Síerra Leóne og Ísland Eldur Smári Kristinsson skrifar 2. apríl 2024 17:01 Fyrir viku síðan skrifaði þingmaðurinn Diljá Mist Einarsdóttir góðan pistil hérna á Vísi undir fyrirsögninni „Kynfærin skorin af konum“. Þar rakti hún þróunarsamvinnuna sem Ísland hefur verið í með Síerra Leóne með það markmið að styðja við sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og auka lífsgæði í fiskveiðisamfélögum. Sierra Leóne er eitt af of mörgum Afríkuríkjum þar sem kynfæri stúlkna og kvenna eru limlest. Þessi iðja á sér djúpar menningasögulegar rætur og hefur fylgt kynslóð eftir kynslóð, þrátt fyrir að engin trúarbrögð fari beinlínis fram á að þessi iðja sé stunduð. Þessi iðja er því miður að eiga sér stað hjá mörgum ættbálkum í Afríku algjörlega óháð því hvort þeir iðka kristna trú, íslam eða eitthvað annað. Uppruni þessara limlestinga er óljós og fræðimönnum ekki vel kunnugur, en þetta hefur verið stundað svo vitað sé síðustu tvö þúsund ár svo vitað sé. Það er virðingarvert af þingmanninum að taka þessar limlestingar fyrir og Diljá á hrós skilið fyrir það. Ég hinsvegar vona að baráttuvilji hennar í þessum málaflokki sé ekki einungis bundinn við Síerra Leóne eða Afríkuríkin. Á Vesturlöndum hefur færst í aukana að limlestingar og lemstrarnir á kynfærum bæði barna og fullorðinna eigi sér stað, í ásýnd allra og jafnvel á kostnað skattgreiðenda. Í Bandaríkjunum heyrum við af tvöföldu brjóstnámi stúlkna eiga sér af hugmyndafræðilegum ástæðum allt niður í 12 ára aldur. Bæði stúlkur og drengir hafa fengið eðlilegan kynþroska sinn stöðvaðan af hugmyndafræðilegum ástæðum og ekki læknisfræðilegum. Þessi iðja hefur verið stunduð á Vesturlöndum í tæpa tvo áratugi á börnum. Ísland er nú eitt fárra landa, sem telja sig til siðmenntaðra ríkja, sem gefa börnum kynþroskahamlandi lyf án læknisfræðilegra ástæðna. Það eru engin heilsufarsvandamál til grundvallar því að hamla eðlilegum kynþroska neins. Þessar meðferðir eru þar að auki ekki áhættulausar. Kynþroskahamlandi lyf stöðva bæði líkamlegan og andlegan þroska einstaklingsins þar sem eðlilegur þroski framheilans er stöðvaður. Samhliða lyfjagjöfinni eru einstaklingarnir tjóðraðir í þann hugmyndafræðilega hliðarveruleika að fólk geti breytt kyni sínu og fæðst í röngum líkama. Engin vísindi eða læknisfræði liggja á bak við þær hugmyndir að fólk fæðist í röngum líkama eða að kynin skipti tugum, hundruðum og jafnvel þúsundum. Þetta er allt saman byggt á hugmyndafræði sem eru orðin að hálfgerðum ný-trúarbrögðum (e. neo-religion) sem iðkendur eru alls ekki í stakk búnir til þess að verja fyrir gagnrýni – í hið minnsta ekki opinberlega. Ég vona að Diljá vilji uppræta limlestingar á íslenskum börnum og viðkvæmum hóps fullorðinna. „En Ísland vinnur eftir alþjóðlegum stöðlum!“ hrópa kannski einhverjir núna við lesturinn. Já, í ágúst svaraði embætti landlæknis fyrirspurn okkar í Samtökunum 22 þannig að Landsspítalinn setji sér verklagsreglur byggðar á nýjustu leiðbeiningum Alþjóða Translækningasamtakanna – WPATH. Í byrjun mánaðar, í fjarveru helstu íslenskra fjölmiðla, flettum við ofan af WPATH og afhjúpuðum þau sem samtök aðgerðasinna þar sem það var afhjúpað að verklagið og meðferðirnar eru aðeins á hugmyndafræðilegum grunni og ekki læknisfræðilegum. Um þetta hefur víða verið fjallað erlendis og mörg ríki hafa brugðist við, en ekki Ísland. Í kjölfarið höfðum við samband við landlæknisembættið á ný og kynntum þeim stöðu mála. Í svari þeirra er því nú hafnað að embættið hafi verið í samskiptum við WPATH og sver af sér slíkt. Við fögnum auðvitað þessu. Hinsvegar vísar landlæknir nú í lög um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019 sem myndar hinn lagalega grundvöll fyrir starfsemi transteymisins á BUGL. Ég spyr því: Hvernig getur staðið á því að lög sem eru skrifuð af aðgerðasinnum á vegum Samtakanna 78 séu grundvöllur fyrir starfsemi í heilbrigðisþjónustu sem skrifar upp á áhættusamar kynþroskabælandi meðferðir og krosshormóna? Af hverju ætti það eitthvað að ganga fyrir íslensk stjórnvöld að sannfæra þau í Síerra Leóne? Íslensk stjórnvöld setja vísifingurna í eyrun og loka augunum þegar við spyrjum þau um það sama. Höfundur er formaður Samtakanna 22 - Hagsmunasamtaka samkynhneigðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni trans fólks Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Fyrir viku síðan skrifaði þingmaðurinn Diljá Mist Einarsdóttir góðan pistil hérna á Vísi undir fyrirsögninni „Kynfærin skorin af konum“. Þar rakti hún þróunarsamvinnuna sem Ísland hefur verið í með Síerra Leóne með það markmið að styðja við sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og auka lífsgæði í fiskveiðisamfélögum. Sierra Leóne er eitt af of mörgum Afríkuríkjum þar sem kynfæri stúlkna og kvenna eru limlest. Þessi iðja á sér djúpar menningasögulegar rætur og hefur fylgt kynslóð eftir kynslóð, þrátt fyrir að engin trúarbrögð fari beinlínis fram á að þessi iðja sé stunduð. Þessi iðja er því miður að eiga sér stað hjá mörgum ættbálkum í Afríku algjörlega óháð því hvort þeir iðka kristna trú, íslam eða eitthvað annað. Uppruni þessara limlestinga er óljós og fræðimönnum ekki vel kunnugur, en þetta hefur verið stundað svo vitað sé síðustu tvö þúsund ár svo vitað sé. Það er virðingarvert af þingmanninum að taka þessar limlestingar fyrir og Diljá á hrós skilið fyrir það. Ég hinsvegar vona að baráttuvilji hennar í þessum málaflokki sé ekki einungis bundinn við Síerra Leóne eða Afríkuríkin. Á Vesturlöndum hefur færst í aukana að limlestingar og lemstrarnir á kynfærum bæði barna og fullorðinna eigi sér stað, í ásýnd allra og jafnvel á kostnað skattgreiðenda. Í Bandaríkjunum heyrum við af tvöföldu brjóstnámi stúlkna eiga sér af hugmyndafræðilegum ástæðum allt niður í 12 ára aldur. Bæði stúlkur og drengir hafa fengið eðlilegan kynþroska sinn stöðvaðan af hugmyndafræðilegum ástæðum og ekki læknisfræðilegum. Þessi iðja hefur verið stunduð á Vesturlöndum í tæpa tvo áratugi á börnum. Ísland er nú eitt fárra landa, sem telja sig til siðmenntaðra ríkja, sem gefa börnum kynþroskahamlandi lyf án læknisfræðilegra ástæðna. Það eru engin heilsufarsvandamál til grundvallar því að hamla eðlilegum kynþroska neins. Þessar meðferðir eru þar að auki ekki áhættulausar. Kynþroskahamlandi lyf stöðva bæði líkamlegan og andlegan þroska einstaklingsins þar sem eðlilegur þroski framheilans er stöðvaður. Samhliða lyfjagjöfinni eru einstaklingarnir tjóðraðir í þann hugmyndafræðilega hliðarveruleika að fólk geti breytt kyni sínu og fæðst í röngum líkama. Engin vísindi eða læknisfræði liggja á bak við þær hugmyndir að fólk fæðist í röngum líkama eða að kynin skipti tugum, hundruðum og jafnvel þúsundum. Þetta er allt saman byggt á hugmyndafræði sem eru orðin að hálfgerðum ný-trúarbrögðum (e. neo-religion) sem iðkendur eru alls ekki í stakk búnir til þess að verja fyrir gagnrýni – í hið minnsta ekki opinberlega. Ég vona að Diljá vilji uppræta limlestingar á íslenskum börnum og viðkvæmum hóps fullorðinna. „En Ísland vinnur eftir alþjóðlegum stöðlum!“ hrópa kannski einhverjir núna við lesturinn. Já, í ágúst svaraði embætti landlæknis fyrirspurn okkar í Samtökunum 22 þannig að Landsspítalinn setji sér verklagsreglur byggðar á nýjustu leiðbeiningum Alþjóða Translækningasamtakanna – WPATH. Í byrjun mánaðar, í fjarveru helstu íslenskra fjölmiðla, flettum við ofan af WPATH og afhjúpuðum þau sem samtök aðgerðasinna þar sem það var afhjúpað að verklagið og meðferðirnar eru aðeins á hugmyndafræðilegum grunni og ekki læknisfræðilegum. Um þetta hefur víða verið fjallað erlendis og mörg ríki hafa brugðist við, en ekki Ísland. Í kjölfarið höfðum við samband við landlæknisembættið á ný og kynntum þeim stöðu mála. Í svari þeirra er því nú hafnað að embættið hafi verið í samskiptum við WPATH og sver af sér slíkt. Við fögnum auðvitað þessu. Hinsvegar vísar landlæknir nú í lög um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019 sem myndar hinn lagalega grundvöll fyrir starfsemi transteymisins á BUGL. Ég spyr því: Hvernig getur staðið á því að lög sem eru skrifuð af aðgerðasinnum á vegum Samtakanna 78 séu grundvöllur fyrir starfsemi í heilbrigðisþjónustu sem skrifar upp á áhættusamar kynþroskabælandi meðferðir og krosshormóna? Af hverju ætti það eitthvað að ganga fyrir íslensk stjórnvöld að sannfæra þau í Síerra Leóne? Íslensk stjórnvöld setja vísifingurna í eyrun og loka augunum þegar við spyrjum þau um það sama. Höfundur er formaður Samtakanna 22 - Hagsmunasamtaka samkynhneigðra.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar