Ræður fólki frá því að ferðast á milli landshluta fyrir norðan Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. mars 2024 12:04 Mikið hefur snjóað á norðurhluta landsins. Myndin er úr safni. Vísir/Tryggvi Töluverð hætta er talin á snjóflóðum á nokkrum stöðum á landinu. Veðurfræðingur ræður fólki frá því að ferðast milli landshluta á norðanverðu landinu, þar sem viðvaranir eru í gildi. Gul veðurviðvörun er í gildi í fjórum landshlutum, það eru Strandir og Norðurland vestra, Norðurland Eystra, Austurland að Glettingi og Austfirðir. Veðurfræðingur segir vegi hafa verið lokaða víða í gær, og von sé á meiru af því sama. „Sérstaklega svona síðdegis, seinni partinn í dag, þá er bara að snjóa allan tímann fyrir norðan og austan. Það er gert ráð fyrir að ástand á vegum muni ekki skána mikið,“ segir veðurfræðingurinn Marcel de Vries. Jafnvel kunni veðrið að versna. „Það er bara best að vera ekki að ferðast mikið í dag á milli landshluta, sérstaklega fyrir Norðan.“ Víða á hringveginum er skafrenningur eða hálka, til að mynda á Ólafsfjarðarvegi, Hvammstangavegi, Fljótsheiði og Holtavörðuheiði. Unnið er að mokstri á Steingrímsfjarðarheiði á Vestfjörðum, en Þröskuldar eru ófærir um sinn. Fylgjast má með uppfærslum um færð á vegum á vef Vegagerðarinnar, Umferðin.is eða í síma 1777. Í gær lentu fjórir erlendir ferðamenn í snjóflóði sem féll í Eyjafirði. Talin er töluverð hætta á snjóflóðum í innanverðum Eyjafirði, utanverðum Tröllaskaga, norðanverðum Vestjförðum og á Austfjörðum, samkvæmt ofanflóðaspá Veðurstofunnar. Veður Færð á vegum Tengdar fréttir Gular viðvaranir og versnandi akstursskilyrði Spáð er nokkuð hvassri norðan- og norðaustanátt í dag, víða 13 til 20 metrum á sekúndu og snjókomu eða él, einkum á Norður- og Austurlandi þar sem gul viðvörun verður í gildi. Þurrt að kalla sunnan heiða og bjart veður fram eftir degi, en lítilsháttar snjókoma þar í kvöld. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust yfir daginn syðst. 31. mars 2024 08:07 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Gul veðurviðvörun er í gildi í fjórum landshlutum, það eru Strandir og Norðurland vestra, Norðurland Eystra, Austurland að Glettingi og Austfirðir. Veðurfræðingur segir vegi hafa verið lokaða víða í gær, og von sé á meiru af því sama. „Sérstaklega svona síðdegis, seinni partinn í dag, þá er bara að snjóa allan tímann fyrir norðan og austan. Það er gert ráð fyrir að ástand á vegum muni ekki skána mikið,“ segir veðurfræðingurinn Marcel de Vries. Jafnvel kunni veðrið að versna. „Það er bara best að vera ekki að ferðast mikið í dag á milli landshluta, sérstaklega fyrir Norðan.“ Víða á hringveginum er skafrenningur eða hálka, til að mynda á Ólafsfjarðarvegi, Hvammstangavegi, Fljótsheiði og Holtavörðuheiði. Unnið er að mokstri á Steingrímsfjarðarheiði á Vestfjörðum, en Þröskuldar eru ófærir um sinn. Fylgjast má með uppfærslum um færð á vegum á vef Vegagerðarinnar, Umferðin.is eða í síma 1777. Í gær lentu fjórir erlendir ferðamenn í snjóflóði sem féll í Eyjafirði. Talin er töluverð hætta á snjóflóðum í innanverðum Eyjafirði, utanverðum Tröllaskaga, norðanverðum Vestjförðum og á Austfjörðum, samkvæmt ofanflóðaspá Veðurstofunnar.
Veður Færð á vegum Tengdar fréttir Gular viðvaranir og versnandi akstursskilyrði Spáð er nokkuð hvassri norðan- og norðaustanátt í dag, víða 13 til 20 metrum á sekúndu og snjókomu eða él, einkum á Norður- og Austurlandi þar sem gul viðvörun verður í gildi. Þurrt að kalla sunnan heiða og bjart veður fram eftir degi, en lítilsháttar snjókoma þar í kvöld. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust yfir daginn syðst. 31. mars 2024 08:07 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Gular viðvaranir og versnandi akstursskilyrði Spáð er nokkuð hvassri norðan- og norðaustanátt í dag, víða 13 til 20 metrum á sekúndu og snjókomu eða él, einkum á Norður- og Austurlandi þar sem gul viðvörun verður í gildi. Þurrt að kalla sunnan heiða og bjart veður fram eftir degi, en lítilsháttar snjókoma þar í kvöld. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust yfir daginn syðst. 31. mars 2024 08:07