Aðdáendur GA Eagles héldu upp á tuttugu ára afmæli stuðningsmannafélagsins fyrir leik með flugeldum og blysum.
Corteo van Go Ahead Eagles-supporters ter ere van het 20-jarig jubileum van @SfeerteamADHD 🔥 pic.twitter.com/Eu2DYLpi9k
— Voetbal Ultras (@VoetbalUltras) March 30, 2024
Net tijdens fietstocht het sfeerteam van de Eagles gespot. 😀#Deventer #GoAhead #GoaHeadEagles #ReinigendeReporter pic.twitter.com/qii859BMpm
— Jeffrey (@WillemsJeffrey) March 30, 2024
GA Eagles voru langtum betra lið leiksins þrátt fyrir að halda örlítið minna í boltann.
Willum Þór spilaði sem framliggjandi miðjumaður og varð fyrstur til að koma boltanum í netið á 41. mínútu, miðvörðurinn Gerrit Nauber tvöfaldaði svo forystu heimamanna á 70. mínútu og Evert Linthorst gerði útslagið með þriðja markinu á 81. mínútu.
Þetta var sjöunda mark Willums í 25 leikjum á tímabilinu, þar að auki hefur hann gefið tvær stoðsendingar og skorað eitt mark í bikarleik.
GA Eagles eru í 7. sæti deildarinnar, stigi á eftir Kristiani Hlynssyni og félögum í Ajax. Sjö umferðir eru eftir og það er alllangt, tíu stig, í 4. sætið sem gefur þátttökurétt í Evrópudeildinni. Liðin í 5.–8. sæti fara í Evrópudeildarumspil.