Íbúar á Seyðisfirði enn innilokaðir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. apríl 2024 13:44 Íbúar í Seyðisfirði hafa lengi kallað eftir bættum samgöngum yfir heiðina. Fjarðarheiði hefur verið lokuð síðastliðna fjóra daga og íbúar Seyðisfjarðar því verið innilokuð frá því á fimmtudag. „Fólk í vaktavinnu í álverinu kemst auðvitað ekki og þeir sem komu hingað yfir páskana sitja um kyrrt,“ segir Jón Halldór Guðmundsson aðalmaður í heimastjórn Seyðisfjarðar. „Þeir hafa opnað hinar leiðirnar hérna fyrir austan en það er alls óvíst hvenær þeir komast í Fjarðarheiðina. Vegagerðin talar um að þetta sé erfiðasta leiðin til að eiga við. Þetta er auðvitað í 600 metra hæð.“ Veðrið sé hins vegar búið að ganga niður að mestu leyti. „Það getur hins vegar verið mikill skafrenningur og slæmt skyggni. Svo liggur þessi snjór þannig að það þarf lítið til að það fari af stað flekaflóð.“ Þá sé farið að sjá á vöruúrvali kjörbúðarinnar. „Lítið um mjólkurvörur, brauð og ýmis konar ferskvöru,“ segir Jón Halldór. Óánægja ríkir með ástandið í bænum. „Það gengur ekki að vera fleiri daga innilokuð. Það er brýnt að fá Fjarðarheiðargöngin í gang.“ Göngin eru á samgönguáætlun en hafa hins vegar enn ekki farið í útboð þar sem þau eru vanfjármögnuð. „Okkur finnst þetta mjög erfitt, að vera svona lengi innilokuð. Við erum uggandi, því ef það kemur upp alvarlegt slys eða annað. Það er að vísu læknir hér en ef það er alvarlegt slys þá gera þeir ekki mikið.“ Múlaþing Færð á vegum Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
„Fólk í vaktavinnu í álverinu kemst auðvitað ekki og þeir sem komu hingað yfir páskana sitja um kyrrt,“ segir Jón Halldór Guðmundsson aðalmaður í heimastjórn Seyðisfjarðar. „Þeir hafa opnað hinar leiðirnar hérna fyrir austan en það er alls óvíst hvenær þeir komast í Fjarðarheiðina. Vegagerðin talar um að þetta sé erfiðasta leiðin til að eiga við. Þetta er auðvitað í 600 metra hæð.“ Veðrið sé hins vegar búið að ganga niður að mestu leyti. „Það getur hins vegar verið mikill skafrenningur og slæmt skyggni. Svo liggur þessi snjór þannig að það þarf lítið til að það fari af stað flekaflóð.“ Þá sé farið að sjá á vöruúrvali kjörbúðarinnar. „Lítið um mjólkurvörur, brauð og ýmis konar ferskvöru,“ segir Jón Halldór. Óánægja ríkir með ástandið í bænum. „Það gengur ekki að vera fleiri daga innilokuð. Það er brýnt að fá Fjarðarheiðargöngin í gang.“ Göngin eru á samgönguáætlun en hafa hins vegar enn ekki farið í útboð þar sem þau eru vanfjármögnuð. „Okkur finnst þetta mjög erfitt, að vera svona lengi innilokuð. Við erum uggandi, því ef það kemur upp alvarlegt slys eða annað. Það er að vísu læknir hér en ef það er alvarlegt slys þá gera þeir ekki mikið.“
Múlaþing Færð á vegum Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira