Bein tveggja ára drengs sem hvarf komin í leitirnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. apríl 2024 07:35 Þessi mynd er ekki af þorpinu sem um ræðir heldur annarri þorpaþyrpingu í frönsku Ölpunum. Getty Bein tveggja ára drengs sem hvarf sporlaust í frönsku smáþorpi síðasta sumar hafa komið í leitirnar. Rannsókn á málinu stendur nú yfir þar sem ekki liggur fyrir hvað henti drenginn. Hinn tveggja ára gamli Emile Soleil hvarf sporlaust þann 8. júlí í fyrra þegar hann dvaldi hjá ömmu sinni og hafa í þorpi í frönsku Ölpunum. Tveir nágrannar voru þeir síðustu sem sáu ferðir hans þar sem hann gekk einn um götur þorpsins Le Vernet. „Á laugardaginn bárust lögreglu fregnir af beinafundi nálægt Le Vernet-þorpi,“ hefur Guardian eftir Jean-Luc Blachon saksóknari. Erfðarannsóknir hafi staðfest að beinin tilheyrðu Emile litla. Engar upplýsingar liggja fyrir um dánarorsök drengsins en Jean-Luc segir að meinafræðingar séu að rannsaka beinin sem voru fundinn af fjallgöngumanni skammt frá bænum. Vegatálma hefur verið komið upp á einu leiðinni inn í bæinn og lögreglan á svæðinu hefur hafið nýja leit á svæðinu sem beinin fundust. Þann 27. mars síðastliðinn var þorpinu lokað af lögregluyfirvöldum til að hægt væri að framkvæma umfangsmeiri leit. 17 manns voru kallaðir til þorpsins. Þar á meðal voru ættingjar Emile, nágrannar ömmu hans og afa og önnur vitni og var ætlunin að endurgera þær aðstæður sem uppi voru daginn sem hann hvarf. Um tuttugu lögregluþjónar stýrðu endursköpuninni og voru drónar notaðir til að taka upp það sem gerðist á jörðu niðri. Í tilkynningu frá foreldrum drengsins segja þau að þessu hafi þau beðið eftir en að það hryggi þau engu að síður. Báðir foreldrar eru heittrúaðir kaþólikkar og segja að nú fái þau loks að halda upp á páska og „vita að þennan páskadaginn vakir Emile yfir þeim í ljósi og blíðu Guðs.“ „Tími er kominn til að syrgja, íhuga og biðja,“ segir í tilkynningunni og þar biðja þau einnig um næði. Frakkland Erlend sakamál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt ríki Grænlands Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Hinn tveggja ára gamli Emile Soleil hvarf sporlaust þann 8. júlí í fyrra þegar hann dvaldi hjá ömmu sinni og hafa í þorpi í frönsku Ölpunum. Tveir nágrannar voru þeir síðustu sem sáu ferðir hans þar sem hann gekk einn um götur þorpsins Le Vernet. „Á laugardaginn bárust lögreglu fregnir af beinafundi nálægt Le Vernet-þorpi,“ hefur Guardian eftir Jean-Luc Blachon saksóknari. Erfðarannsóknir hafi staðfest að beinin tilheyrðu Emile litla. Engar upplýsingar liggja fyrir um dánarorsök drengsins en Jean-Luc segir að meinafræðingar séu að rannsaka beinin sem voru fundinn af fjallgöngumanni skammt frá bænum. Vegatálma hefur verið komið upp á einu leiðinni inn í bæinn og lögreglan á svæðinu hefur hafið nýja leit á svæðinu sem beinin fundust. Þann 27. mars síðastliðinn var þorpinu lokað af lögregluyfirvöldum til að hægt væri að framkvæma umfangsmeiri leit. 17 manns voru kallaðir til þorpsins. Þar á meðal voru ættingjar Emile, nágrannar ömmu hans og afa og önnur vitni og var ætlunin að endurgera þær aðstæður sem uppi voru daginn sem hann hvarf. Um tuttugu lögregluþjónar stýrðu endursköpuninni og voru drónar notaðir til að taka upp það sem gerðist á jörðu niðri. Í tilkynningu frá foreldrum drengsins segja þau að þessu hafi þau beðið eftir en að það hryggi þau engu að síður. Báðir foreldrar eru heittrúaðir kaþólikkar og segja að nú fái þau loks að halda upp á páska og „vita að þennan páskadaginn vakir Emile yfir þeim í ljósi og blíðu Guðs.“ „Tími er kominn til að syrgja, íhuga og biðja,“ segir í tilkynningunni og þar biðja þau einnig um næði.
Frakkland Erlend sakamál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt ríki Grænlands Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira