Reikna með 220 milljörðum króna í tekjur Árni Sæberg skrifar 2. apríl 2024 10:05 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Egill Í afkomuspá Icelandair fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að heildartekjur ársins nemi 220 milljörðum króna. Gert er ráð fyrir tveggja til fjögurra prósenta rekstrarhagnaði af tekjum. Í fréttatilkynningu um afkomuspána segir að óvissa í rekstrarumhverfi, sem fjallað hafi verið um í uppgjöri ársins 2023, hafi minnkað. „Bæði hafa áhrif af ónákvæmum fréttum af eldsumbrotum á Reykjanesi á bókanir minnkað ásamt því að nýgerðir langtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði skapa meiri stöðugleika.“ Gert sé ráð fyrir að flugframboð, í sætiskílómetrum, aukist um 10 prósent frá fyrra ári. Áherslan verði á að auka framboð inn á markaði sem hafa mikla tekju- og arðsemismöguleika. Vöxturinn hafi verið mestur á fyrsta ársfjórðungi eða um 21 prósent. Gert sé ráð fyrir um níu prósent vexti á öðrum og þriðja ársfjórðungi og sex prósent á fjórða ársfjórðungi. Búast við meiri hagnaði en í fyrra Miðað við afkomu fyrstu tveggja mánaða ársins, núverandi bókunarstöðu og aðrar lykilforsendur geri félagið ráð fyrir að heildartekjur verði um 220 milljarðar króna (1,6 milljarðar dala) á árinu 2024. Gert sé ráð fyrir að EBIT hlutfall verði um tvö til fjögur prósent af tekjum og að hagnaður eftir skatta aukist milli ára. Hagnaður eftir skatta nam 1,5 milljörðum króna í fyrra. Alþjóðleg fjölmiðlaumfjöllun um jarðhræringarnar á Reykjanesi hafi haft áhrif á tekjur í fyrsta ársfjórðungi sem og mikil framboðsaukning á ákveðnum mörkuðum, eins og Bretlandi, Frankfurt og Amsterdam sem hafi haft áhrif á einingatekjur. Því sé gert ráð fyrir að EBIT afkoma á fyrsta ársfjórðungi 2024 verði aðeins lakari en 2023. Bókunarstaðan góð Bókunarstaðan fyrir sumarið, sérstaklega á Atlantshafsmarkaðnum um Ísland, sé góð, og staðan á þeim markaði betri nú en á sama tíma 2023. Þá sé eftirspurn frá Íslandi áfram sterk. Ísland haldi áfram að vera vinsæll ferðamannastaður þótt eftirspurn hafi veikst lítillega í samanburði við síðasta ár, meðal annars vegna mikillar samkeppni við aðra áfangastaði. Icelandair búi yfir miklum sveigjanleika til að laga flugframboð sitt að eftirspurn og færa það milli markaða ef þörf krefur til að auka arðsemi. Þrátt fyrir að alþjóðleg umfjöllun um eldsumbrotin á Reykjanesi hafi haft neikvæð áhrif á bókanir til skamms tíma muni þau til lengri tíma vekja áhuga ferðamanna á Íslandi og einstakri náttúru landsins. Þá vekji nýgerðir kjarasamningar vonir um aukinn efnahagslegan stöðugleika sem styrkii samkeppnishæfni landsins, sem sé mikilvægt að viðhalda til þess að ferðaþjónustan haldi áfram að blómstra. Því séu framtíðarhorfur Íslands sem ferðamannalands áfram góðar. Árið 2023 hafi endurreisninni hjá Icelandair eftir heimsfaraldurinn lokið og reksturinn skilað hagnaði á ný. Nú sé áherslan fyrst og fremst á aðgerðir til að styrkja tekjumyndun enn frekar og ná fram aukinni skilvirkni í rekstrinum. Með þessar áherslur að leiðarljósi sé Icelandair á réttri leið að ná langtímamarkmiði sínu um átta prósent rekstrarhagnað (EBIT) að meðaltali. Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
Í fréttatilkynningu um afkomuspána segir að óvissa í rekstrarumhverfi, sem fjallað hafi verið um í uppgjöri ársins 2023, hafi minnkað. „Bæði hafa áhrif af ónákvæmum fréttum af eldsumbrotum á Reykjanesi á bókanir minnkað ásamt því að nýgerðir langtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði skapa meiri stöðugleika.“ Gert sé ráð fyrir að flugframboð, í sætiskílómetrum, aukist um 10 prósent frá fyrra ári. Áherslan verði á að auka framboð inn á markaði sem hafa mikla tekju- og arðsemismöguleika. Vöxturinn hafi verið mestur á fyrsta ársfjórðungi eða um 21 prósent. Gert sé ráð fyrir um níu prósent vexti á öðrum og þriðja ársfjórðungi og sex prósent á fjórða ársfjórðungi. Búast við meiri hagnaði en í fyrra Miðað við afkomu fyrstu tveggja mánaða ársins, núverandi bókunarstöðu og aðrar lykilforsendur geri félagið ráð fyrir að heildartekjur verði um 220 milljarðar króna (1,6 milljarðar dala) á árinu 2024. Gert sé ráð fyrir að EBIT hlutfall verði um tvö til fjögur prósent af tekjum og að hagnaður eftir skatta aukist milli ára. Hagnaður eftir skatta nam 1,5 milljörðum króna í fyrra. Alþjóðleg fjölmiðlaumfjöllun um jarðhræringarnar á Reykjanesi hafi haft áhrif á tekjur í fyrsta ársfjórðungi sem og mikil framboðsaukning á ákveðnum mörkuðum, eins og Bretlandi, Frankfurt og Amsterdam sem hafi haft áhrif á einingatekjur. Því sé gert ráð fyrir að EBIT afkoma á fyrsta ársfjórðungi 2024 verði aðeins lakari en 2023. Bókunarstaðan góð Bókunarstaðan fyrir sumarið, sérstaklega á Atlantshafsmarkaðnum um Ísland, sé góð, og staðan á þeim markaði betri nú en á sama tíma 2023. Þá sé eftirspurn frá Íslandi áfram sterk. Ísland haldi áfram að vera vinsæll ferðamannastaður þótt eftirspurn hafi veikst lítillega í samanburði við síðasta ár, meðal annars vegna mikillar samkeppni við aðra áfangastaði. Icelandair búi yfir miklum sveigjanleika til að laga flugframboð sitt að eftirspurn og færa það milli markaða ef þörf krefur til að auka arðsemi. Þrátt fyrir að alþjóðleg umfjöllun um eldsumbrotin á Reykjanesi hafi haft neikvæð áhrif á bókanir til skamms tíma muni þau til lengri tíma vekja áhuga ferðamanna á Íslandi og einstakri náttúru landsins. Þá vekji nýgerðir kjarasamningar vonir um aukinn efnahagslegan stöðugleika sem styrkii samkeppnishæfni landsins, sem sé mikilvægt að viðhalda til þess að ferðaþjónustan haldi áfram að blómstra. Því séu framtíðarhorfur Íslands sem ferðamannalands áfram góðar. Árið 2023 hafi endurreisninni hjá Icelandair eftir heimsfaraldurinn lokið og reksturinn skilað hagnaði á ný. Nú sé áherslan fyrst og fremst á aðgerðir til að styrkja tekjumyndun enn frekar og ná fram aukinni skilvirkni í rekstrinum. Með þessar áherslur að leiðarljósi sé Icelandair á réttri leið að ná langtímamarkmiði sínu um átta prósent rekstrarhagnað (EBIT) að meðaltali.
Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira