„Ef ég hefði sagt nei við þessu hefði ég séð eftir því alla ævi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 2. apríl 2024 13:30 Baldur Þór Ragnarsson hefur verið síðustu tvö tímabil í Ulm þar sem hann hefur starfað sem aðstoðarþjálfari og yngriflokkaþjálfari. Vísir/Bára Dröfn Körfuboltaþjálfarinn Baldur Þór Ragnarsson segist hafa lært mikið af dvöl sinni í Þýskalandi. Hann ætlar sér stóra hluti í þjálfun. Baldur flutti út til Þýskalands sumarið 2022 og tók við sem yngriflokkaþjálfari Ratiopharm Ulm. Hann hefur einnig verið aðstoðarþjálfari aðalliðsins. Áður þjálfaði hann Tindastól og Þór Þorlákshöfn í efstu deild hér á landi. Hann hefur einnig verið aðstoðarlandsliðsþjálfari undanfarin ár. „Þú lærir helling á því að vera í kringum leikmenn sem eru á þessu efsta stigi og þú ert ofan í öllum vídeo fundum og öllum undirbúningi og það hefur gefið manni mikið að sjá þetta á öðrum standardi heldur en í efstu deild á Íslandi eða með A-landsliðinu,“ segir Baldur. Baldur flutti út ásamt unnustu sinni og eignuðust þau sitt fyrsta barn í Ulm. Hann segir að það hafi verið strembið að vera frá fjölskyldunni þá. Mamma hefði verið mætt strax „Það var skemmtileg reynsla að eignast barn úti en ofboðslega sjálfstæð reynsla. Þú ert að standa algjörlega á eigin fótum. Við komum bæði úr stórum fjölskyldum þar sem mikið er haldið utan um hvort annað. Ef við myndum eignast barn á Íslandi þá væri til dæmis mamma mín komin og allir að pæla í þessu og aðstoða. Þarna er þetta þú og konan þín og þið standið bara í þessu. Auðvitað hjálpar það að vera vinna hjá stórum klúbb með mikið utan um hald og þeir stóðu vel við bakið á okkur.“ Baldur segir að það hafi verið gott skref að færa sig til Þýskalands og sú ákvörðun hafi staðist allar væntingar. „Ég er enn þá ungur og maður þarf að vera læra og maður þarf að vera auðmjúkur. Maður var kominn mjög framarlega í goggunarröðina á Íslandi og það er mjög hollt fyrir mann að fara mjög aftarlega aftur og menn farnir að tala við mann eins og maður viti ekki neitt. Svo lærir maður líka mikið að vera með fólk í kringum þig sem hefur náð langt. Það var því gaman að taka þetta skref, og ef ég hefði ekki tekið það þá hefði ég alltaf séð eftir því. Það er ekki oft sem er hringt í íslenskan þjálfara. Ef ég hefði sagt nei við þessu hefði ég séð eftir því alla ævi.“ Körfubolti Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Baldur flutti út til Þýskalands sumarið 2022 og tók við sem yngriflokkaþjálfari Ratiopharm Ulm. Hann hefur einnig verið aðstoðarþjálfari aðalliðsins. Áður þjálfaði hann Tindastól og Þór Þorlákshöfn í efstu deild hér á landi. Hann hefur einnig verið aðstoðarlandsliðsþjálfari undanfarin ár. „Þú lærir helling á því að vera í kringum leikmenn sem eru á þessu efsta stigi og þú ert ofan í öllum vídeo fundum og öllum undirbúningi og það hefur gefið manni mikið að sjá þetta á öðrum standardi heldur en í efstu deild á Íslandi eða með A-landsliðinu,“ segir Baldur. Baldur flutti út ásamt unnustu sinni og eignuðust þau sitt fyrsta barn í Ulm. Hann segir að það hafi verið strembið að vera frá fjölskyldunni þá. Mamma hefði verið mætt strax „Það var skemmtileg reynsla að eignast barn úti en ofboðslega sjálfstæð reynsla. Þú ert að standa algjörlega á eigin fótum. Við komum bæði úr stórum fjölskyldum þar sem mikið er haldið utan um hvort annað. Ef við myndum eignast barn á Íslandi þá væri til dæmis mamma mín komin og allir að pæla í þessu og aðstoða. Þarna er þetta þú og konan þín og þið standið bara í þessu. Auðvitað hjálpar það að vera vinna hjá stórum klúbb með mikið utan um hald og þeir stóðu vel við bakið á okkur.“ Baldur segir að það hafi verið gott skref að færa sig til Þýskalands og sú ákvörðun hafi staðist allar væntingar. „Ég er enn þá ungur og maður þarf að vera læra og maður þarf að vera auðmjúkur. Maður var kominn mjög framarlega í goggunarröðina á Íslandi og það er mjög hollt fyrir mann að fara mjög aftarlega aftur og menn farnir að tala við mann eins og maður viti ekki neitt. Svo lærir maður líka mikið að vera með fólk í kringum þig sem hefur náð langt. Það var því gaman að taka þetta skref, og ef ég hefði ekki tekið það þá hefði ég alltaf séð eftir því. Það er ekki oft sem er hringt í íslenskan þjálfara. Ef ég hefði sagt nei við þessu hefði ég séð eftir því alla ævi.“
Körfubolti Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira