EM-sætið undir í vikunni: „Erum búin að bíða eftir þessu í töluverðan tíma“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. apríl 2024 17:01 Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er hársbreidd frá því að tryggja sér sæti á EM. EPA-EFE/Beate Oma Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er aðeins tveimur sigrum frá því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss næsta vetur. Íslensku stelpurnar eiga útileik gegn Lúxemborg á morgun áður en liðið tekur á móti Færeyjum í hreinum úrslitaleik um sæti á EM næstkomandi sunnudag. Liðið kom saman fyrir páska og hefur því fengið góðan tíma til æfinga fyrir leikina mikilvægu og segir Arnar Pétursson, þjálfari liðsins, það vera dýrmætt. „Það er bara spenna í hópnum og tilhlökkun. Við erum búin að bíða eftir þessu í töluverðan tíma,“ sagði Arnar þegar liðið kom saman fyrir páska. „Það var 2021 sem við fórum svona að horfa á þetta mót og settum það á bak við eyrað. Okkar langaði á þetta mót. Þetta er búið að ganga ágætlega hingað til og við erum með þetta í okkar höndum þannig að það er bara tilhlökkun yfir þessu og spenna,“ bætti Arnar við. Kærkomnar æfingar Hann bætir einnig við að liðið hafi náð að stela sér smá tíma til æfinga. „Við erum vissulega að stela þessari viku. Þetta er ekki alþjóðleg landsliðsvika þannig að stelpurnar sem eru hérna heima og þær sem eru búnar með sitt úti eru komnar hérna til æfinga. Við bíðum enn eftir hinum en þetta var bara nauðsynlegt. Við fáum nokkra auka daga saman til að vinna í ákveðnum hlutum sem við höfum kannski ekki haft tíma til að vinna í þegar við erum að æfa og spila og höfum ekki marga daga til að undirbúa okkur þannig að þetta er kærkomið.“ Þá sagði Arnar einnig að hann ætlaði sér að gefa stelpunum smá páskafrí. Hvort hann hafi staðið við það er svo önnur spurning. „Ég mun gefa þeim gott frí. Þær fá frí frá hádegi á fimmtudegi fram á páskadag og í mínum bókum eru það fjórir dagar. Þannig að það er ágætis frí allavega,“ sagði Arnar léttur. Klippa: Arnar Pétursson á landsliðsæfingu EM-sætið undir Eins og áður segir eru leikirnir tveir sem Ísland spilar á næstu dögum gríðarlega mikilvægir, enda er sæti á EM í boði. Íslenska liðið er með fjögur stig í öðru sæti undanriðilsins nú þegar tveir leikir eru eftir. Ísland er fjórum stigum á eftir toppliði Svía og fjórum stigum fyrir ofan botnlið Lúxemborgar, en með jafn mörg stig og Færeyjar sem sitja í þriða sæti. Íslensku stelpurnar þurfa því helst sigur í þessum tveimur leikjum sem eftir eru til að gulltryggja EM-sætið. „Markmiðin eru klárlega skýr og hafa verið það í lengri tíma. Nú er það bara svolítið okkar að stilla þetta af og mæta í flæði inn í þessa leiki og spila okkar leik. Ef við náum okkar besta leik þá núm við okkar markmiðum. Það er bara þannig,“ sagði Arnar að lokum. Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Íslensku stelpurnar eiga útileik gegn Lúxemborg á morgun áður en liðið tekur á móti Færeyjum í hreinum úrslitaleik um sæti á EM næstkomandi sunnudag. Liðið kom saman fyrir páska og hefur því fengið góðan tíma til æfinga fyrir leikina mikilvægu og segir Arnar Pétursson, þjálfari liðsins, það vera dýrmætt. „Það er bara spenna í hópnum og tilhlökkun. Við erum búin að bíða eftir þessu í töluverðan tíma,“ sagði Arnar þegar liðið kom saman fyrir páska. „Það var 2021 sem við fórum svona að horfa á þetta mót og settum það á bak við eyrað. Okkar langaði á þetta mót. Þetta er búið að ganga ágætlega hingað til og við erum með þetta í okkar höndum þannig að það er bara tilhlökkun yfir þessu og spenna,“ bætti Arnar við. Kærkomnar æfingar Hann bætir einnig við að liðið hafi náð að stela sér smá tíma til æfinga. „Við erum vissulega að stela þessari viku. Þetta er ekki alþjóðleg landsliðsvika þannig að stelpurnar sem eru hérna heima og þær sem eru búnar með sitt úti eru komnar hérna til æfinga. Við bíðum enn eftir hinum en þetta var bara nauðsynlegt. Við fáum nokkra auka daga saman til að vinna í ákveðnum hlutum sem við höfum kannski ekki haft tíma til að vinna í þegar við erum að æfa og spila og höfum ekki marga daga til að undirbúa okkur þannig að þetta er kærkomið.“ Þá sagði Arnar einnig að hann ætlaði sér að gefa stelpunum smá páskafrí. Hvort hann hafi staðið við það er svo önnur spurning. „Ég mun gefa þeim gott frí. Þær fá frí frá hádegi á fimmtudegi fram á páskadag og í mínum bókum eru það fjórir dagar. Þannig að það er ágætis frí allavega,“ sagði Arnar léttur. Klippa: Arnar Pétursson á landsliðsæfingu EM-sætið undir Eins og áður segir eru leikirnir tveir sem Ísland spilar á næstu dögum gríðarlega mikilvægir, enda er sæti á EM í boði. Íslenska liðið er með fjögur stig í öðru sæti undanriðilsins nú þegar tveir leikir eru eftir. Ísland er fjórum stigum á eftir toppliði Svía og fjórum stigum fyrir ofan botnlið Lúxemborgar, en með jafn mörg stig og Færeyjar sem sitja í þriða sæti. Íslensku stelpurnar þurfa því helst sigur í þessum tveimur leikjum sem eftir eru til að gulltryggja EM-sætið. „Markmiðin eru klárlega skýr og hafa verið það í lengri tíma. Nú er það bara svolítið okkar að stilla þetta af og mæta í flæði inn í þessa leiki og spila okkar leik. Ef við náum okkar besta leik þá núm við okkar markmiðum. Það er bara þannig,“ sagði Arnar að lokum.
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða