Starfaði í 39 ár á skrifstofu forseta og segist vita hvað þarf í embættið Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. mars 2024 22:03 Vigdís Bjarnadóttir starfaði á skrifstofur forseta Íslands í 39 ár og vann náið með þremur forsetum. Hún þekkir embættið vel og telur sig hvað þarf til að gegna því. Facebook/Vilhelm Fyrrverandi deildarstjóri á skrifstofu forseta Íslands segir að forseti þurfi fyrst og fremst að vera afar vel menntaður, heiðarlegur og heilsteyptur einstaklingur sem komi vel fram. Þar að auki þurfi hann að búa yfir tungumálakunnáttu, hafa gott bakland og kjark til að taka ákvarðanir þó þær séu ekki vinsælar. Vigdís Bjarnadóttir, leiðsögumaður og myndlistarkona, starfaði í 39 ár á skrifstofu forseta Íslands og vann þar náið með þremur forsetum, Kristjáni Eldjárni í tólf ár, Vigdísi Finnbogadóttur í sextán ár og Ólafi Ragnari í ellefu ár. Vigdís segir marga vini sína hafa spurt sig undanfarið hvern hún vilji sjá í embættinu, hún þekki það svo vel og viti hvað þurfi til. Vigdís hætti hjá embættinu árið 2007 og segir að margt hafi breyst síðan þá en það séu ákveðin gildi sem varði embættið sem muni alltaf vera eins. Hún ákvað af því tilefni að skrifa pistil á Facebook-síðu sína til að benda á hvað frambjóðandi þarf að hafa til brunns að bera fyrir embættið. Hvað þarf frambjóðandinn að hafa til brunns að bera? Vigdís telur upp í pistli sínum fjölda mannkosta sem séu nauðsynlegir fyrir embættið. Góð menntun og yfirgripsmikil þekking á Ísland séu nauðsynleg en einnig góð tungumálakunnátta og hæfni í mannlegum samskiptum og stjórnun. „Að mínu mati þarf hann fyrst og fremst að vera afar vel menntaður, heiðarlegur og heilsteyptur einstaklingur, sem kemur vel fyrir, sem við getum verið stolt af sem okkar þjóðhöfðingja. Hann er okkar fulltrúi og kemur fram fyrir hönd þjóðarinnar bæði á innlendum og erlendum vettvangi,“ segir Vigdís í pistlinum. Forsetinn þurfi að hafa „brennandi áhuga á landi, þjóð og sögu,“ þekkja samfélagið, innviði þess og samsetningu afar vel og hafa góða þekkingu á íslenskri pólitík og alþjóðapólitík. „Hann þarf að tala lýtalausa ensku og eitt Norðurlandamál, fleiri lýtalaus tungumál eru kostur. Þarf að geta rætt um menn og málefni á akademískum grunni og samið og flutt ræður og fyrirlestra bæði á íslensku og ensku. Hann þarf að geta flutt óundirbúnar ræður fyrirvaralaust á ensku um alls konara málefni. Túlkar eru afar sjaldan notaðir,“ segir hún einnig. Sterkt bakland nauðsynlegt af því það blæs oft á Bessastöðum Vigdís segir forsetann einnig þurfa gott og sterkt bakland og „kjark til að taka mikilvægar og vel ígrundaðar ákvarðanir, jafnvel þó þær séu ekki vinsælar“. „Góður maki er mikill kostur, auðvitað er forseti Íslands yfirmaður embættisins, en makinn kemur oft að starfi forseta Íslands og tekur virkan þátt í að reka embættið,“ segir hún. Forsetaframbjóðandinn þarf að vera góður stjórnandi og mikilvægt sé að kunna eða læra prótokollinn. Einnig þurfi hann að hafa tengsl inn í stjórnmálaflokka og vera í góðu sambandi við fólk sem hann getur kallað til „skrafs og ráðagerða“. Mikil ferðalög fylgi embættinu og þurfi forseti að þekkja samskipti landa í pólitík, viðskiptum, bókmenntum og listum og á akademískum grunni. Einnig sé gott að hafa staðgóða þekkingu á öðrum menningarsamfélögum og kostur að hafa vit á mat og vínum. Svo segir Vigdís að það saki ekki að nefna að forseti þurfi að klæða sig af vandvirkni og vera óaðfinnanlegur. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Garðabær Stjórnsýsla Tengdar fréttir Það sem Guðni ætlar að gera eftir að hann lætur af embætti Guðni Th. Jóhannesson ætlar að snúa sér að sagnfræðirannsóknum og kennslu þegar hann lætur af embætti forseta Íslands. Hann eigi meðal annars eftir að ljúka sögu landhelgismálsins og segir kíminn, að engir hafi breytt gangi sögunnar jafn mikið og sagnfræðingarnir. 24. mars 2024 20:01 Með skemmtilegri embættisverkum forseta Íslands Forseti Íslands segir það með skemmtilegri embættisverkum að taka á móti fulltrúum Félags áhugafólks um Downs heilkennið og þiggja að gjöf nýtt par af mislitum sokkum. Dagur Downs heilkennisins er haldinn hátíðlegur um allan heim í dag. 21. mars 2024 19:57 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Sjá meira
Vigdís Bjarnadóttir, leiðsögumaður og myndlistarkona, starfaði í 39 ár á skrifstofu forseta Íslands og vann þar náið með þremur forsetum, Kristjáni Eldjárni í tólf ár, Vigdísi Finnbogadóttur í sextán ár og Ólafi Ragnari í ellefu ár. Vigdís segir marga vini sína hafa spurt sig undanfarið hvern hún vilji sjá í embættinu, hún þekki það svo vel og viti hvað þurfi til. Vigdís hætti hjá embættinu árið 2007 og segir að margt hafi breyst síðan þá en það séu ákveðin gildi sem varði embættið sem muni alltaf vera eins. Hún ákvað af því tilefni að skrifa pistil á Facebook-síðu sína til að benda á hvað frambjóðandi þarf að hafa til brunns að bera fyrir embættið. Hvað þarf frambjóðandinn að hafa til brunns að bera? Vigdís telur upp í pistli sínum fjölda mannkosta sem séu nauðsynlegir fyrir embættið. Góð menntun og yfirgripsmikil þekking á Ísland séu nauðsynleg en einnig góð tungumálakunnátta og hæfni í mannlegum samskiptum og stjórnun. „Að mínu mati þarf hann fyrst og fremst að vera afar vel menntaður, heiðarlegur og heilsteyptur einstaklingur, sem kemur vel fyrir, sem við getum verið stolt af sem okkar þjóðhöfðingja. Hann er okkar fulltrúi og kemur fram fyrir hönd þjóðarinnar bæði á innlendum og erlendum vettvangi,“ segir Vigdís í pistlinum. Forsetinn þurfi að hafa „brennandi áhuga á landi, þjóð og sögu,“ þekkja samfélagið, innviði þess og samsetningu afar vel og hafa góða þekkingu á íslenskri pólitík og alþjóðapólitík. „Hann þarf að tala lýtalausa ensku og eitt Norðurlandamál, fleiri lýtalaus tungumál eru kostur. Þarf að geta rætt um menn og málefni á akademískum grunni og samið og flutt ræður og fyrirlestra bæði á íslensku og ensku. Hann þarf að geta flutt óundirbúnar ræður fyrirvaralaust á ensku um alls konara málefni. Túlkar eru afar sjaldan notaðir,“ segir hún einnig. Sterkt bakland nauðsynlegt af því það blæs oft á Bessastöðum Vigdís segir forsetann einnig þurfa gott og sterkt bakland og „kjark til að taka mikilvægar og vel ígrundaðar ákvarðanir, jafnvel þó þær séu ekki vinsælar“. „Góður maki er mikill kostur, auðvitað er forseti Íslands yfirmaður embættisins, en makinn kemur oft að starfi forseta Íslands og tekur virkan þátt í að reka embættið,“ segir hún. Forsetaframbjóðandinn þarf að vera góður stjórnandi og mikilvægt sé að kunna eða læra prótokollinn. Einnig þurfi hann að hafa tengsl inn í stjórnmálaflokka og vera í góðu sambandi við fólk sem hann getur kallað til „skrafs og ráðagerða“. Mikil ferðalög fylgi embættinu og þurfi forseti að þekkja samskipti landa í pólitík, viðskiptum, bókmenntum og listum og á akademískum grunni. Einnig sé gott að hafa staðgóða þekkingu á öðrum menningarsamfélögum og kostur að hafa vit á mat og vínum. Svo segir Vigdís að það saki ekki að nefna að forseti þurfi að klæða sig af vandvirkni og vera óaðfinnanlegur.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Garðabær Stjórnsýsla Tengdar fréttir Það sem Guðni ætlar að gera eftir að hann lætur af embætti Guðni Th. Jóhannesson ætlar að snúa sér að sagnfræðirannsóknum og kennslu þegar hann lætur af embætti forseta Íslands. Hann eigi meðal annars eftir að ljúka sögu landhelgismálsins og segir kíminn, að engir hafi breytt gangi sögunnar jafn mikið og sagnfræðingarnir. 24. mars 2024 20:01 Með skemmtilegri embættisverkum forseta Íslands Forseti Íslands segir það með skemmtilegri embættisverkum að taka á móti fulltrúum Félags áhugafólks um Downs heilkennið og þiggja að gjöf nýtt par af mislitum sokkum. Dagur Downs heilkennisins er haldinn hátíðlegur um allan heim í dag. 21. mars 2024 19:57 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Sjá meira
Það sem Guðni ætlar að gera eftir að hann lætur af embætti Guðni Th. Jóhannesson ætlar að snúa sér að sagnfræðirannsóknum og kennslu þegar hann lætur af embætti forseta Íslands. Hann eigi meðal annars eftir að ljúka sögu landhelgismálsins og segir kíminn, að engir hafi breytt gangi sögunnar jafn mikið og sagnfræðingarnir. 24. mars 2024 20:01
Með skemmtilegri embættisverkum forseta Íslands Forseti Íslands segir það með skemmtilegri embættisverkum að taka á móti fulltrúum Félags áhugafólks um Downs heilkennið og þiggja að gjöf nýtt par af mislitum sokkum. Dagur Downs heilkennisins er haldinn hátíðlegur um allan heim í dag. 21. mars 2024 19:57