„Velkomnir aftur KR!“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. apríl 2024 11:31 Talsverður spenningur er fyrir fótboltasumrinu vestur í bæ. vísir/hulda margrét Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir aukin umsvif KR á félagaskiptamarkaðnum minna á gamla tíma. KR er spáð 5. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. KR-ingar enduðu í 6. sæti á síðasta tímabili. KR mætir til leiks með sterkan hóp í sumar eftir að hafa látið mikið að sér kveða á félagaskiptamarkaðnum í vetur. Þrír öflugir atvinnumenn komu til að mynda í Vesturbæinn: Axel Óskar Andrésson, Alex Þór Hauksson og Aron Sigurðarson. Þá er Guy Smit kominn í markið. „Velkomnir aftur KR! Það er gaman að tala um þá. Það er slagkraftur og stemmning í kringum þá. Það er full ástæða til bjartsýni og til að gleðjast þegar við tölum um KR,“ sagði Atli Viðar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Loksins eru jákvæðar fréttir af KR. Það hefur verið þrúgandi stemmning, mikil neikvæðni og vond viðtöl. Þetta hefur verið þannig síðustu ár. Núna koma þeir aftur til baka með þessa stráka og líta vel út,“ sagði Baldur Sigurðsson. Gregg Ryder var ráðinn þjálfari KR í vetur en hann tekur við starfinu af sjálfum Rúnari Kristinssyni. „Þeir eru vissulega með þjálfara sem er spurningarmerki hjá topp félagi. En ég held að KR-ingar og stuðningsmenn KR eigi bara að búast við ungu og skemmtilegu liði. Þeir eiga að mæta frá fyrsta leik og styðja vel við þá,“ sagði Baldur. „Svona lið, sem er að koma upp og er búið að vera svona mikið í umræðunni, með þjálfara sem er með ákveðna brothætta stöðu, kemur inn í KR í mínus og þarf að vinna sig inn, sem hann er búinn að gera, þetta getur snúist svolítið mikið um byrjunina. Við erum að tala um hraðmótið, fyrstu sex leikina, allir um borð; styðjið og fylkið ykkur á bak við liðið því það getur þýtt gott tímabil. Þetta er allt eða ekkert dæmi.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla KR Besta sætið Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Körfubolti Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Sjá meira
KR er spáð 5. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. KR-ingar enduðu í 6. sæti á síðasta tímabili. KR mætir til leiks með sterkan hóp í sumar eftir að hafa látið mikið að sér kveða á félagaskiptamarkaðnum í vetur. Þrír öflugir atvinnumenn komu til að mynda í Vesturbæinn: Axel Óskar Andrésson, Alex Þór Hauksson og Aron Sigurðarson. Þá er Guy Smit kominn í markið. „Velkomnir aftur KR! Það er gaman að tala um þá. Það er slagkraftur og stemmning í kringum þá. Það er full ástæða til bjartsýni og til að gleðjast þegar við tölum um KR,“ sagði Atli Viðar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Loksins eru jákvæðar fréttir af KR. Það hefur verið þrúgandi stemmning, mikil neikvæðni og vond viðtöl. Þetta hefur verið þannig síðustu ár. Núna koma þeir aftur til baka með þessa stráka og líta vel út,“ sagði Baldur Sigurðsson. Gregg Ryder var ráðinn þjálfari KR í vetur en hann tekur við starfinu af sjálfum Rúnari Kristinssyni. „Þeir eru vissulega með þjálfara sem er spurningarmerki hjá topp félagi. En ég held að KR-ingar og stuðningsmenn KR eigi bara að búast við ungu og skemmtilegu liði. Þeir eiga að mæta frá fyrsta leik og styðja vel við þá,“ sagði Baldur. „Svona lið, sem er að koma upp og er búið að vera svona mikið í umræðunni, með þjálfara sem er með ákveðna brothætta stöðu, kemur inn í KR í mínus og þarf að vinna sig inn, sem hann er búinn að gera, þetta getur snúist svolítið mikið um byrjunina. Við erum að tala um hraðmótið, fyrstu sex leikina, allir um borð; styðjið og fylkið ykkur á bak við liðið því það getur þýtt gott tímabil. Þetta er allt eða ekkert dæmi.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla KR Besta sætið Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Körfubolti Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti