis áhyggjur hafa verið uppi um starfsemi bílastæðaþjónustunnar Base Parking á Keflavíkurflugvelli í fjöldamörg ár. Grunur væri um að brotið sé á réttindum starfsmanna og að þeir fái greitt undir borðið. Fjölmargir viðskiptavinir hafa lýst slæmri reynslu sinni af viðskiptum við fyrirtækið, en lesa má um nokkur slík dæmi hér að neðan.
Bílastæði Bílar Keflavíkurflugvöllur Ferðalög Neytendur Umferðaröryggi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira